Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 7
AFMÆLI Frá hátiöarsamkomunni. hafi verið þungamiðjan í þeirri uppbyggingu sem orðið hefur á Egilsstöðum. Samgöngur til og frá staðnum eru greiðar og nýr alþjóðlegur flugvöllur gefur ýmsa mögu- leika varðandi eflingu ferðaþjónustunnar. í byrjun aldar var póstþjónustan flutt til Egilsstaðabýlisins frá Höfða á Völlum og má segja að það hafi verið vísirinn að því sem á eftir kom. Opinber þjónusta er orðin stór þáttur í atvinnulífi bæjarins. Stærstu stofnanirnar eru heilsu- gæslustöð og sjúkrahús, skólar, bankar, Rarik og Póstur og sími. Þegar kaupfélagið var stofnað í byrjun aldar var sam- þykkt að heimili og vamarþing þess yrði á Egilsstöðum þó svo að þá hafi þéttbýlismyndun ekki verið hafin. En það var ekki fyrr en 1946 að byggt var útibú á Egilsstöð- um, en fram að þeim tíma hafði kaupfélagið aðsetur sitt á Reyðarfirði. Kaupfélagið hefur verið frá þeim tíma einn stærsti vinnuveitandi bæjarins með verslun, mjólk- ursamlag, brauðgerð, sláturhús o.fl. Nú er framboð á verslun og þjónustu hvers konar með því besta sem býðst á landinu utan höfuðborgarsvæðisins og hefur það aukist vemlega síðustu árin. Verktakar í byggingariðn- aði og vegagerð hafa verið öflugir allt frá fyrstu tíð og hafa þeir tekið að sér verk víðs vegar um landið og stað- ið sig með mikilli prýði. Skólar Menntaskólinn á Egilsstöðum var stofnaður árið 1979 en haustið 1995 var hann sameinaður Alþýðuskólanum á Eiðum. Skólinn hefur vaxið allt frá stofnun og er nú öflugur skóli á framhaldsskólastiginu. Skólinn hefur kappkostað að hafa námsframboð sem fjölbreytilegast og gefur kost á nýjum brautum ásamt þeim hefðbundnu og má þar nefna ferðaþjónustubraut og skógræktarbraut. Þá er starfrækt öflug íþróttabraut. Egilsstaðaskóli sem er grunnskóli er jafngamall og bæjarfélagið. Skólinn hefur tekið út vaxtarverki líkt og bærinn og nú stöndum við frammi fyrir því að skólahús- næðið er allt of lítið og verulegra úrbóta er þörf til þess að staðið verði við lög um einsetningu skólans. Hafist var handa við að stækka skólahúsið á síðasta ári, en í ár héldu menn að sér höndum varðandi byggingarfram- kvæmdir almennt. Um næstu áramót verður haldið áfram með bygginguna og stefnt að því að taka fyrsta áfanga í notkun fyrir næsta skólaár. Nú í haust verður gerð úttekt á starfí skólans að frumkvæði skólastjóra og kennara til þess að bæta og efla starf hans. Leikskólinn er fullskipaður og biðlisti nokkur. Gert er ráð fyrir breytingum og stækkun á honum með haustinu. Aðsókn að Tónlistarskólanum á Egilsstöðum hefur vaxið ár frá ári og hefur þurft að vísa nemendum frá. Góð samvinna hefur verið milli tónlistarskólans og Menntaskólans á Egilsstöðum og nemendur þar hafa sótt nám í skólanum og fengið metið til eininga. Stefnt er að því að koma upp tónlistarbraut. Söngkennsla hófst sl. vetur og aðsóknin mjög góð. Nemendur í söng koma víðs vegar af Héraði og greiða sveitarfélög þeirra hlut í kostnaðinum. Samstarf Egilsstaðabær á ýmiss konar samstarf við önnur sveit- arfélög bæði innan héraðs og í fjórðungnum. Sveitarfé- lög á svokölluðu Héraðssvæði, þ.e. sveitarfélög á Fljóts- dalshéraði og Borgarfirði eystri, hafa átt mikið og gott samstarf í áranna rás og nægir þar að nefna sjúkrahúsið, 1 97

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.