Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 17
SKIPULAGSMÁL Miðhalendið. Svæöisskipulag áriö 2015. Náttúruverndarsvæöi og önnur verndarsvæöi. f svæðisskipulagi miðhálendisins er gerð grein fyrir landnotkun og landnýtingu á svæðinu í heild og tengslum þess við láglendið. Hér er m.a. átt við þætti eins og samgöng- ur, orkuveitur, fjarskipti, byggingar- mál, náttúruvernd, ferðamál og hefðbundin landbúnaðarnot. Mörk miðhálendisins hafa í aðalatriðum verið skilgreind þannig að þau mið- ist við línu sem dregin er milli heimalanda og afrétta. Þótt svæðis- skipulag miðhálendis nái til þess svæðis sem er ofar byggð, þ.e. ofan heimalanda, verða tengsl svæðisins við láglendið skilgreind. Samvinnunefndin fjallaði ekki um eignarhald á miðhálendinu en hún lét hins vegar sig varða stjóm- sýslulega skiptingu svæðisins og mörk sveitarfélaga. Nefndin óskaði því eftir aðstoð og leiðbeiningum umhverfísráðherra um málsmeðferð og samráði við önnur ráðuneyti til þess að unnt verði að ná lögform- legri niðurstöðu um stjómsýslulega skiptingu miðhálendisins. Ráðherra varð við þeirri ósk og skipaði þriggja manna nefnd til að vera samvinnunefnd til aðstoðar við að móta tillögur um hvemig verði stað- ið að stjórnsýslulegri skiptingu. í nefndinni, sem hefur lokið störfum, áttu sæti fulltrúar frá umhverfis-, dómsmála- og félagsmálaráðuneyti. í núgildandi sveitarstjómarlögum er ákvæði um að byggðin í landinu skiptist í sveitarfélög. Af þessu mætti draga þá ályktun að óbyggðin eða hálendið skiptist ekki í sveitarfélög. Akveðið hefur verið að leggja fram frumvarp til breytinga á sveit- arstjórnarlögunum þannig að þar verði kveðið á um að landið skiptist í sveitarfélög og þ.m.t. jöklar því Ijóst þarf að vera hver fer með stjórnsýslu á svæðinu og þar með einnig framkvæmd svæðisskipu- lagsins og eftirlit með byggingar- framkvæmdum. Stefnumörkun Stefnumörkun í skipulagsmálum á miðhálendinu byggir á þeirri grundvallarhugmynd að deila mið- hálendinu upp í stórar samfelldar landslagsheildir og belti, eftir mann- virkjastigi og vemdargildi. Annars vegar em vemdarbelti og hins vegar mannvirkjabelti. Þannig er stuðlað að því að allri meiri háttar mannvirkjagerð verði haldið á af- mörkuðum beltum en hins vegar eru tekin frá sem stærst og samfelldust vemdarsvæði þar sem framkvæmd- um er haldið í lágmarki. Innan 207

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.