Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 33

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 33
FÉLAGSMÁL 75% á tímabilinu, en tæplega 80% þeirra eru heimili aldraðra. Málefni barna og ungmenna Island sker sig úr meðal ná- grannaþjóða og þótt víðar væri farið hvað varðar fjölda barna á heimil- um. Einn fjórði hluti þjóðarinnar er undir 15 ára aldri, sem er mun stærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Ennfremur er frjó- semi hér rneiri en í nokkru öðru landi í Evrópu eða 2,2 lifandi fædd böm á hverja konu. Þrátt fyrir þetta verja Islendingar hlutfallslega mun lægri fjárhæðum til barnafjöl- skyldna en nágrannaþjóðimar. I lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga eru félagsmálanefndunum falin viðamikil verkefni varðandi böm og ungmenni. Nefndunum ber, í samvinnu við foreldra og aðra sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsugæslu bama, að gæta vel- ferðar þeirra í hvívetna, m.a. eiga nefndimar að gæta þess að böm fái notið hollra og þroskavænlegra upp- eldisskilyrða. Félagsmálanefndimar veita ennfremur leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og annast rekstur gæsluvalla fyrir börn. Víða hefur verið töluverð gróska í bygg- ingu og þróun leikskóla hjá sveitar- félögunum og fjölgar börnum í yngri aldurshópunum stöðugt. Hins vegar er ekki litið á leikskólamál lögum samkvæmt sem lið í félags- þjónustunni heldur heyrir mála- flokkurinn undir menntamálaráðu- neytið. Viðfangsefni þessara greinar er hins vegar félagsþjónustan, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og verður ekki fjallað nánar um leikskólana hér. Tvær reglugerðarheimildir fylgja lögum um félagsþjónustu sveitarfé- laga, önnur um starfsemi leikvalla og hin um daggæslu bama í heima- húsum. Reglugerð um daggæslu bama í heimahúsum tók gildi á ár- inu 1992. Ari síðar gaf félagsmála- ráðuneytið út handbók til handa dagmæðmm og hefur hún að geyma námsskrá og námsefni sem kennt skal á námskeiðum fyrir dagmæður. Þetta er fyrsta samræmda námsefnið sem gefið hefur verið út á Islandi handa dagmæðrum. Leyfi til dag- gæslu barna í heimahúsum fá ein- göngu þær dagmæður sem hafa sótt tilskilin námskeið. Samtals vom 2.463 böm hjá dag- mæðrum árið 1987, en 2.171 árið 1995. A þessu tímabili hefur yngstu börnunum fjölgað stöðugt en eldri bömum fækkað verulega, einkum í hópnum 6 til 10 ára, en hafa ber í huga að sárafá leikskólatilboð eru fyrir yngsta hópinn. Yfir 40% yngstu bamanna eru í vistun 7 til 8 klst. á dag og um þriðjungur 3 til 5 ára bama. Víða um landið hafa leik- skólar verið byggðir á þessu tíma- bili og eldri bömunum boðist bæði leikskóladvöl og heilsdagsdvöl í skóla, enda hefur dagmæðrum fækkað reglubundið frá og með ár- inu 1992. Yngstu bömin dvelja eftir sem áður hjá dagmömmum enda lýkur fæðingarorlofi hjá flestum for- eldrum þegar bömin em 5 til 6 mán- aða sem er löngu fyrr en leikskól- amir geta tekið við þeim. Hér verður ekki fjallað um þau verkefni félagsmálanefndanna, sem þær sinna skv. lögum um vernd bama og ungmenna, en eins og áður er fram komið fer um þriðjungur þeirra með þau verkefni. Þjónusta við aldraða Sveitarstjómir bera ábyrgð á því að félagsþjónusta fyrir aldraða sé fyrir hendi og er áhersla lögð á að aldraðir geti búið við eðlilegt heim- ilislíf svo lengi sem verða má. I þessu felst að fyrir hendi sé hentugt húsnæði, félagsleg heimaþjónusta, heimsending matar og aðgangur að félags- og tómstundastarfi. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og að- stoð samkvæmt lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga, en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sér- lögum um málefni aldraðra og heyr- ir málaflokkurinn undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Þjónusta við fatlaða Hafa ber í huga að fatlaðir eiga eins og aðrir rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga, þar með er talin félagsþjónusta sveitar- félaga. Félagsmálanefndum ber því að tryggja fötluðum sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra íbúa og að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins. Reynist þjónustuþörf hins fatlaða meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu á hinn fatlaði rétt á þjón- ustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Nú hefur verið ákveðið að sveit- arfélögin taki við málefnum fatlaðra á árinu 1999 og hún þá samtvinnuð annarri félagsþjónustu. Húsnæðismál Öruggt húsnæði getur skipt sköp- 4. tafla. Dagvistir barna á einkaheimilum 1987-1995 hjá sveitarfélögum með 400 íbúa eða fleiri Fjöldi barna í hlutfalli af aldursflokki 0-2 ára 3-5 ára 6-10 ára 0-2 3-5 6-10 Fjöldi dagmæöra 1987 1.436 664 363 12,0 5,2 1,7 1989 1.318 474 320 9,9 4,0 1,5 661 1991 1.528 541 285 11,1 4,3 1,4 779 1993 1.495 476 234 10,8 3,4 0,7 596 1994 1.521 423 127 11,4 3,1 0,6 526 1995 1.800 352 19 13,8 2,5 0,1 481 Sveitarsjóöareikningar 1992, 1993, 1994 og 1995. 223
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.