Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 52
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfiindur Eyþings á Dalvík 5. og 6. júní 1997 Hjalti Jóhannesson fi-amkvtemdastjóri Aðalfundur Eyþings 1997 var haldinn dagana 5. og 6. júní í fé- lagsheinrilinu Víkurröst á Dalvík. Þetta er jafnframt fimmti aðalfundur samtakanna og sá fyrsti sem ekki er haldinn um mánaðamótin ágúst- september. Aðalmálefni fundarins, utan venjubundinna aðalfundar- starfa, voru umhverfismál. Fundarstjórar voru þeir Guðbjöm Amgrímsson, bæjarfulltrúi á Olafs- firði, og Gunnar Jónsson, sveitar- stjóri í Hrísey. Skýrsla stjórnar Einar Njálsson formaður flutti skýrslu stjómar og kom m.a. fram í máli hans að samtökin hefðu leitt óformlegt samstarf landshlutasam- takanna á árinu og greindi hann frá helstu málum á þeim vettvangi. Hann gerði m.a. að umræðuefni skólaþjónustu en slík þjónusta hefur verið rekin í tengslum við samtökin í eitt ár og verður það fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta aðalfund. Þá gerði hann grein fyrir því að hann myndi láta af formennsku í samtökunum á þessum fundi að ósk nýs meirihluta í bæjarstjórn Húsa- víkur og þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf á þeim fimm árum sem hann hefði verið formað- ur þeirra. Skólaþjónusta Asta Sigurðardóttir, formaður skólaráðs Eyþings, flutti skýrslu skólaráðsins en það er stjómamefnd Skólaþjónustu Eyþings. Hún gerði grein fyrir starfseminni á fyrsta ári hennar og helstu verkefnum sem skólaráðið hefur fundað um en þar má nefna skipulag á þjónustu við fötluð börn á leikskólaaldri, fjár- hagsáætlanir og ráðningu á sálfræð- ingum til starfa við þjónustuna. For- stöðumaður skólaþjónustunnar, Jón Baldvin Hannesson, gerði þá og grein fyrir einstökum þáttum í starf- semi þjónustunnar. Samþykkt var á fundinum tillaga skólaráðs um að stjórnin skipaði starfshóp vegna endurskoðunar á stofnsamningi Skólaþjónustu Ey- þings á aðalfundi 1998. Ávörp Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður ávarpaði fundinn fyrir hönd þingmanna kjördæmisins, Valgarð- ur Hilmarsson, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, flutti ávarp, svo og Sveinbjörn Markús Njálsson, formaður Banda- lags kennara á Norðurlandi eystra. Ályktanir Aðalfundurinn gerði ályktanir um eftirfarandi málefni: Framtíð byggðar í Grímsey Fundurinn gerði svofellda ályktun um framtíð byggðar í Grímsey: Samfélag eins og það sem dafnar í Grímsey á sér ekki landfræðilega hliðstæðu á íslandi. Þess vegna er byggðin þar íslenskri þjóðarheild Félagsheimiliö Víkurröst á Dalvík þar sem aöalfundurinn var haldlnn. Séö yfir fundarsalinn í Víkurröst. Hjalti Jóhannesson tók mynd- irnar frá fundinum. 242

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.