Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 58
STJÓRNSÝSLA þau hafa mörg hver komið sér í slæma stöðu vegna þess að þau sníða sér alls ekki stakk eftir vexti í þjónustu- framboði sínu. Við það hefur orðið til vandi sem engir aðrir en sveitarstjórnarmennirnir sjálfir geta leyst. Ábyrgðin er þeirra og er hún falin þeim af kjósendum. Sveitarfélög senr illa eru stödd fjárhagslega geta ekki fundið einfaldar lausnir né flúið vandann á nokkum hátt. Lausnimar em margþættar og misjafnar eftir aðstæðum á hverjum stað, þó svo að rnargt sé sameiginlegt hjá þeim sem eiga við fjárhagsvanda að etja, hvort sem í hlut eiga einstaklingar, félög, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkissjóður. Að fela félagasaintökum verkefni til framkvæmdar fyrir sveitarfélög er sjálfsagt mál að mínu mati ef að- stæður leyfa. Slíkt firrir þó sveitarfélögin ekki ábyrgð. Því tel ég að í samningum um slikt, hvort sem þeir eru kallaðir þjónustusamningar eða rekstrarsamningar, þurfi verkefnin að vera vel skilgreind og fjárhagslega ábyrgð- in verður að vera skýr. Eignamyndun félagasamtaka sem hugsanlega kann að verða til við slíka samninga þarf að skilgreina og ljóst þarf að vera hverjir hinir raun- verulegu eigendur þeirra eigna eru, hvemig beri að ráð- stafa þeim eða að skipta upp verði viðkomandi félag lagt niður. Einnig þarf ábyrgð á skuldbindingum þessara félaga að vera skýr. Ég rninni á spuminguna um hverjir eigi kaupfélögin og spyr hverjir eigi Búseta. VI. íþróttafélögin Þegar rætt er um samskipti félagasamtaka og sveitar- félaga koma íþróttafélögin efst í hugann. Þau sinna mik- ilvægum þætti sem samkvæmt lögum er að vissu leyti hluti af verkefnuin sveitarfélaga. Sveitarfélögin útvega í flestum tilvikum íþróttamannvirkin og gerðir hafa verið rekstrarsamningar við mörg íþróttafélög um þau. í mörgum tilvikum hafa íþróttafélögin lagt til vinnu og fjármagn á móti sveitarfélögunum við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fjárhagur íþróttafélaganna er sjálf- stæður að því leyti að sveitarfélögin hafa ekki bein af- skipti af ráðstöfun fjármuna þeirra. Þetta á við ef vel er á fjármálum haldið hjá íþróttafélögunum. Á hinn bóginn er leitað til sveitarfélaganna ef illa gengur. Þannig eru sveitarfélögin nokkurs konar ábyrgðaraðili þessara fé- laga þó svo þau hafi lítið um það að segja hvemig hin eiginlega fjármálaumsýsla félaganna er. Sveitarfélögin geta lent í því að standa við skuldbindingar sem til hefur verið stofnað af hálfu félaga á þann hátt að engar líkur eru á að sveitarfélögin sjálf hefðu tekið slíkar ákvarðanir. Ég vil þó í lokin undirstrika þá skoðun mína að sveit- arfélögin eigi að setja skilyrði í samningum sínum við fé- lagasamtök um að stjómunar- og bókhaldsmál þeirra séu í fullkomnu lagi, skattskil séu rétt og ábyrgð og eignarað- ild sé skýr. Ef þessir þættir em í góðu horfi er sjálfsagt að mínu mati að gera samninga við félagasamtök um fram- kvæmd verkefna fyrir sveitarfélögin telji menn að þannig náist fram sem best nýting fjármagnsins. VII. Verkefni á Selfossi Að síðustu langar mig að telja upp nokkur verkefni sem við á Selfossi höfum samið við íélagasamtök um að framkvæma með góðum árangri: Ungmennafélag Selfoss sér um rekstur íþróttavalla- svæðisins og annast félagið ákveðna uppbyggingu mannvirkja þar, auk þess sem það annast framkvæmd 17. júní- og þrettándahátíðarhalda. Handboltamenn reka annað íþróttahúsið á staðnum og mála einnig ljósastaura fyrir Selfossveitur bs., knattspyrnumenn annast gang- stéttagerð fyrir bæjarfélagið, sundmenn halda bænum hreinum um helgar, körfuboltamenn viðhalda körfu- boltasvæðum, björgunarsveitarmenn annast gæslu hús- eigna, Félag eldri borgara sér um rekstur þjónustumið- stöðvar í fjölbýlishúsi fyrir aldraða auk þess sem félög taka að sér ýmis tilfallandi verkefni fyrir bæjarfélagið. Einhverjum þykir e.t.v. þessi upptalning léttvæg mið- að við þá möguleika sem hægt er að nýta sér á því sviði að fela félagasamtökum verkefni. I þessu sambandi verður þó að hafa í huga að verkefni þessi eru öll þess eðlis að einstaklingar og fyrirtæki á samkeppnismarkaði gætu vel sinnt þeim. Engu að síður tel ég þetta ágæta stöðu og veit að menn munu almennt áfram þróa þetta form við framkvæmd verkefna sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Greinin er samhljóÖa erindi sem höfundnr flutti á málþingi Búseta 5. júní sl. undir yfirskriftinni „Ný öld, ný hugsun, ný verkaskipting “. BÆKUR OG RIT Úrskurðir og álit félagsmálaráðuneytis- ins 1996 Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út ritið Urskurðir og álit félagsmálaráðuneytisins í sveitarstjórnarmálum 1996. Ritið er hið sjötta í röð samnefndra bóka sem ráðuneytið gefur út á grundvelli 119. greinar sveitar- stjómarlaganna frá 1986 þar sem segir að ráðuneytið skuli árlega gefa út úrskurði sína í sveitarstjómarmálum. Ritið hefur að geyma úrskurði og álit ráðuneytisins í sveitarstjómarmálum á árinu 1996 eins og titill bókar- innar segir til um. Það er byggt upp eins og hin fyrri rit. Fremst er efnisskrá, síðan lagaskrá þar sem bent er á hvaða greinar sveitarstjómarlaganna hinir einstöku úr- skurðir eigi við. Loks er skrá um önnur lög sem vitnað er til. Úrskurðimir em 41 að tölu og er ritið 178 bls. að stærð. Það fæst í félagsmálaráðuneytinu og á skrifstofu sambandsins og kostar 1.800 krónur eintakið. Eldri hlið- stæð rit með úrskurðum ráðuneytisins fást einnig í ráðu- neytinu og á skrifstofu sambandsins. 248

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.