Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 66
RAÐSTEFNUR Ráðstefna á Akureyri um konur og sveitarstjórnar- mál Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar og Jafnréttisráð halda ráðstefnu um konur og sveitarstjómarmál laugar- daginn 27. september. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri og stendur frá kl. 9.30 árdegis til kl. 16 síðdegis. Ráðstefnan hefst á dagskrárlið er nefnist „Sterkari saman“ og er í um- sjá samstarfshóps sem Jafnréttisráð og fulltrúar þingflokkanna hafa komið á fót til að hvetja konur til þátttöku í komandi sveitarstjómar- kosningum. Meðan á hádegisverði stendur flytur Unnur Karlsdóttir sagnfræð- ingur erindi um Kvennaframboðið á Akureyri 1982 til 1986 og nefnir það Tímabundin aðgerð eða upp- gjöf? Hörkupúl - en þrælgaman! Um kosti og galla þess að vera í sveitar- stjómarmálum, gátlisti og veganesti, nefnist þáttur eftir hádegið. Umsjón með þeim dagskrárlið hafa Drífa Hjartardóttir, varaoddviti Rangár- vallahrepps, Ingunn St. Svavarsdótt- ir, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, og Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri. Loks flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri erindi sem hún nefnir Með femínisma að leið- arljósi! Menntasmiðja kvenna á Akureyri verður heimsótt að ráðstefnu lok- inni. Ráðstefnugjald er 1500 krónur. Innifalið í því er máltíð, kaffi og ráðstefnugögn. Skráning þátttöku er hjá ritara jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar í síma 460 1409 milli kl. 8 og 11 virka daga. NÁMSKEIÐ Námskeið á Akureyri um konur og sveitarstjórnar- mál Konur og sveitarstjómarmál nefn- ist námskeið sem Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar efnir til í Mennta- smiðju kvenna á Akureyri frá 1. október til 19. nóvember nk. Það hefst 1. október, stendur allan laug- ardaginn 4. október en er að öðru leyti haldið á miðvikudagskvöldum millikl. 18.30 og 21.30. Námskeiðið er ætlað konum sem hafa áhuga á stjómmálum og ætla að láta til sín taka í næstu sveitar- stjómarkosningum, segir í kynningu á því. Meðal efnisþátta er stjórn- sýsla sveitarfélaga, lög og reglugerðir, nefndir og nefndastörf, að lesa úr fjárhagsáætlun og árs- reikningi sveitarfélags, upplýsinga- öflun, tjáskipti, fundarsköp og ræðumennska, framsögn og radd- beiting, framkoma í ræðustóli og í fjölmiðlum, greinaskrif og sam- skipti við fjölmiðla. Námskeiðsgjald er 8.000 krónur. Skráning er hjá ritara jafnréttis- fulltrúa Akureyrarbæjar í síma 460 1409. ÍDAGN0TA75 SVEITARFÉLÖG OG 45 SJDKRAHOS H-LAUN MEÐ GÓÐDM ÁRANGRI! VILTU SLASTIHOPINN ? H-Laun LÁUNAKERFl _ ;i STARFSMANNAKERFI" ^ ÚRVINNSLU OG ÁÆTLANAKERFl jr TÓLVUIilrÐLUn Tölvumiðlun ehf • Grenásvegi 8*128 Reykjavík Sími: 568-8882 • Fax: 553-9666 • www.tm.is • tm@tm.is S6 ^4 ' V' Llí.1. l ( 8? f Lf i-n 256

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.