Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 1
 „Það er ekki vantraust milli Alþingis og Rík- isendurskoðunar fyrr en Alþingi lýsir því yfir að svo sé. Enginn þingmaður eða þingmenn, jafn- vel þótt þeir gegni mikilvægu hlutverki í eft- irliti þingsins með framkvæmda- valdinu, getur talað fyrir Alþingi í þessum efnum,“ segir Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, forseti Al- þingis, í tilefni af nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárhags- og mannauðskerfið Orra. Nokkrir þingmenn hafa gagn- rýnt ríkisendurskoðanda harðlega vegna skýrslugerðarinnar. »14 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Aðeins Alþingis að lýsa yfir vantrausti M I Ð V I K U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  255. tölublað  100. árgangur  www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð í dag frá kl. 11.00 til 18.00. Loka dagurinn. Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 ÞROSKAÐRA VERK OG RÖKRÉTT FRAMHALD ROKK AF GAMLA SKÓLANUM TOLLI OG ÓÐURINN TIL FRIÐAR OG FEGURÐAR THEE ATTACKS 40 30 ÁR FRÁ FYRSTU SÝNINGUNNI 10ÖNNUR BREIÐSKÍFA BORKO 41 Slökkviliðsmenn í New York þurftu að fást við a.m.k. 23 elds- voða eftir að fellibylurinn Sandy hóf að herja á borgina af fullum krafti í fyrrinótt. Mesta tjónið varð í Breezy-Point í Queens-hverfi borgarinnar en þar urðu um 80 heimili eldi að bráð. Meira en 190 slökkviliðsmenn börðust við eldinn en hinn gríðarlegi vindstyrkur Sandy varð til þess að logarnir bárust hratt á milli húsa og við lítið varð ráðið. Sjór hafði víða flætt um götur hverfisins og því urðu slökkviliðsmenn stundum að fara á milli húsa í bátum. Í einu tilviki björguðu þeir 25 manns sem komust ekki út úr brennandi fjölbýlishúsi með því að flytja fólkið þaðan á bát. Á myndinni sjást íbúar í hverfinu í rústum húsa sem sum brunnu algjörlega til grunna. Eftir eldhafið blasti eyðileggingin við íbúunum AFP  Þrátt fyrir endurskipulagningu skulda eru mörg fyrirtæki í „brot- hættri stöðu“. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningar- deildar Íslandsbanka, sem telur heimilin einnig í viðkvæmri stöðu. Tæplega 800 fyrirtæki urðu gjaldþrota á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Það er yfir meðalári. »12 Mörg fyrirtæki í „brothættri stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir og nokkurra er enn saknað eftir að felli- bylurinn Sandy gekk á land á austur- strönd Bandaríkjanna aðfaranótt þriðjudags. Fárviðrið olli gríðarlegu tjóni í New York, New Jersey og víð- ar og sagði ríkisstjóri New York-ríkis að ekki væri of sterkt til orða tekið að nota orð á borð við „hamfarir“ eða „sögulegur“ um fellibylinn. Sjávarborð við austurströndina hækkaði um meira en fjóra metra og flæddi sjór niður í neðanjarðarlestar- kerfi New York-borgar og yfir stóra hluta neðri Manhattan. Þremur kjarnorkuverum var lokað í varúðar- skyni, tveimur í New York og einu í New Jersey. Alls voru 8,5 milljónir manna án rafmagns í 15 ríkjum í gær og voru 7.400 heimavarnarliðar kallaðir út til að aðstoða við björgunarstörf í 11 ríkjum. Flóð og vindar voru ekki eina hættan sem steðjaði að fólki en í Vest- ur-Virginíu sló stórhríð út rafmagn, þar snjóaði mikið og vindurinn reif upp tré. Í Norður-Karólínu var neyð- arástandi lýst yfir í 24 sýslum vegna ofankomunnar. „Stormurinn er enn ekki genginn yfir,“ sagði Barack Obama Banda- ríkjaforseti þegar hann heimsótti höf- uðstöðvar Rauða krossins í Wash- ington í gær en sérfræðingar vöruðu við því að áfram myndi flæða með- fram þéttbyggðri strandlengjunni. MHamfarirnar »2, 18, 19 og 20 Tugir látnir og New York lömuð  Fellibylurinn Sandy veldur gríðarlegu tjóni  Ekki búið AFP Hjálp Margir urðu að yfirgefa heim- ili sín vegna flóða í New Jersey. 40 manns a.m.k. hafa týnt lífi vegna hamfaranna á austurströnd Bandaríkjanna. 8,5 milljónir heimila eru án rafmagns. Þar búa um 7% bandarísku þjóðarinnar. 20 milljarðar Bandaríkjadala er eignatjónið sem Sandy er talinn hafa valdið. Það jafngildir 2.500 milljörðum króna. ‹ SLÓÐ EYÐILEGGINGAR › »  Um 370 manns munu búa á Bygg- garðasvæðinu miðað við deiliskipu- lagstillögu sem bæjarstjórn Sel- tjarnarness hefur samþykkt til auglýsingar. Þar með mun Seltirn- ingum, sem eru um 4.300 nú, fjölga um 8,5%. Einnig á að reisa fjölbýlishús með 33 íbúðum á Hrólfsskálamel og ef gert er ráð fyrir að yfirleitt séu a.m.k. tveir í hverri íbúð mun Sel- tirningum fjölga um 10% þegar flutt hefur verið inn í húsin. »6 Seltirningum mun fjölga um 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.