Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Kex Hostel og Reykjavík Rocks munu bjóða upp á leiðsögn um tón- listarsögu Íslands og Reykjavíkur á meðan á Iceland Airwaves stendur. Haldið verður í rútuferðir frá Kex Hosteli og geta áhugasamir pantað sér ferð á vef Reykjavík Rocks: reykjavikrocks.bigcartel.com/ product/kex-rocks-tour. Ferðin endar á sama stað og hún hófst, á Kex Hosteli þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Leið- sögumaður í ferðunum er Jón Atli Jónasson, leikskáld með meiru, en það var poppspekingurinn dr. Gunni sem aðstoðaði hann við sam- setningu ferðarinnar. Í fyrra var gefið út kynningarritið Reykjavík Rocks en í því er ljósi varpað á Reykjavík nútímans af höfundum á borð við Hallgrím Helgason, Örn Úlfar Sævarsson og Jón Atla. Jón Gnarr, skrifaði leiðara. Morgunblaðið/Styrmir Kári Rokk Jón Atli veitir leiðsögn um tón- listarsögu Íslands og Reykjavíkur. Tónlistarsagan rakin í rútuferð Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi plata er rökrétt framhald af fyrstu plötunni minni, Celebrating life. Hún er þroskaðra verk og ég vissi mun betur hvað ég vildi fá út úr þessari plöt. Kannski má segja að tónninn sé fundinn, en á fyrstu plötunni minni var ég meira leit- andi,“ segir Björn Kristjánsson um aðra breiðskífu sína, Born to be free, sem hann nýverið sendi frá sér. Á plötunni eru níu frumsamin lög eftir Björn eða Borko eins og listamaðurinn kýs að kalla sig. Hann á jafnframt flesta textana, en Örvar Þóreyjarson Smárason á tvo texta. Berskjaldaður með eigin texta Spurður hvernig lögin komi til hans segir Borko allur gangur á því. „Sum lögin verða til með gítar eða píanó við hönd, en taka ekki á sig endanlega mynd fyrr en maður fer að útsetja í stúdíóinu. Meðan önnur lög verða aðallega til í tölvunni, en þá verður lagið og útsetningin til um leið,“ segir Borko og bætir við: „Fyrri platan mín var í grunninum unnin sem raftónlistarplata og síðan fór ég að prófa að spila með hljóm- sveit sem kom þá eins og eftir á skraut ofan á grunninn. Meðan þessi plata er unnin meira eins og hefðbundin hljómsveitarplata með rafflúri. Ólíkt fyrri plötunni eru öll lögin á nýju plötunni sungin.“ Lögin á plötunni eru öll sungin á ensku og leikur blaðamanni forvitni á að vita hvers vegna. „Ég hef alltaf sungið á ensku, en það var ekki meðvituð ákvörðun. Um daginn var ég að syngja lögin af plötunni á tón- leikum þar sem ég var bara einn með kassagítar og þá fannst ég allt í einu vera svolítið gervilegur að vera að syngja fyrir tónleikagesti á ensku. Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér hvers vegna ég syng alltaf á ensku. Ég held að ástæðan sé sú að mér finnst textarnir svo persónu- legir, en maður verður ofboðslega berskjaldaður þegar maður er að syngja sína eigin texta. Ætli maður nái ekki frekar að fela sig á bak við enska tungu og búa þannig til ein- hverja fjarlægð.“ Borko kemur fram á Iceland Airwaves en hann leikur á Reykja- vík Restaurant á föstudaginn kl. 14, sama dag á Þýska barnum kl. 21.40 og á Kex Hosteli á laugardaginn kl. 17. Mögnuð orka í borginni Aðspurður segist Borko vera orð- inn fastagestur á Iceland Airwaves. „Ég hef spilað á hátíðinni árlega síðan 2004. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér Airwaves án þess að vera að spila. Það er eitthvað sér- stakt við þessa helgi. Það er svo mögnuð orka í gangi í borginni,“ segir Borko og tekur fram að hann hafi ekki ætlað sér að koma fram fyrir tveimur árum. „Þá voru tvö ár frá útgáfu plötunnar og ekkert nýtt efni búið að taka á sig mynd. Svo þegar leið að hátíðinni fékk ég skrýtna tilfinningu af því að ég var ekki með og hringdi í skipuleggj- endur hátíðarinnar og náði að troða mér inn daginn áður en dagskráin var gefin út,“ segir Borko. Aðspurður segist hann gera ráð fyrir að leika einvörðungu efni af nýju plötunni á komandi tónleikum. „Enda hefur maður svo stuttan tíma. Við höfum hálftíma og þar sem ég kann ekki að gera stutt lög þá náum við sennilega ekki að spila nema fimm til sex lög á þeim tíma,“ segir Borko og heldur áfram til út- skýringar: „Stysta lagið á plötunni er 3,5 mínúta og það lengsta 7,5 mínúta. Maður fer ekki með það í Eurovision,“ segir Borko að lokum og hlær. Rökrétt framhald  Borko sendir frá sér aðra breiðskífu sína, Born to be free  Getur ekki ímyndað sér Airwaves án þess að spila Leit „Kannski má segja að tóninn sé fundinn, en á fyrstu plötunni minni var ég meira leitandi,“ segir Björn Krist- jánsson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Borko. Eins og sjá má er hann býsna rafmagnaður. Frjáls Umslag plötunnar nýju. myspace.com/borkoborko ÁLFABAKKA 16 7 L L L 12 VIP 16 16 16 7 EGILSHÖLL 12 12 L 16 16 Meryl Streep og Tommy Lee Jones eru frábær í þessari rómantísku gamanmynd Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:10 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTAKL. 6 - 8 - 10 END OF WATCH KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 10 SAVAGES KL. 8 FINDING NEMO ÍSL.TALI KL. 5:50 THE CAMPAIGN KL. 8 LAWLESS KL. 10:40 BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 L 12 16 KEFLAVÍK SKYFALL KL. 8 - 11 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 AKUREYRI 7 L L 16 16 16 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSL TEXTAKL.6 LAWLESS KL. 8 LOOPER KL. 10:20 BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 Entertainment Weekly BoxOffice.com 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST FRÁ LEIKSTJÓRANUM TIM BURTON 12 16 16 7 KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI SKYFALL NÚMERUÐ SÆTI KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10 - 11 OTHELLO (ÓPERA ENDURFLUTT) KL. 6 L 12 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:20 - 11 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTA KL. 6 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 8 LAWLESS KL. 10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á -FBL -FRÉTTATÍMINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.