Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Ráðstefna um gæðakerfi íslenskra háskóla Gæðaráð íslenskra háskóla stendur fyrir ráðstefnu um gæðakerfi íslenskra háskóla og ræðir um reynslu síðasta árs af nýju gæðaeftirliti með háskólastarfsemi. Einnig verður fjallað um nýjustu úttekt ráðsins á gæðum náms við Háskólann í Reykjavík. Dagskrá 13:00 Setning 13:10 Norman Sharp, formaður gæðaráðs 13:25 Frank Quinault, formaður úttektarhóps 14:00 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 14:20 Lilja Dögg Jónsdóttir, fulltrúi nemenda í úttektarhópi 14:40 Kaffihlé 15:00 Almennar umræður 16:00 Ráðstefnulok Fundarstjóri er Einar Hreinsson Ráðstefnan fer fram á ensku Allir velkomnir Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Föstudaginn 2. nóvember kl 13:00-16:00 Háskólanum í Reykjavík, stofu M103 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Gildi lífeyrissjóður var á meðal þeirra sem sendu fulltrúa sinn til að sækja aðalfund Eimskips 2010 þar sem kaupréttaráætlun félagsins var samþykkt, að því er heimildir Morg- unblaðsins herma. Fram hefur kom- ið í yfirlýsingu frá stjórn Eimskipa- félags Íslands að á þeim fundi hafi fulltrúar hluthafa félagsins, meðal annars nokkurra lífeyrissjóða, sam- þykkt kaupréttaráætlun Eimskips án athugasemda. Stjórn Gildis, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, tók þá ákvörðun, nokkrum dögum áður en hlutafjárútboð Eimskips hófst, að taka ekki þátt í útboðinu vegna kauprétta sem var úthlutað til sex lykilstjórnenda Eimskips á árunum 2010 til 2012. Auk Gildis tóku lífeyr- issjóðirnir Festi og LSR ekki þátt í útboði Eimskips fyrir fagfjárfesta. Ástæðan var annars vegar óánægja með kaupréttarsamningana og hins vegar hátt gengi í útboðinu. LSR og Gildi fengu send gögn Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að „allir hluthafar Eimskips, þar á meðal lífeyrissjóð- irnir LSR og Gildi, hafi fengið send gögn með lögbundnum fyrirvara um þær tillögur sem leggja átti fram á aðalfundi Eimskips“, í maí 2010. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Heiðrún Jónsdóttir, þá- verandi framkvæmdastjóri lögfræði- sviðs Eimskips, ennfremur ritari á fyrrnefndum aðalfundi félagsins 2010, en hún var á sama tíma í stjórn Gildis. Heiðrún, sem lét nýverið af störfum fyrir Eimskip, sat þó ekki þann fund á vegum lífeyrissjóðsins, heldur aðeins sem starfsmaður Eim- skips. Hún er í dag varaformaður í stjórn Gildis lífeyrissjóðs. Eftir að fyrsta áfanga að skrán- ingu Eimskips lauk á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem fagfjárfestar keyptu 20% hlut í félaginu fyrir 8,3 milljarða króna, var sagt frá því í til- kynningu frá stjórn Eimskips að lyk- ilstjórnendur félagsins hefðu ákveð- ið að falla frá öllum kaupréttum. Þurftu að bíða í þrjú ár Á tímabilinu 2010 til 2012 var lyk- ilstjórnendum Eimskips veittur kaupréttur að samtals 4,4% hlut í fé- laginu. Sá kaupréttur sem þeir fengu úthlutaðan á árunum 2010 og 2011, samtals átta milljónir hluta, var á genginu 132,75 krónur á hlut. Sé horft til þess að útboðsgengi Eim- skips í liðinni viku var 208 krónur er markaðsvirði þessa hlutar ríflega 1,6 milljarðar króna. Stjórnendurnir hefðu hins vegar getað keypt þennan sama hlut fyrir ríflega milljarð króna á árunum 2013 og 2014. Í gær hófst almennt útboð Eim- skips þar sem boðnir eru til sölu tíu milljón hlutir í félaginu sem sam- svarar 5% af heildarhlutafé. Verði umframeftirspurn mun Eimskip aft- ur á móti stækka útboðið um sex milljón hluti, eða sem nemur allt að 8% af útgefnum hlutum. Fulltrúi Gildis samþykkti kauprétti stjórnenda Eimskips  Sótti aðalfund félagsins 2010  Ritari Eimskips á fundinum sat í stjórn Gildis Eimskip Sex stjórnendur félagsins féllu frá kaupréttum sínum í síðustu viku. Fulltrúar alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækisins McKinsey & Company kynntu á blaðamannafundi í gær viðamikla úttekt á hagvaxtarmögu- leikum Íslands. „Verkefnið var upphaflega kynnt í ræðu Hreggviðs Jónssonar, for- manns Viðskiptaráðs á Viðskipta- þingi í febrúar síðastliðnum þar sem gerð var grein fyrir því að McKinsey myndi ráðast í þessa úttekt … Út- tekt McKinsey er í grófum dráttum þrískipt. Í fyrsta lagi er farið ítar- lega yfir helstu áskoranir íslensks efnahagslífs nú. Í öðru lagi eru drif- kraftar hagkerfisins skoðaðir og dregið fram hvar helstu þröskuldar í vegi hagvaxtar liggja. Að lokum eru helstu hlutar í hagvaxtaráætlun Ís- lands dregnir saman ásamt tillögum að því hvernig megi hátta innleið- ingu þeirra. Úttektin hefur að geyma margvíslegar gagnlegar og þarfar ábendingar um hvað betur megi fara í ranni atvinnulífs, stjórn- sýslu og í hagkerfinu í heild,“ segir í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands. Helstu niðurstöður úttektar McKinsey eru að Ísland hafi fallið niður lista efnuðustu landa heims, mælt í landsframleiðslu á mann, og helsta áskorunin nú sé að endur- heimta vaxtarmöguleika í krefjandi umhverfi. Mc Kinsey segir að þröskuldar á þeirri vegferð séu fjölmargir en þar megi helst nefna hættuna á að aftur stefni í viðvarandi viðskiptahalla samfara aukinni neyslu á meðan fjárfesting standi í stað. Þetta myndi leiða til þess að landið festist í víta- hring gjaldeyrishafta, hás fjár- magnskostnaðar, lágs fjárfestingar- stigs og lítils hagvaxtar. Hárri landsframleiðslu á mann sé að verulegu leyti haldið uppi af mik- illi atvinnuþátttöku og löngum vinnutíma en þetta óvenju háa fram- lag vinnuafls skyggir á framleiðni- vandamál sem sé í flestum greinum atvinnulífsins. Mikilvægt sé að hags- munaaðilar komist að samkomulagi um vaxtarstefnu fyrir Ísland og að- gerðir sem stuðli að því að stefnan nái fram að ganga. Framleiðni lág í flestum greinum  McKinsey kynnir skýrslu um Ísland Morgunblaðið/Styrmir McKinsey Klemens Hjartar hjá McKinsey kynnti m.a. skýrsluna. ● Tveir háttsettir stjórnendur hjá Apple, þeir Scott Forstall, yfirmaður iOS kerfisins og John Browett yfirmað- ur verslana, voru í fyrradag látnir taka pokann sinn, en engin skýring var gefin á brotthvarfi þeirra. Talið er víst að rekja megi uppsagnirnar til vandræða- gangs í starfsmannamálum Apple versl- ananna og við innleiðingu kortakerfis Apple, en það var tekið í notkun á sím- um og spjaldtölvum, en svo fljótlega tekið út aftur vegna kvartana. Þetta kom fram í frétt The New York Times. Forstall kom til fyrirtækisins árið 1997 með Steve Jobs frá Next. Reknir frá Apple ● WOW air tók í fyrradag á móti nýrri Airbus A320-vél árgerð 2011 og fór hún með farþega WOW air frá London til Ís- lands í fyrrakvöld. Þetta er fyrsta vélin af fjórum nýlegum Airbus A320-vélum sem WOW air mun taka í gagnið fyrir næsta vor. Nýju Airbus A320-vélarnar eru mun sparneytnari en eldri vélar fé- lagsins og jafnframt menga þær minna, samkvæmt tilkynningu frá WOW air. Ný A320-vél til WOW air Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./, ,/0 +,1.2+ ,,./0- ,,./1- +2./3 +41./5 +.32-2 +23.4+ +10.0- +,-.4, ,/0.3 +,-.,5 ,,.++, ,,.+4, +2.+/1 +41.01 +.1/,1 +23.52 +10.24 ,,-.,/4 +,-.1, ,/3 +,-.13 ,,.+-- ,,.+2- +2.+1, +41.50 +.1/-4 +21.0- +13.42 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Eimskip stefnir að því að greiða hluthöfum um 10-30% af hagnaði fé- lagsins í arð á ári hverju, en gert er ráð fyrir að Eimskip verði skráð á hlutabréfamarkað hinn 16. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í máli Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, á fræðslufundi VÍB, eign- astýringarþjónustu Íslandsbanka í gær. Að sögn Gylfa eru mikil tækifæri til vaxtar, ekki síst á Norður- Atlantshafinu, án þess þó að Eimskip þurfi sérstaklega að ráðast í frekari fjárfestingar. Í kjölfar fjárhags- og rekstrarlegrar endurskipulagningar hefur félagið einblínt á að fjárfesta í innviðum og greiða niður skuldir. Gylfi benti ennfremur á að magn inn- og útflutnings til og frá Íslandi, í gegnum Sundahöfn, hefur ekki verið minna frá árinu 1996. Greiða 10-30% af hagnaði í arð GYLFI SEGIR TÆKIFÆRI TIL VAXTAR ÁN MEIRI FJÁRFESTINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.