Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er eitt og annað sem þú hefur látið sitja á hakanum að undanförnu. Það er orðið tímabært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi ekki haft samband við þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er í góðu lagi að leyfa sér að njóta velgengni og enginn hroki í því. Stundum átt þú til að setja reglur um ástina, án þess að gera þér grein fyrir því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sameign kallar enn einu sinni á samningaviðræður við maka eða vini. Mundu samt að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samstarfsmenn þínir munu koma auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra. Ef þú situr á reiðinni án ástæðu, er kominn tími til að spyrja sig hvað tilgangi hún þjóni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður við maka og nána vini eru erfiðar núna, ekki síst ef umræðuefnið er peningar. Þú getur þakkað sjálfum þér fyrir hluta af þeirri gæfu er hendir þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið erfitt að eiga við and- stæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Best væri að tryggja að sem minnst fari fyrir hlutunum og mundu að síg- andi lukka er best. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til þess að láta sér leiðast. Hvernig væri að halda látlaust boð fyrir vini sem þú hefur ekki hitt nýlega? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það vera að flýta þér því það býður hættunni heim og þú skilar verri vinnu fyrir vikið. Listrænn árangur næst með aga og hollustu og þú hefur hvort tveggja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Afköst þín eru með ólíkindum og vinir og samstarfsmenn fylgjast með þér í forundran. Það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að hafa hlutina fyrir sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er óhugsandi að lifa í þessum heimi án þess að þurfa að taka tillit til gild- ismats annarra. En lítil ævintýri geta líka glatt svo þú skalt ekki fúlsa við þeim. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sköpunargáfa þín og ímyndunar- afl eru einstaklega frjó. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa og mundu að það er enginn sem vill eyðileggja þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður þú að bretta upp ermarnar og kippa þeim mörgu hlutum í liðinn sem þú hefur látið danka alltof lengi. Njóttu þess að leika við börnin. Gylfi Pálsson sendir Vísnahorn-inu góða kveðju: „Af því að þú minntist á limrur um daginn datt mér í hug að senda þér eina slíka sem ekki hefur flogið víða. Fyrir langa löngu keypti ég í forn- bókaverslun Flóru Íslands eftir Stef- án Stefánsson – merkta Guðfinnu Þorsteinsdóttur, sennilega hefur Teigs-nafnið fylgt með. Árum síðar hitti ég Þorstein Valdemarsson hjá sameiginlegum vinum og sagði hon- um að ég hefði undir höndum gamla bók móður hans en fyndist rétt að hann eignaðist bókina og afhenti honum hana skömmu síðar. Þor- steinn brást við með því að senda mér nýútkomna bók sína Limrur (1965). Á saurblaðið var ritað: Eftir Hlé er ennþá reimt, ei úr Boðn til þurrðar streymt. En Flóru heimt – hvern hefði dreymt um hana! Er ekkert týnt né gleymt? Veit ekki til þess að vísan sé skráð annars staðar en henni er hér með komið á framfæri. Runólfur Ágústsson sagði frá því á fésbókinni að hann hefði upplifað „þann einstæða atburð í síðari tíma sögu sinni að vera algjörlega sam- mála leiðara Morgunblaðsins!!!“ Séra Hjálmar Jónsson skaut inn at- hugasemd: Þroskinn vex hjá sumum seint, samt er áfram staðið. Runólfur er ljóst og leynt að lesa Morgunblaðið. Sigrún Haraldsdóttir rak augun í setninguna: „Glymjandi hrannir gengu á land“ um flóðin í New York. Hún skrifar: „Þessi fallega fyrirsögn var í Morgunblaðinu í dag þar sem fjallað var um ofurstorminn Sandy. Í greininni var önnur falleg setningin: „Við landtöku rumdi sollinn sær.“ Önnur fyrirsögn í Mbl.is var á þessa leið: „Myrkur á Manhattan“. Ég raðaði nokkrum línum í kring um þessar fínu setningar: Sandy Napur að sjá var New York bær, neyðarástand á flestum þar. Við landtöku rumdi sollinn sær, svarraði brim um göturnar. Öldurnar báru upp blakkan sand, brutu þar sérhvern varnargarð. Glymjandi hrannir gengu á land, grönduðu því er fyrir varð. Riðlaðist um á feiknafart fála af æsing drifin var. á Manhattan ríkti myrkur svart múgur var felmtri sleginn þar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limru Þorsteins, leiðara og myrkri á Manhattan eftir Jim Unger „VIÐ EIGUM ENGAR.“ HermannÍ klípu „HANN SKYGGIR ALLTAF Á ÚTSÝNIÐ EF VIÐ FÖRUM EITTHVAÐ.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leyfa honum að klára kríuna sína. HJÓNABANDS- RÁÐGJAFI ÉG ER FEGINN AÐ VERA EKKI ÞÚ. SJALDGÆFAR BÆKUR SÁ YKKAR SEM FYRSTUR KLIFRAR YFIR VEGGI KASTALANS OG BERST VIÐ HUNDRUÐ ÓVINA MUN FÁ AÐ LAUNUM ÞÚSUND GULLDALI! ER ÞAÐ FYRIR EÐA EFTIR SKATT? Víkverji var nýverið staddur íÓsló. Þótt hann hefði ekki mik- inn tíma til stefnu gat hann ekki á sér setið að heimsækja hið glæsilega nýlistasafn Astrups Fearnleys, sem stendur á Þjófshólma og var opnað í lok september. Í safninu er að finna rjómann af nútímalist okkar daga. Ber þar hæst verk eftir Jeff Koons og Damien Hirst. Safnið sjálft er einnig glæsilegt, tvær byggingar sitt hvorum megin við þröngt síki klæddar gleri og viði. x x x Renzo Piano, einn helsti arkitektsamtímans, hannaði safnið. Hann er einnig höfundur Pompidou- safnsins í París og höfuðstöðva New York Times í New York. Astrup Fe- arnley er afkomandi rómantíska nítjándualdarmálarans Thomasar Fearnleys. Hann er afkomandi skipakónga, en ákvað að nota arfinn í þágu listarinnar og kannski við hæfi að safnið standi þar sem áður var skipasmíðastöð. Gunnar Kvaran er safnstjóri og hefur ásamt Fearn- ley mótað innkaupastefnu safnsins. Áherslan er á bandaríska og evr- ópska list, en í safninu gefur einnig að líta listaverk frá Japan og Kína, en ekkert bólar á málverkum róm- antíska forföðurins. x x x Víkverji heillaðist af safninu ognaut hinnar fjölbreyttu sýn- ingar út í ystu æsar. Þá kom honum skemmtilega á óvart hvernig safnið hefur tekið tæknina í sína þjónustu. Safngestir fá lykilorð til þess að tengjast netinu á aðgangsmiðum sínum. Síðan geta þeir notað snjall- síma til þess að lesa QR-kóða við hlið valinna verka, borið símann að eyra sér og fengið fyrirlestur um þau og listamennina. Í nokkrum tilvikum sögðu listamennirnir sjálfir frá verk- um sínum. Þetta þótti Víkverja hið mesta þing og ágætt að þurfa ekki að fá eitthvert tæki lánað í afgreiðsl- unni gegn panti og burðast um með það til að hlýða á upplýsingar. Vík- verja leið eins og sönnum nútíma- manni þar sem hann rápaði um með snjallsímann við eyrað í hinu nýja og glæsilega nútímalistasafni á Þjófs- hólma og rýndi í listaverkin. víkverji@mbl.is Víkverji Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:14). Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Indverskt buff í grófu naanbrauði, grilluð paprika, rauðlaukur, jöklasalat, raita og mangó chutney Indverji Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.