Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Vilja bankar og önnur fjármálafyr- irtæki (bankar) reikna áður geng- istryggð lán rétt út, í eitt skipti fyrir öll? Og fá um leið bæði frið og greitt af lán- unum skilvíslega út lánstímann? Kæru bankar, reiknið þá lánin í þetta skiptið miðað við umsamda vexti, í fortíð og framtíð. Eina réttláta breyting þessara lána er að gengistryggingin var ólögleg og féll út. Annað stendur óbreytt, þar á meðal skýrt umsamdir vextirnir í hverjum lánasamningi. Ekki skipt- ir máli hvernig vaxtaákvæði voru, því vaxtafrelsi er í landinu. Það var og er heimilt að semja um hvers konar vexti og vaxtaviðmið, svo sem liborvexti (með álagi) miðað við tiltekna erlenda gjald- miðla og tiltekin hlutföll af þeim, eins og algengt var á þessum lán- um. Þetta fær stuðning í 36. grein samningalaga, miðað við að samn- ingur geti staðið áfram án ósann- gjarns samnings- ákvæðis sem fellur út. Og einnig í nýlegum dómi Evrópudóm- stólsins, sjá neðar. Stjórnendur bank- anna eru augsýnilega leiðir á að end- urreikna lán. Það er þeirra vandamál, bankarnir tóku áhættu gegn betri vit- und og buðu ólöglega vöru, þeirra er því fyrirhöfnin og „tjón- ið“. Hæpnar for- sendur endurútreikninganna á vormánuðum 2011 hafa misst grundvöll sinn, meðal annars eftir dóma Hæstaréttar í febrúar og október 2012. Eftir febrúardóminn brugðust bankarnir við svipað og unglingar í fýlukasti sem ekki nenna að laga til eftir sig. Og sögðu efnislega: „Við end- urreiknum ekkert aftur fyrr en öllum spurningum er svarað – við veljum 11 mál til að senda inn í dómskerfið og fá allt okkar á hreint, á meðan borgið þið bara eins og ekkert hafi breyst.“ Síðan hefur meðal annars tvennt gerst. Dómur Hæstaréttar nú í október, sem svaraði og leysti úr flestum óvissuatriðum. Meira að segja svo að nú eru bankarnir flestir að fara í gang með end- urútreikninga. En, á hvaða for- sendum? Til að tryggja að þetta verði endanlegir útreikningar og spara sér fleiri endurtekningar, ættu bankarnir að taka líka inn í myndina hitt stóra atriðið, sem er dómur Evrópudómstólsins 15. mars 2012, á grundvelli Evrópu- tilskipunar nr. 93/13/EEB sem hefur gildi á Íslandi, dómur um að ekki megi breyta umsömdum (ólöglegum) þætti í lánasamningi yfir í eitthvað annað. Íslensk túlk- un á dóminum er að annað hvort falla vextir þessara lána al- gjörlega út (fáir ætlast til þess) eða standa áfram óbreyttir allt til enda, eins og skýrt var samið um í upphaflegum lánasamningum. Og það á ekki að skipta neinu hver lántakinn var, gengistrygg- ingin var einfaldlega ólögleg. Ekki heldur hvort fólk greiddi all- an tímann eða ekki, því bankar gerðu mörgum greiðendum ómögulegt að standa í skilum, fyrst með ólöglegri beitingu geng- istryggingar og síðar end- urútreikningum á röngum for- sendum sem þýddi allt of háa greiðslubyrði. Og sumir bankanna hlustuðu ekki á tilboð eða óskir lántaka um lægri og mögulega greiðslubyrði, eða minni greiðslur tímabundið. Sem sagt, samnings- vextir allan lánstímann, ekki breytt yfir í aðra vexti sem lán- takar sömdu ekki um. Þess vegna þarf nú að reikna lánin öll út, miðað við þau vaxta- ákvæði og viðmið sem eru í upp- haflegum lánasamningum. Og að frádregnum öllum greiðslum af hverju láni er staða og fjárhæð þess komin á hreint. Vegna þeirra lána sem eru að fullu greidd og ofgreitt hefur verið af, er lántök- um strax endurgreitt með vöxt- um. Og vegna hinna lánanna eru sendir út greiðsluseðlar, með af- borgunum miðað við rétta fjár- hæð höfuðstóls og lengd lánstíma (fjölda ógreiddra gjalddaga) og með vöxtum af höfuðstólnum hverju sinni, samkvæmt upphaf- legum samningsvaxtaákvæðum. Með þessu móti verður loksins friður um þessi lán. Lánasöfn bankanna komast á hreint og lán- in komast almennt í skil. Fólk veit hvar það stendur eigna- og skuldalega, getur farið að selja og skipta um eignir og taka þátt í efnahagslífinu að nýju, loksins fjárhagslegt sjálfstæði þessara tugþúsunda íslensku lántaka, eftir meira en fjögur ár í óvissu og skuldaánauð. Niðurstaðan er að lánin verða í íslenskum krónum, óverðtryggð, með kurteislegum breytilegum vöxtum. Vaxtabreytingarnar verða að litlu leyti háðar íslensk- um ákvörðunum. Þegar þetta verður komið – loksins langþráð réttlæti – er tímabært að halda áfram greiðslum af þessum áður geng- istryggðu lánum, svo sem hjá „Frjálsa fjárfestingarbankanum“, fyrr ekki. Upphaflegir samningsvextir – allan lánstímann Eftir Arinbjörn Sigurgeirsson »Eina réttláta breyt- ing þessara lána er að gengistryggingin var ólögleg og féll út. Annað stendur óbreytt, þar á meðal skýrt umsamdir vext- irnir í hverjum lána- samningi. Arinbjörn Sigurgeirsson Höfundur er réttlætissinni og mála- fylgjumaður – frá Bjargi (slóðum Grettissögu.) Að undanförnu hefur málefni N1 og móð- urfélags þess, BNT, borið á góma í op- inberri umræðu. Fyrst eru gefnar forsendur sem enga skoðun standast og svo dregn- ar af þeim glórulausar ályktanir. Þegar vel er að gáð býr ávallt að baki einhver hvati, nú síðast að slá pólitískar keilur. Allt er þetta frekar ósmekklegt. Þar sem ég var forstjóri þeirra fé- laga sem um ræðir er mér bæði ljúft og skylt að benda á nokkrar stað- reyndir varðandi kaup Olíufélagsins (nú N1) og fjárhagslega end- urskipulagningu þess eftir efnahags- hrunið. 1. Þeir hluthafar sem keyptu Olíu- félagið (N1) reiddu fram 10,2 millj- arða í hlutafé. Allt tal um að félagið hafi alfarið verið keypt á grundvelli forréttindaaðgangs að lánsfé er út í hött. 2. Á árinu 2007 færði félagið stóran hluta lánsviðskipta frá Glitni til Kaupþings eftir að hagstæðara tilboð um fjármögnun barst. Hugmyndir um forréttindakjör hjá Glitni eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. Fjölmargir aðilar tóku þátt í 5 milljarða skuldabréfaútboði til fjár- mögnunar á félaginu eftir kaupin sem sýnir að forsendur kaupanna og efna- hagslegur styrkur frá byrjun þótti ágætur. N1 tók engin önnur lang- tímalán fram að fjárhagslegri end- urskipulagningu. 4. Hluthafar greiddu sér aldrei arð. 5. Skuldir félagsins jukust mest á árinu 2008 þegar olíuverð sló öll met og fjármagna þurfti með skamm- tímalánum aukna fjárbindingu. 6. Frá kaupum félagsins fram að endurskipulagningu skulda varð gengisfall íslensku krónunnar um 60% og verðbólga rúmlega 30%. Vextir fóru hæst yfir 20% á sama tíma. 7. Félögin stóðu í skil- um við alla lánardrottna þar til að samningar hóf- ust um fjárhagslega endurskipulagningu. Frá hruninu árið 2008 og til 2011 greiddi félag- ið 6 milljarða í vexti og afborganir. 8. Við fjárhagslega endurskipulagningu töpuðu hluthafar öllu hlutafé sínu, 10,2 millj- örðum. 9. Kröfuhafar eign- uðust fyrirtækið að fullu. 10. Eftir fjárhagslega end- urskipulagningu var eigið fé N1 um 14 milljarðar og má áætla að heild- arvirði félagsins sé rúmir 20 millj- arðar. Tíminn mun leiða það betur í ljós. Þær aðstæður sem urðu á Íslandi eru nú kennsluefni í háskólum víða um heim þar sem slíkar hamfarir hafa tæpast sést áður. Að kalla þá braskara sem hættu eigin fé til kaupa á traustum rekstrarfyrirtækjum með verulegu eiginfjárframlagi en lentu síðar í fellibyl hamfaranna dæmir sig sjálft. Við þessar aðstæður lentu flest ís- lensk fyrirtæki í miklum vanda og það eru viðbrögðin við þeim, þ.m.t. samskiptin við kröfuhafa, sem að mínu áliti munu á endanum ráða mestu um trúverðugleika fyrri hlut- hafa, stjórnarmanna og stjórnenda. Dómi sögunnar í þeim efnum þarf enginn sem tengdist stjórn eða rekstri N1 á umræddu tímabili að kvíða. Að gefnu tilefni um N1 Eftir Hermann Guðmundsson Hermann Guðmundsson » Þegar vel er að gáð býr ávallt að baki einhver hvati, nú síðast að slá pólitískar keilur. Allt er þetta frekar ósmekklegt. Höfundur er fyrrv. forstjóri N1. I. Það var kl. 13.00 á höfuðdaginn 29. ágúst 2012, að við þremenn- ingarnir, ég, Lilja dótt- ir mín og Jens Ágúst Jónsson, tengdasonur minn, héldum af stað frá Litlu-Grund og var ferðinni heitið að Borg á Mýrum, þar sem Þor- björn Hlynur prófast- ur hafði lofað að taka á móti okkur. Erindi okkar var fyrst og fremst að skoða altaristöflu William Gershom Collingwood, sem við höfðum séð mynd af í Morgunblaðinu. Taflan á sér ákaflega sérstæða sögu. Þeir félagarnir Jón Stefánsson og Collingwood höfðu fengið rangar upplýsingar um ferðir flóabátsins 1897, þannig að þeir misstu af skip- inu og urðu strandaglópar í viku hjá prestinum á Borg, Einari Friðgeirs- syni. Tímann notaði Collingwood til þess að gera frumdrög að altaristöfl- unni, sem nú prýðir kirkjuna á Borg. Þegar heim til Englands kom 1898 fullgerði hann töfluna og hafði sem fyrirmyndir börn sín og skyldulið. II. Langafi minn séra Sigurður Gunnarsson (1848-1936) var prófast- ur í Stykkishólmi árið 1897, þegar þeir félagar Jón Stefánsson og Coll- ingwood heimsóttu prófastshjónin og þáðu þar veitingar. Í þakklæt- isskyni sendi Collingwood langafa vatnslitamynd frá Sels- vör í Reykjavík með út- sýni til Snæfellsjökuls. Þegar ég erfði þessa mynd eftir ömmusyst- ur mína Sigríði Maríu árið 1970, mat Sig- urður Benediktsson uppboðshaldari hana sem „hálfur Ásgrím- ur“. Nú gæti ég trúað að mat hans hefði snú- ist við, Ásgrímur væri metinn sem „hálfur Collingwood“. III. Hörður Bjarnason teiknaði kirkj- una á Borg og prestsbústaðinn og er honum til mikils sóma. Sömuleiðis er Garðar Halldórsson höfundur að Reykholtskirkju og staðarhúsum þar, en frá Borg var haldið að Reyk- holti. Vænt þótti mér sem fyrrver- andi sóknarnefndarformanni í Dóm- kirkjunni um að sjá gamla orgelið úr Dómkirkjunni endurhæft í Reyk- holtskirkju. Við hittum séra Geir Borgarfjarðarbréf Eftir Leif Sveinsson » Jón Stefánsson og Collingwood urðu strandaglópar í viku hjá prestinum á Borg. Tím- ann notaði Collingwood til þess að gera frum- drög að altaristöflunni, sem nú prýðir kirkjuna á Borg. Leifur Sveinsson Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Alvöru blandarar fyrir veitingastaðinn kaffihúsið, ísbúðina & booztbarinn Ýmsir ánægðir viðskiptavinir World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands Kaffi Tár Te & Kaffi Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl. • • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.