Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Leiftrandi fjör Hún geislaði af krafti og fjöri, þessi einbeitta stúlka, þegar hún reis upp úr vatninu eins og hafmey í Sundlaug Garðabæjar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði á dögunum. Eggert Þekking byggð á áreiðanlegum hlut- lausum rannsóknum þarf að liggja til grundvallar þegar leitað er lausna eða niðurstöðu í deilu- málum. Án vísinda og hlutlausrar þekkingar er engin leið að færa fram rök eða leiða mál til lykta þegar tekist er á um rök með og á móti. Á þetta hefur mikið skort í stjórnmálaumræðu samtímans, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur einnig í löndunum umhverfis okkur. Eitt nýlegasta dæmið er makríldeil- an sem Íslendingar (og einnig Fær- eyingar) eiga nú í við Norðmenn og ESB. Í þeirri deilu eigum við Íslend- ingar mikið undir því að löndin sem ágreiningurinn er við taki mark á rann- sóknum og fræðilegum rökum. En rimman hefur verið það hörð, og stríð- andi hagsmunir það sterkir, að deiluað- ilar (t.d. Norðmenn og ESB) daufheyr- ast við ábendingum um breytt göngu- og hrygningarmynstur; daufheyrast við rannsóknum og aflatölum sem aðrir deiluaðilar (t.d. Íslendingar) tefla fram máli sínu til stuðnings. Því er ekki treyst að upplýsingarnar séu nógu „hlutlausar“ eða „óvilhallar“. Þessi tor- tryggni er gagnkvæm, því Íslendingar og Færeyingar eru tregir að taka allt gott og gilt sem t.d. Norðmenn vilja halda að þeim sem rannsóknarnið- urstöðum eða viðtekinni þekkingu. Þessi pattstaða var meðal þess sem kom til tals á nýafstöðnum fundi for- sætisnefndar Vestnorræna ráðsins með forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Málið hefur valdið sundurlyndi og vantrausti innan hins norræna samfélags. Fær- eyingar og Íslendingar eru reiðir Norð- mönnum fyrir framgöngu þeirra í deil- unni og þetta ósætti er farið að hafa áhrif á andrúmsloftið í norrænni sam- vinnu. Þess vegna er tímabært að Norð- urlandaráð leggi nú gott til málanna og aðstoði deiluaðila við að komast á fast- ari fjöl til lausnar deilunni, svo rök og hagsmunir verði vegin á lóðum raun- verulegra staðreynda, eða a.m.k. bestu fáanlegu þekkingar. Mín tillaga – sem ég raunar lagði inn í umræðuna á fyrrnefndum fundi for- sætisnefndanna tveggja – er þessi: Norðurlandaráð þarf að hvetja til fjölþjóðlegs rannsókn- arsamstarfs og styrkja það með beinum eða óbeinum hætti. Þar með getur hið norræna samfélag stuðlað að vitsmunalegri lausn þessarar harðnandi deilu í stað þess að láta stríðandi aðilum eftir karp og henti- stefnukenningar sem leiða ekkert gott af sér heldur grafa undan samlyndi ná- grannaþjóða. Þar með er hægt að slá á tortryggni og gagnkvæmt skeytingarleysi um nið- urstöður rannsókna m.a. vegna þess hvaðan þær séu upprunnar. Fáist deiluaðilar til þess að sam- þykkja slíkt fjölþjóðlegt, og þar með hlutlaust, rannsóknarverkefni, er von til þess að menn geti farið að ræða mál- ið út frá staðreyndum, en ekki kenn- ingum. Við Íslendingar eigum mikið undir því að svo geti orðið, því það erum jú við sem þurfum að sýna fram á hvað er að gerast með makrílinn á Íslands- miðum. Sömuleiðis er það öllum hlut- aðeigandi í hag að átta sig betur á því hvers megi vænta í framtíðinni af hegð- un makrílsins, göngumynstri hans og áhrifum á aðra fiskistofna – því hann er gráðugur fiskurinn sá og étur mikið líkt og skötuselurinn. Ef marka má viðbrögð forsætis- nefndar Norðurlandaráðs við tillögu minni leyfi ég mér að vona að á þeim vettvangi verði tekið frumkvæði í þessi átt. Hitt er svo annað (en þó skylt) mál – að þessi umræða undirstrikar mik- ilvægi þess að tryggja hlutleysi vís- indastofnana. Sú tilhneiging rannsókn- arstofnana að tengja sig beint við atvinnulífið, fjársterka hagsmunaaðila eða ríkjandi stjórnvöld á hverjum tíma, er hættuleg til lengdar. Hún ógnar sjálfstæði vísindanna og grefur þar með undan gagni þeirra í þágu mann- kynsins. Það er efni í aðra grein síðar. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur »Makríldeiluna þarf að leysa á forsendum bestu fáanlegu þekkingar. Fjölþjóðlegt rannsókn- arsamstarf gæti hjálpað til við lausn deilunnar. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins. Makríldeilan – þekk- inguna eða þrefið? Það er sótt að sjálfstæða atvinnu- rekandanum, með sí- fellt flóknari reglum, opinberu eftirliti og þungum sköttum. Millistéttin berst í bökkum og er að kikna undan æ þyngri skattaálögum og stökkbreyttum lánum. Eldra fólk er undir árás skatt- heimtumannsins og horfir á upp- töku eigna í formi eignaupp- tökuskatts, sem nefndur er auðlegðarskattur í lögum. Það er grafið með skipulegum hætti undan komandi kynslóðum með skuldasöfnun opinberra að- ila. Öryggi sjúklinga er ógnað vegna kolvitlausrar forgangsröð- unar, þar sem jarðgöng og rán- dýrt bjölluat í andstöðu þjóðar, ganga fyrir en lífsnauðsynleg endurnýjun lækningatækja situr á hakanum. Það er sótt að séreignastefn- unni og grunngildum borgaralegs samfélags. Þetta er staðan á Íslandi í dag eftir tæplega fjögur ár með rík- isstjórn sem kenndi sig í upphafi við norræna velferð. Skylda Sjálfstæðisflokksins Það er söguleg skylda Sjálf- stæðisflokksins að standa ekki að- eins vörð um sjálfstæða atvinnu- rekendann, millistéttina, þá sem eldri eru og samborgara sem þurfa á aðstoð að halda, það er skylda sjálfstæðismanna gagnvart framtíðinni að snúa vörn í sókn. Séreignastefnan er einn af hornsteinum borgaralegs sam- félags. Einmitt þess vegna hafa sósíalistar og margir aðrir vinstrimenn haft horn í síðu hennar. Markmið þeirra hefur verið að grafa undan grunn- gildum samfélags sem byggist á frjálsum viðskiptum, frelsi ein- staklingsins þar sem ríkið er verkfæri borgaranna en ekki þegnar ríkisvaldsins. Það hefði því ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur næði litlum sem engum árangri við að rétta hlut þeirra sem glíma við miklar skuldir. Fálmkenndar tilraunir og á stundum kolvit- lausar lagasetningar, hafa litlu skilað. Ár- angursleysi rík- isstjórnarinnar er ekki vegna mann- vonsku eða skeyt- ingarleysis gagnvart þeim þúsundum sem berjast við íbúða- skuldir. Þegar for- ystumenn rík- isstjórnar eru í hjarta sínu á móti séreignastefnu, skortir allan skilning á nauðsyn þess að búa til jarðveg fyrir fjöl- skyldur til að verja heimilin. Í huga sósíalista er barátta fjölskyldna við að eignast eigið húsnæði með gríðarlegri vinnu og eljusemi, háttur smáborgara sem þeir hafa alla tíð litið niður á. Smáborgarar – litli atvinnurek- andinn og sjálfstæða millistéttin – eiga ekki heima í framtíðarsýn um hið sósíaldemókratíska sam- félag sem barist er fyrir. Loforð allra flokka Allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa gefið loforð um að leysa skuldavanda heimilanna. En það þokast hægt. Úrræðin hafa reynst illa og í mörgum tilfellum aðeins lengt í hengingarólinni. Komið var í veg fyrir að sam- þykkt yrðu lög um flýtimeðferð deilumála fyrir dómstólum, vegna þess að flutningsmaðurinn var stjórnarandstæðingurinn Sig- urður Kári Kristjánsson. Þess vegna ríkir enn mikil réttar- farsleg óvissa. Í þokkabót hafa lög sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir verið dæmd ólögmæt. Við verðum að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að mörgum verður ekki bjargað. Til þess eru og voru skuldirnar of miklar. En það er hægt að gefa þeim skuldsettu nýtt líf – annað tækifæri – með því leyfa þeim að skila íbúðum sínum til viðkom- andi lánastofnunar. Það er ekki hagur lánveitenda að halda skuld- ara um ókomna tíð í hengingaról skulda sem á endanum verða ekki greiddar. Það er ekki hagur sam- félagsins að hneppa samborg- arana í fjötra skulda og koma í veg fyrir að þeir taki fullan þátt í efnahagslífinu. Lyklaleið Lilju Mósesdóttur er neyðarúrræði sem getur gagnast mörgum og um leið verða fjármálastofnanir að horfast í augu við raunveru- leikann. Bankar hafa borð fyrir báru en hinn ríkisrekni Íbúða- lánasjóður ýtir vandanum á und- an sér og skattgreiðendur fram- tíðarinnar fá sendan reikninginn. Sjálfstæðisflokkurinn á að ganga til liðs við Lilju Mósesdóttur og útfæra skynsamlega lyklaleið, þar sem tryggt er að ekki sé gengið á eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Sama á við um hugmynd Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hefur lagt til að afborganir húsnæðislána komi til frádráttar tekjuskattsstofni og skattaafslátt- urinn renni til að lækka höfuðstól íbúðalána. Lækkun skatta með þessum hætti getur skipt marga gríðarlega miklu. Sjálfstæð- ismenn eiga að styðja hugmynd- ina sem er hluti af vörn fyrir sér- eignastefnuna. Sjálfstæðismenn eiga að taka undir allar skyn- samlegar hugmyndir um lækkun skatta. Engar töfralausnir Skuldavandinn verður ekki leystur með einu pennastriki. Af- nám verðtryggingar leysir ekki vandann en til framtíðar verður að draga úr vægi verðtryggingar um leið og einstaklingum er gert kleift að taka óverðtryggt lán með föstum vöxtum til nokkurra ára. Það er merkileg staðreynd að bankar bjóða þegar slík úr- ræði en ríkisrekni Íbúðalánasjóð- ur ekki. En það er sama til hvaða úr- ræða verður gripið – niðurfærslu skulda, skattafslátt, lyklaleið – þá verður allt til einskis unnið ef ekki tekst að koma hjólum at- vinnulífsins aftur á fulla ferð. Og það gerist ekki nema pólitískri óvissu verði eytt, fjárfestingar aukist og ný ríkisstjórn með skýra framtíðarsýn taki við völd- um að loknum kosningum. Eftir Óla Björn Kárason » Þegar forystumenn ríkisstjórnar eru í hjarta sínu á móti sér- eignastefnu skortir all- an skilning á nauðsyn þess að verja heimilin. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til varnar séreignastefnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.