Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 14
Á rið 2011 komst Bláa Lónið á lista tíma- ritsins National Geographic yfir 25 undur veraldar, en á listanum voru staðir eins og Sa- hara-eyðimörkin, Mount Everest, Viktoríu-fossarnir og regnskóg- arnir á Borneó. Bláa Lónið, sem heimspressan veitir iðulega at- hygli, er einn alvinsælasti ferða- mannastaður landsins enda um- hverfið einstakt og aðstaðan eins og best verður á kosið. Það er til marks um velgengni rekstrar Bláa Lónsins að árið 1994, tveim- ur árum eftir að félagið var stofn- að, voru stöðugildin 12 og velta ársins 50 milljónir. Árið 2013 verða stöðugildin 240, velta fé- lagsins 5 milljarðar og yfir 600.000 gestir munu heimsækja Bláa Lónið. Rekstur síðast liðins árs fór fram úr björtustu vonum og var hagnaður ársins tæplega 900 milljónir króna eftir skatta. Horfur eru góðar um að rekstr- arárangur yfirstandandi árs verði ennþá betri. Félagið borgaði hlut- höfum sínum nú í ár hátt í 700 milljónir króna í arð vegna rekstrar ársins 2012. Grímur Sæmundsen hefur verið framkvæmdastjóri og síðar for- stjóri Bláa Lónsins hf. frá upp- hafi. Hann horfir nú til enn frek- ari uppbyggingar á svæðinu. „Það er af nógu að taka þegar kemur að uppbyggingu,“ segir hann. „Við íhugum að stækka gistiaðstöðu við lækningalindina, en þar eru nú fimmtán herbergi sem eru fullnýtt allan ársins hring. Þá er unnið að undirbúningi þess að stækka upp- lifunarsvæði Lónsins og reisa 5 stjörnu hótel með 74 herbergjum með nýjum veitingastað. Það er stefnt að því, að bygginga- framkvæmdir vegna þessarar stækkunar hefjist næsta haust. Við erum með þrjú hönn- unarteymi að störfum, arkitekta, verkfræðinga og upplifunarhönn- uði, sem eru komin langt í vinnu sinni og lýkur hönnunarfasa verk- efnisins næsta vor. Þarna er vandað til allra verka og fimm stjörnu hótel er í samræmi við þróun okkar á vörumerkinu Blue Lagoon.“ Saga um mikla þróun Þú hefur verið framkvæmdastjóri og forstjóri Bláa Lónsins frá upp- hafi. Hvernig hófst áhugi þinn á Bláa Lóninu? „Upphaflega fékk ég áhuga á Lóninu vegna lækningamáttar þess. Ég er læknir að mennt og fylgdist með fréttum af því að fólk fengi bata við psoriasis með því að baða sig í affallslóninu við orkuverið í Svartsengi. Á þessum tíma hafði ég mikinn áhuga á gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjón- ustu og hafði stofnað félag með fleiri aðilum, sem hét Íslenska heilsufélagið, í þeim tilgangi að þróa slíka starfsemi. Til að gera langa sögu stutta þá stofnuðu Ís- lenska heilsufélagið og Grindavík- urbær félag sem hét Heilsufélagið við Bláa Lónið sem síðan varð Bláa Lónið hf. Það félag tók yfir rekstur baðstaðar við gamla af- fallsónið, sem Grindavíkurbær hafði haft með höndum árið 1994 og samhliða því opnuðum við meðferðarstöð fyrir psorias- issjúklinga við Bláa Lónið. Þetta var upphafið að starfsemi Bláa Lónsins. Nú koma árlega sjúk- lingar frá rúmlega 20 þjóðlöndum í meðferð í lækningalind Bláa Lónsins og dvelja allt frá einni viku upp í þrjár vikur. Þessi hóp- ur fer stækkandi enda er ótrúleg- ur árangur af meðferðinni og hann spyrst út.“ Hvernig fórstu að því að þróa aðstöðuna við Bláa Lónið? „Bláa Lónið er saga um mikla þróun. Þetta er einstök auðlind í einstöku umhverfi. Hraunið og náttúran gera upplifun þeirra sem þangað koma mjög sterka. Við höfum lagt okkur fram um að skapa umgjörð við hæfi um þessa auðlind. Það hefur sitt að segja hvernig tekist hefur að hanna Verið að undirverðleggja Ísland GRÍMUR SÆMUNDSEN, FORSTJÓRI BLÁA LÓNSINS, TELUR AÐ ÝMISLEGT MEGI LÆRA AF UPPBYGGINGU SVÆÐISINS. HANN HYGGUR Á FREKARI FRAMKVÆMDIR Í BLÁA LÓNINU, ÞAR Á MEÐAL BYGGINGU LÚXUSHÓTELS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.