Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 23
K nattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir tók við fyrirliðabandi landsliðsins í vikunni ásamt því að skora mark í sigurleik gegn Serbíu. Hún er markaskorari af guðs náð og hefur skorað 70 mörk í 90 landsleikjum. Hvernig æfir þú? Ég æfi knattspyrnu 6-7 sinnum í viku. Síðan stunda ég styrktarþjálfun 2-3 í viku. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Ég myndi ekki ráðleggja hinum almenna borgara að æfa eins sérhæft æfingaprógramm og mitt er en hins vegar ráðlegg ég fólki að stunda einhvers konar hreyf- ingu á hverjum degi hvort sem það er að fara í göngutúr, út að hlaupa eða stunda einhverja aðra hreyfingu sem því þykir skemmtileg. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Fyrst og fremst er mikilvægt að finna sér þá hreyf- ingu sem hentar hverjum og einum. Spyrja sig þeirrar spurningar „hvaða hreyfing finnst mér skemmti- leg?“ Eftir það er gott að setja sér raunhæf mark- mið þannig að viðkomandi sjái fram á að ná ár- angi. Síðan er alltaf gott að finna sér æfingafélaga sem er á svipuðum stað formlega séð og maður sjálfur því það er alltaf skemmtilegra að æfa með einhverjum en að vera einn að púla. Að lokum ráðlegg ég fólki sem hefur tök á að fá fagaðila eins og íþrótt- fræðing eða einkaþjálfara til að hjálpa sér að setja upp fyrstu æfingapró- grömm, eins eru þeir gott aðhald til að byrja með. Hvernig væri líf án æfinga? Ég sé sjálfa mig fyrir mér hreyfa mig langt fram eftir aldri ef ég verð svo heppin að geta það heilsunnar vegna. Fyrir mig er hreyf- ing svo stór þáttur af mínu lífi að ég gæti ekki séð mig án þess. Það eru forréttindi að geta hreyft sig og þess vegna á mað- ur að njóta þess. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Súkkulaði er mitt vímu- efni, því miður. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða yfir höfuð hollan og næringarríkan mat. Ávextir og grænmeti eru mjög mikilvægir þættir. En annars finnst mér best að borða fjölbreyttan mat og fá inn næringarefni úr öllum fæðuflokkum. Á móti reyni ég að halda öllum sætindum í lágmarki. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Tala við fagaðila og fá góð ráð. Það sem hefur virkað best fyrir mig persónulega er að borða hollt, oft á dag en minni skammta fyrir vikið. Svo má ekki gleyma því að þegar maður er að hreyfa sig reglulega langar mann minna í sætindi og óhollan mat. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Mikið. Hreyfing er stór þáttur af mínu lífi og minni daglegu rútínu. Það hefur sýnt sig að ef fólki líður vel líkamlega líður því líka betur andlega. Hreyfing gefur manni aukinn kraft til daglegra verka og ætti því að vera stór þáttur í lífi flestra. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að ætla sér of mikið á skömmum tíma og æfa of mikið. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Það voru ekki beint meiðsli en einu sinni var ég bitin svo illa af moskítóflugu í ökklann að ég missti af leik með Val í Evrópukeppninni. Ég komst ekki í skó í tvo daga, ég var svo bólg- in. Hver er besti samherjinn? Mjög erfitt að velja einhvern einn þar sem ég hef spilað með mörgum heims- klassa leikmönnum alls staðar í heiminum. Hins vegar kenndi Olga Færseth mér afar mikið á mínum yngri árum og þakka ég henni mikið fyrir það. Hún hlýt- ur því þennan titil. Skemmtileg saga frá ferlinum? Þegar landsliðið spilaði við Íra á Laugardalsvelli árið 2008 á ísilögðum vellinum, það var ógleymanlegur leikur fyrir þær sakir að við leikmenn- irnir gátum með engu móti staðið í fæturna þar sem völlurinn var frosinn. Leik- menn flugu á hausinn hvað eftir annað úti um allan völl og maður gat ekki annað en hlegið. Ásta Árnadóttir var þekkt fyrir að taka flikk flakk fimleika innköst og í einu inn- kastinu rann hún svo illa að hún lenti á hausnum. Öll stúkan piss- aði í buxurnar af hlátri sem og við leikmennirnir. Til að toppa kvöldið þá unnum við leikinn 3-0 og tryggðum okkur þar með fyrst ís- lenskra knattspyrnuliða farmiða á stórmót. ÍÞRÓTTAKEMPA DAGSINS Missti af leik vegna flugu 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Vinur minn er meistari í að finna afsakanir fyrir því að hreyfa sigekki og líkami hans er farinn að láta á sjá af þessum sökum.Hann er illa þjakaður af vinnuálagi og skyldustörfum tengdum fjölskyldulífi (að eigin sögn) og þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að hann hefur engan tíma aflögu til að hreyfa sig. Þessi tiltekni einstaklingur er engu að síður gríðarlega vel að sér í ýmsum samfélags- málum sem eru efst á baugi hverju sinni. Hann hefur gjörsamlega skoðanir á öllu á milli himins og jarðar enda fylgist hann með sjón- varpsfréttum á hverjum degi. Í raun horfir hann á tvo fréttatíma daglega og svo missir hann aldrei af Kastljósi á „voddinu“ eftir að börnin eru farin í háttinn. Það eru margir í sömu stöðu og þessi frétta- sjúki vinur minn og því er áhugavert að taka saman tímann sem þessi helgistund tekur í lífi fólks. Hefðbundinn fréttatími RÚV tekur um 30 mínútur, fréttatími Stöðvar 2 stendur yfir í 20 mínútur og ofan á þetta leggst Kastljós sem er tæplega hálftíma þáttur. Þá má ekki gleyma íþróttafréttunum en þar bætast við 10 mín- útur á Rúv og 5 mínútur á Stöð2. Samtals tekur þetta sjónvarpsgláp eina klukkustund og 35 mínútur og þetta er sá tími sem vinur minn eyðir í fréttaáhorf á hverjum einasta degi. Á þessum tíma mætti auð- veldlega taka góða klukkutíma æfingu og fara í sturtu. Það er gott að vera meðvitaður en það er enn mikilvægara að við- halda góðri heilsu. Afsakanir fyrir hreyfingarleysi vegna tímaskorts eiga ekki rétt á sér ef þú horfir á tvo fréttatíma á hverju kvöldi, strokum þá afsökun út af listanum! Hreyfing þarf ekki að taka langan tíma, það sem skiptir máli er að hreyfa sig reglulega, helst á hverjum degi. Það gerist nákvæmlega ekkert hræðilegt þótt þú missir af einum fréttatíma, jafnvel tveim. Ágóðinn af því að hreyfa sig daglega er hinsvegar vega- nesti sem þú býrð að alla ævi. Sjónvarpsgláp tekur dýrmætan tíma frá mörgum og ólíkt því sem margir halda þá stendur tíminn ekki í stað á meðan maður horfir á fréttir. Morgunblaðið/Kristinn SLÖKKTU Á FRÉTTUNUM JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Heilbrigt líf Niðurstöður hóprannsókna Hjartaverndar benda eindregið til að reglubundin hreyfing minnki hættuna á að fá kransæðasjúkdóma um þriðjung. Þar kom einnig fram að hreyfing dregur verulega úr heild- ardánartíðni af völdum ýmissa sjúkdóma, þar á meðal krabbameins. Hreyfing veitir lengra líf* „Látið hreyfingu vera þaðsem þið viljið gera, en ekkiþað sem þið þurfið að gera.“ Höfundur óþekktur Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.