Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 53
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Hljómsveitin Þryðjy koss- ynn heldur tónleika á Rós- enberg á laugardagskvöld og hefjast þeir klukkan 22. Sveitin er skipuð tæknimönnum úr Þjóðleikhúsinu sem stíga nú fram á sviðið og leika frumsamin lög. 2 Gréta Hergils sópr- ansöngkona heldur Ave Maríu tónleika í Bústaða- kirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Flytur hún Ave María-lög frá fimm öldum. Á sama tíma stendur þar yfir sýning móður hennar, Fann- ýjar Jónmundsdóttur, á mósaíkverk- um sem sýna Maríu mey. 4 Um helgina efna Samtök safna og setra á Suðurlandi í fimmta sinn til fjölbreyttra dagskrárliða undir yfirskrift- inni Safnahelgi á Suðurlandi – matur og menning úr héraði. Aðgangur er öllum opinn í söfn og setur svæðisins. 5 Gestur á tónleikum rað- arinnar Klassík í hádeginu, í Gerðubergi á sunnudag kl. 13.15, er Sigurður Flosa- son saxófónleikari. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari stjórnar tónleikaröðinni og leikur með Sigurði á tónleikunum en hann þykir jafnvígur á klassík og djass. Á efnisskrá er m.a. sónata eftir Tcherepnine. 3 Á laugardag kl. 14 er boðið upp á ókeypis leiðsögn fyrir börn að skoða mörg helstu undur Þjóðminjasafnsins. Á sunnudag kl. 14-16 er almenningi síð- an boðið að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins. MÆLT MEÐ 1 Sýning Katrínar Elvarsdóttur ljósmynd-ara, Horfið sumar, verður opnuð í öll-um sölum Listasafns ASÍ í dag, laug- ardag, klukkan 15. Þá hefur bókaútgáfan Crymogea gefið út bókina Vanished Sum- mer, með sama verkefni og birtist á sýning- unni, með texta sýningarstjórans Hörpu Árnadóttur myndlistarkonu. Katrín segir titil sýningarinnar sóttan í sögu eftir Gyrði Elíasson en hún birtist í sagnasafninu Milli trjánna. „Harpa sýning- arstjóri sá fyrir um þremur árum viss tengsl milli verka okkar Gyrðis. Við ræddum að áhugavert væri að ég myndi vinna markvisst með hans texta en það þróaðist síðan út í að ég studdist ekki beint við ákveðna texta hans heldur standa ljósmyndirnar stakar,“ segir Katrín. Hún segir þetta verkefni vera eðlilegt framhald myndraðanna Equivocal og Hvergi- land, sem hún vann áður að og hafa vakið verðskuldaða athygli. „Ég hélt áfram á þeirri braut en með stemninguna í síðustu bókum Gyrðis í huga. Myndirnar eru teknar víða um land, í smábæjum og inni í húsum, eða úti í náttúrunni. Í Gryfjunni sýni ég nátt- úrustemningar, ekki landslagsstemningar heldur eins konar brotabrot. Uppi í Ásmund- arsal eru myndir af hjólhýsum en í Arinstofu eru myndir teknar inni í húsum.“ Katrín segir að vissulega megi sjá ákveðna nostalgíu í myndheiminum. „Einnig má upp- lifa einhverja töfra, tilfinningu fyrir heimi sem aldrei var.“ Og sýningarstjórinn segir verkin sýna „brot af veruleika“. efi@mbl.is KATRÍN ELVARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI SÝNIR Í LISTASAFNI ASÍ Heimur sem aldrei var VERKIN Á SÝNINGUNNI HORFIÐ SUMAR VORU UNNIN ÚT FRÁ ANDRÚMSLOFTINU Í SÖGUM GYRÐIS ELÍASSONAR. „Myndirnar eru teknar víða, í smábæjum og inni í húsum, eða úti í náttúrunni,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Eggert „Það gildir um nær alla sem eru í tónlist hér að þótt þeir hafi það að meginhugsjón að spila sína tónlist, hljóðrita hana og gefa út, þá dugir stærð sam- félagsins ekki til þess að þeir geti gert það eingöngu. Menn grípa því í eitt og annað, eins og þarf,“ segir Tómas. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.