Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkur Leikhópurinn GRAL og fjölskyldur gæddu sér á kræsingum á notalegu mánudagskvöldi »32 H ugrún Halldórsdóttir er einn af umsjónar- mönnum Íslands í dag á Stöð 2. Sunnudags- blaðið nálgaðist hana, enda er hún áhugamann- eskja um kökubakstur og ákvað að deila með lesendum uppskrift að dýrindis döðlupekansúkkulaðiköku. Hugrúnu fannst gríðarlega gaman að bara á yngri ár- um og hefur reynt að halda í bökunarhæfileikana. „Ég var mjög dugleg að baka þegar ég var yngri en hef eitt- hvað slakað á síðustu ár. Ég hef samt litlu gleymt og þegar ég held boð finn ég fyrir tilhlökkun yfir bakstr- inum,“ segir Hugrún. „Ég á mjög mikið af uppáhalds- réttum en sá sem er mér efst í huga núna er döðlupek- ansúkkulaðikakan sem ég gef hér uppskrift að. Uppskriftina fékk ég frá frænku minni sem hefur ósjald- an boðið upp á kræsingarnar. Kakan er mjög einföld, ódýr og unaðslega góð.“ Hugrún segist ekki hugsa oft um mat og geti því ekki kallað sig matgæðing. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst það oft meiri vinna en skemmtun að borða, nema þegar kemur að kökum, brauðréttum og öðrum sætindum þá get ég farið aðeins of geyst og oftast er það vel þess virði,“ segir Hugrún en hún bætir við að oft hafi komið upp einhverjar katastrófur í eldhúsinu. „Já, alveg þó- nokkrum sinnum hefur svoleiðis komið fyrir og flestar tengjast þær bökuninni sjálfri. Ég á það til að gleyma mér þegar herlegheitin eru komin inn í ofn. Ég hef þurft að endurtaka leikinn nokkuð oft og hlaupið út með log- andi skúffu oftar en einu sinni,“ segir hún og hlær. Morgunblaðið/Ómar ALLTAF SPENNT FYRIR BAKSTRI Veik fyrir sætindum KÖKUBAKSTUR ÞARF EKKI AÐ VERA FLÓKINN EN GETUR AUÐVELDLEGA FARIÐ ÚRSKEIÐIS EINS OG MARGT ANNAÐ. HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ER ANSI LUNKINN BAKARI EN HEFUR STUNDUM ÞURFT AÐ HLAUPA ÚT MEÐ LOGANDI OFNSKÚFFU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hugrún í Íslandi í dag hefur dálæti á að baka kökur og kræsingar. 2½ dl döðlur 2½ dl pecanhnetur 11⁄4 dl 70% súkkulaði (eða 56%) Saxa þetta allt 2½ dl hrásykur 3 msk. spelt 1 msk. vanilludropar 3 msk. vatn 2 egg 1 tsk. lyftiduft Aðferð: Allt sett í skál, blandað saman með skeið og látið standa í 15 mínútur. Hræra aftur í og setja í form (smelluform er þægilegast) og bakað í 40 mínútur á 150°C, stillt á blástur. Það er ekki sjón að sjá kökuna án súkku- laðispæna og er þeim stráð yfir þegar hún kem- ur úr ofninum, eða a.m.k. á meðan hún er heit. Síðan er hún borin fram með rjóma og/eða jafnvel ís. Einföld en ljúffeng döðlusúkkulaðikaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.