Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Græjur og tækni fjórða kynslóð af iPad, en þó umtalsvert öflugri; 80% hraðvirkari ef marka má mælingar á netinu. A7-örgjörvinn í tölvunni er líka spar- neytnari en fyrri örgjörvar og því var hægt að minnka rafhlöðuna um nærfellt þriðjung, og gera þannig tölvuna þynnri og léttari; WiFi iPad 4 er 650 g, en iPad Air ekki nema 450 g. Þrátt fyrir það er rafhlöðuending sögð sú sama, um tíu tímar. iPad Air leysir af hólmi fjórðu kynslóð, iPad 4, sem hætt var að framleiða fyrir tæpum tveim vikum þó enn séu væntanlega til tölvur í verslunum víða. Það verður þó enn hægt að fá iPad 2, því hún verður framleidd áfram og selst á lægra verði, nema hvað, en verðmunurinn verður þó merkilega lítill, miðað við gæðamuninn. Sá nýi kostar frá 89.990 kr. WiFi og frá 124.990 kr. WiFi og 4G. Skjárinn er 9,7" Retina skjár, með 2.048x1.536 díla upplausnin, 264 dílar á tommu. Örgjörvinn er A7- örgjörvinn sem Apple kynnti á dögunum og er til að mynda í iPhone 5S, sem kom á markað í september. Þráð- laust net er líka hraðvirkara en í eldri gerðum. Tveir ókeypis forritavöndlar fylgja iPad Air, annars vegar iLife með iPhoto, iMovie, iDVD, iWeb og GarageBand og hins- vegar iWork, en í þeim vöndli, sem var áður seldur, eru ritvinnsla, töflureiknir og glæruforrit, Pages, Numbers og Keynote. Í upphafi var iPadinn og svo komu allir hinir – spjaldtölvuæðið semgekk yfir landið á síðasta ári, þegar jólagjöfin var ódýr Androidspjaldtölva, á rætur sínar í þvi er Apple kynnti 10" iPadspjaldtölvu fyrir rúmum þremur árum. Frá þeim tíma hefur Apple selt 170 milljón iPad tölvur og hundruð milljóna hafa selst af öðrum spjald- tölvum, þá aðallega tölvum sem nota Android-stýrikerfið. iPadinn var fyrstur, eða í það minnsta fyrsta spjaldtölvan sem var svo vel úr garði gerð að hún náði almennri hylli, og nýjar útgáfur hennar hafa líka haldið for- skotinu á samkeppnina, nú síð- ast iPad Air, sem kom á markað á föstudag og setur ný viðmið í hönnun og vinnslu, eða það finnst manni í það minnsta þegar maður handleikur tölvuna í fyrsta sinn; hún er léttari og minni og ótrúlega mikill hraðamunur. Hvað stærðina varðar þá er hún jafn há, en ekki eins breið, því kanturinn hvorum megin er minni. (Sá gamli var 24,1×18,6×0,9 sm, en nýi 24×17×0,75 sm.) Hann er líka léttari en fyrri gerðir af iPad, 20% þynnri og 28% léttari en Í UPPHAFI VAR IPADINN NÝR IPAD, IPAD AIR, ER EKKI BARA LÉTTARI OG NETTARI EN FYRIRRENNARAR HANS – HANN STAÐFESTIR LÍKA OG TRYGGIR YFIRBURÐI APPLE Á SPJALDTÖLVUMARKAÐI ENN UM SINN. Græja vikunnar * Sú var tíðin að spjaldtölvu-framleiðendur notuðu fjölda for- rita sem vopn í slag sínum, en eft- ir að Google Play-búðin náði pari við App-sjoppu Apple hættu menn að þrasa um það að mestu. Rétt þó að geta þess að í App Store eru nú 475.000 forrit sér- sniðin að iPad. * Tvö loftnet eru í vélinni ogstuðningur við MIMO-loftnetstækni, sem eykur hraða á þráðlausu neti. Einnig er aukinn stuðningur við 4G og þá við fleiri 4G-afbrigði. Mynd- flagan samskonar og í síðustu gerð, 5 MP sem tekur 1080p vídeó, 30 ramma á sek. Sjálf myndavélin er þó endurbætt og aukinn vinnslu- hraði örgjörva bætir myndvinnsluna. ÁRNI MATTHÍASSON * A7-örgjörvinn er 64 bita, ogvinnsluhraðinn tvöfaldur á við A6- örgjörvann sem var í iPad 4, en grafíkörgjörvinn er líka mun öfl- ugri, allt að tvöfalt hraðvirkari, en auk þess er nýi M7 örgjörvinn í tölvunni, sem stýrir hreyfiskynj- urum. að þau bjóði upp á að vista skjöl beint í skýið í gegnum aðila á borð við Dropbox, iCloud eða Go- ogle Drive, og í mörgum tilfellum er hægt að samræma skjöl á milli ólíkra véla. Það þýðir að texti sem þú byrjar á í vinnunni er til staðar í heimatölvunni, símanum þínum eða spjaldtölvunni ef á þarf að halda, og hægt að vinna frekar með hann þar. Þá er vert að nefna að flest þessara forrita notast við .rtf eða .txt skráarsnið (í stað .doc), sem skilar af sér hreinum texta án kóða, en útliti word-skjala er stjórnað með kóða. Þetta er ótví- ræður kostur fyrir alla þá sem skrifa fyrir netið, en kóði úr word- skjölum á það til að valda erfið- leikum þegar texti er afritaður og límdur úr Word-skjali í vefumsjón- arkerfi, þar sem kóðinn vill gjarn- an smitast með ef ekki er rétt far- ið að. Og til þess að liðka enn frekar til færist það sífellt í aukana að slík forrit búi yfir Markdown-stuðningi. Markdown Fólk sem skrifar mikið fyrir vef- inn (hvort sem er heima eða við vinnu) þekkir væntanlega vel til þeirra vandræða sem Word- skráarsnið getur valdið. Í stað þess að stjórna útliti texta með hnappastjórnborði líkt og finna má í Word, eru æ fleiri sem reyna að temja sér að nota einfalt „forrit- unarmál“ sem kallað er Mark- down, sem er sérstaklega gert til þess að geta með einföldum hætti W ord hefur umtals- verða kosti sem ritvinnsluforrit. Það heldur ágæt- lega utan um stór skjöl, býður upp á skilvirka leið til að meðhöndla stór textasöfn í gegnum skilgreind stílsnið. Það er einfalt að útbúa heimildaskrár og efnisyfirlit, flytja inn töflur og myndir, halda utan um breytingar á skjölum, setja inn athugasemdir og ýmislegt annað. En þessu fylgja líka ákveðnir ókostir. Word er þungt ritvinnslu- forrit sem reynir á vinnsluminnið, það býður upp á aragrúa af mögu- leikum sem við kunnum fæst að nota okkur til fullnustu; og hefur fyrir vikið viðamikið stjórnborð sem getur virkað ruglandi. Stað- reyndin er nefnilega sú að Word- forritið er umtalsvert öflugra en það sem við þurfum, öllu jafna. Það er dálítið eins og að mæta með fallbyssu í hnífabardaga. Á undanförnum árum hefur auk- ist talsvert framboðið á léttari og einfaldari ritvinnsluforritum, sem duga flestum við dagleg störf. Kostur þessara forrita er einkum að þau eru mjög fyrirferðarlítil og létt, bjóða upp á mjög einfalt vinnuviðmót þar sem aðaláherslan er lögð á að hjálpa þér að halda einbeitingunni á sjálfum skrif- unum, fremur en stílsniðum, að- gerðum og útliti. Þessi forrit eiga það flest sam- eiginlegt að þau fylla upp í allan skjáinn til að draga úr truflandi áreiti. Það blasir ekkert við þér annað en textinn. Það er algengt stjórnað útliti texta, og breytt honum í einfaldan HTML kóða, sem er forritunarmál sem stjórnar því hvernig heimasíður líta út. Markdown er í eðli sínu mjög einfalt. Með því að nota tákn, t.d. *stjörnu* í kringum orð, færðu skástrikað orð. Með tveimur **stjörnum** færðu feitletrað orð. Einn kostur við að nota þessa að- ferð til að stíla texta er að það þarf ekki að einbeita sér að neinu öðru en að hamra á lyklaborðið. Það verður ekkert rof á skrifunum til þess að færa bendilinn til að velja textahluta, velja svo hnapp og velja svo aftur viðeigandi stað í skjalinu til að halda áfram að skrifa. Þetta hljómar ekki sem stórvægilegt atriði, en þetta gerir vinnubrögð skilvirkari og bætir einbeitingu, sem þýðir stóraukin afköst. Létt og einföld textaforrit hafa því marga góða kosti sem gera þau aðlaðandi fyrir fólk sem skrif- ar mikið. Þau henta ekki í öll verk, en að sama skapi eru önnur verk sem þau henta talsvert betur í en Word. Hvað er í boði? Notepad í Windows og Text Edit frá Apple eru dæmi um einfaldari og léttari ritvinnsluforrit, en þau eru þó ansi langt frá því sem best gerist. Það eru fleiri valkostir í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar. Fyrst má nefna Google Docs, sem býr yfir mörgum kostum sem Word býður upp á, en býður þó upp á talsvert léttara viðmót. Kostir þess eru einkum fólgnir í möguleikanum til að vinna með texta með öðrum. Þá er engin þörf fyrir að vista texta í Google Docs, því það gerist sjálfkrafa jafn óð- um. En fyrir þá sem aðhyllast ein- faldleikann er þó fullmikið í boði hér. Fleiri hafa farið sömu leið og Google og byggt viðmótið inn í vafrann. Í stað þess að sækja eig- inlegt forrit fer ritvinnslan fram í sama glugga og önnur netnotkun í gegnum heimasíðu. Slíkt hefur talsverða kosti í för með sér, ekki síst aðgengi, en þú opnar bara vafrann og byrjar að skrifa, óháð stýrikerfi. Dæmi um slíka valkosti eru annars vegar Writebox, Write- Létta leiðin til að hætta að nota Word FLESTIR ÞEKKJA LÍKLEGA VEL TIL RITVINNSLUFORRITSINS MICROSOFT WORD. FÓLK SEM ÞARF AÐ NOTA ÞAÐ, HVORT SEM ER Í VINNU, SKÓLA, EÐA AF ÁHUGA, KANNAST ÞÓ LÍK- LEGA VIÐ AÐ ÞRÁTT FYRIR UMTALSVERÐA KOSTI, ÞÁ HEFUR WORD EINNIG SÍNA GALLA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Létt og einföld textaforrit hafa marga góða kosti sem gera þau aðlaðandi fyrir fólk sem skrifar mikið. *Word er þungtritvinnsluforritsem reynir á vinnsluminnið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.