Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 42
* Einhver albesta fjárfesting semAurapúkinn hefur gert var þegar hann keypti sér stafræna farang- ursvog. Aurapúkinn á það til að vera nokkuð á ferðinni og hefur oftar en einu sinni lent í þeirri skelfilegu aðstöðu að þurfa að borga dýru verði nokkur aukakíló af farangri. * Púkinn er fyrir lönguorðinn sannfærður um að yfirvigt- argjöld hljóti að vera ein helsta tekju- lind flugfélag- anna, svo hátt er gjaldið. Sem dæmi kostar það farþegann aukalega 4.900 kr. ef flogið er innan Evr- ópu með Icelandair og taskan vegur meira en 23 kg, 13.100 kr. ef flogið er til N- Ameríku. WOW miðar við að taskan sé 20 kg og rukkar 1.495 kr fyrir hvert kíló umfram það. Hjá EasyJet kostar aukakílóið 10 pund á flugvellinum, eða um 1.925 kr. * Létt og nett farangursvigtinhjálpar til við að hafa hemil á þyngdinni ef verið er að versla, og veitir mikla hugarró með því að gefa vissu um að töskurnar séu ekki yfir mörkum. púkinn Aura- Vogin með í ferðalagið *Fjármál heimilannaNýr möguleiki í sjúkratryggingum stendur nú til boða hér á landi Ekki þarf að kynna Bjarna Arason söngvara fyrir lesendum blaðsins. Bjarni er óðara að komast í jólagírinn en hann verður með söngdagskrá á Grand Hótel Reykjavík frá miðjum nóvember. Hann segir orðið tíma- bært að endurnýja 15 ára fjölskyldubílinn. Hvað eruð þið mörg í heimili? Fimm manns í heimili. Ég og mínar fjórar konur. Eiginkonan og þrjár stelpur sem við eigum. Sannkallað kvennaríki. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ekki alveg með það nákvæmlega á hreinu en það er alveg heill hellingur, alltof mikið í þessu ófjölskylduvæna landi okkar. Mikið ójafnvægi á milli launa og verðlags. Hvar kaupirðu helst inn? Við reynum að blanda þessu. Það helsta kaup- um við í lágvöruverslunum en það hentar samt ekki alltaf, fer svolítið eftir hvað er verið að kaupa inn. Vil helst ekki kaupa kjöt í myrkri. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er mjólkin fína, egg og sódavatn en það verður alltaf að vera til. Tómatsósan kemur sterk inn líka. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að reyna að kaupa skynsamlega inn sem manni tekst nú ekki alltaf reyndar. Það þarf ekki alltaf að borða mat í dýrari kantinum á degi hverjum, það er vel hægt að útbúa góð- an mat án þess að kosta endilega svo miklu til. Hvað vantar helst á heimilið? Konuna vantar safapressu og svo þarf að end- urnýja bifreið fjölskyldunnar en bíllinn okkar er 15 ára og orðin ansi lúinn. Eyðir þú í sparnað? Já, ég geri það nú. Ég á sparibauk. Skothelt sparnaðarráð? Það er til dæmis að kaupa ríflega í matinn svo það verði afgangur daginn eftir, nýta meira af þeirri matvöru sem til er í skápunum. Það er oft ýmislegt þar ef maður spáir í það. Svo er alltaf hægt að skera brauðið í báða enda og borða það endalaust. Einnig er alltaf ágætistrikk að mæta í heimsókn hjá vinum og vandamönn- um svona um hálfsex á kvöldin sem leiðir til þess að manni er bara boðið að vera í kvöld- mat, passa bara að gera ekki of mikið af þessu. BARNI ARASON SÖNGVARI Á SPARIBAUK Ýmislegt leynist í eldhússkápunum Bjarni segist ekki kaupa kjötvöru hvar sem er. E f heilsan skyldi bresta getur verið ómetanlegt að hafa keypt sjúkdómatryggingu. Sjúkdómatryggingar ís- lensku tryggingafélaganna ná m.a. yfir krabbamein, MS, hjarta- og æðasjúkdóma, útlimamissi og blindu. Allt eru þetta áföll sem eru þess eðlis að vera erfið viðureignar og geta lagt miklar byrðar – ekki síst fjárhagslegar– á bæði sjúkling- inn og fjölskylduna. Í undarlegri stöðu eftir bata Framfarir í læknavísindum hafa orðið til þess að sjúkdóma sem eitt sinn gátu ýmist verið dauðadómur eða ávísun á mjög skert lífsgæði er í dag hægt að lækna eða halda í skefjum. Við það kemur upp óvenjuleg staða fyrir tryggingatakann, því sjúkdómatryggingar er almennt ekki hægt að endurvekja eftir að búið er að greiða þær einu sinni. Hefur borið á að þeir sem náðu að komast í gegnum veikindin hafi ekki verið ánægðir með að geta ekki sjúkratryggt sig á ný. OKKAR líftryggingar hafa nú riðið á vaðið með endurvekjanlegri sjúkdómatryggingu sem bregst við þessari þróun: „Sjúkdómatryggingin nær yfir tuttugu bótaþætti sem skiptast í fimm flokka. Ef tryggingartaki veikist og fær greiddar út bætur getur hann nú, án nýrrar umsókn- ar, endurvakið trygginguna í öllum flokkum nema þeim sem hann fékk greitt úr,“ segir Bjarni Krist- jánsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá tryggingafélag- inu. Þetta þýðir að viðskiptavinur sem fær hjartaáfall getur strax sjúkdómatryggt sig að nýju gegn t.d. krabbameini og taugasjúkdóm- um en ekki gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Tryggingataki getur því, fræðilega séð, fengið sjúk- dómatrygginguna greidda út allt að fimm sinnum á lífsleiðinni eða einu sinni í hverjum flokki. Bjarni segir þennan sveigjan- leika ekki hækka iðgjöldin og vá- tryggingafjárhæðin verður sú sama í nýrri tryggingu. Sjúkdómatrygg- ingar sem þegar eru í gildi hjá OKKAR líftryggingum verða sjálf- krafa endurnýjanlegar. Segir hann tryggingafélög erlendis hafa byrjað að bjóða upp á þennan möguleika í sjúkdómatryggingum árið 2005 með góðum árangri. Fleiri gætu fylgt á eftir Upplýsinga var leitað hjá hinum tryggingafélögunum og fengust þar þau svör að endurvekjanlegar sjúkdómatryggingar væru ekki í boði að svo stöddu. Ólafur Njáll Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra líf- trygginga, segir ekki ólíklegt að fleiri tryggingafélög muni taka að bjóða upp á endurvekjanlegar sjúkdómatryggingar. „Frá því að sjúkdómatryggingar komu fyrst á markaðinn fyrir um 15 árum hefur læknavísindunum sem betur fer fleygt mikið fram. Betur gengur í dag að meðhöndla marga sjúkdóma sem áður voru jafnvel ólæknandi,“ segir hann og bætir við að það sé alls ekki loku fyrir það skotið að viðskiptavinir geti fengið nýja tryggingu eða keypt sjúkdómatryggingu hjá öðru tryggingafélagi eftir að hafa einu sinni fengið sjúkdómatryggingu greidda út. „Þá er litið til sjúkrasögu við- komandi til að ákvarða hvaða tryggingar er hægt að bjóða í hverju tilfelli fyrir sig.“ FRAMFARIR Í LÆKNINGUM KALLA Á NÝJA NÁLGUN Í TRYGGINGUM Nú hægt að endurvekja sjúkratrygginguna TRYGGINGAFÉLAG RÍÐUR Á VAÐIÐ MEÐ NÝJA TEGUND SJÚKRATRYGGINGA. SKIPTIR TRYGGINGUNNI Í FIMM FLOKKA OG HÆGT AÐ HALDA VERNDINNI Í ÞEIM FLOKKUM SEM EKKI HEFUR VERIÐ GREITT ÚR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þar til nýlega gátu þeir sem höfðu fengið greiddar bætur úr sjúkdómatrygg- ingu alla jafna ekki sjúkdómatryggt sig að nýju. Mynd úr safni. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.