Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 F ranck Ribéry er ekkert lamb að leika sér við. Hann er vægðarlaus þegar mótherjinn er annars vegar og hefur leikið þá marga grátt. Þessi þrítugi, eldfljóti og leikni framherji var lykilmaður í liði þýska stóveld- isins Bayern München á síðasta keppn- istímabili og kjörinn knattspyrnumaður árs- ins í Evrópu í haust. Hann var fremstur meðal jafningja í liði Bayern sem vann alla titla sem í boði voru. Það varð Þýskalands- meistari, þýskur bikarmeistari og fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu. Ribéry er markaður eftir mjög alvarlegt bílslys þegar hann var aðeins tveggja ára. Fjölskyldubíllinn lenti í árekstri við flutn- ingabíl, sauma þurfti um 100 spor í andlit drengsins sem stórslasaðist; áberandi ör í andlitinu minna hverja einustu stund á þær þjáningar sem hann gekk í gegnum. Hann var einhvern tíma spurður hvort hann hygð- ist ekki láta „laga“ örin, en kvað nei við: „Þetta er ég.“ Utan vallar er þessi snjalli franski lands- liðsmaður ljúfur sem lamb; með báða fætur á jörðinni og afar elskulegur, ef marka má fund með honum í München fyrir nokkrum dögum. Rólyndur fjölskyldumaður sem nýtur lífsins og segist hafa lært margt á hinum ýmsum mistökum sem hann hefur gert í gegnum tíðina. Kröpp kjör Fjölskylda Ribérys bjó við kröpp kjör í út- jaðri borgarinnar Boulogne Sur Mer í norð- urhluta Frakklands þegar hann var barn og segir hann æskuna hafa mótið sig mjög mik- ið. Var reyndar baldinn framan af, lagði sig ekki fram í skóla því hann og félagarnir treystu fljótt á það að þeir gætu orðið at- vinnumenn í fótbolta og lifað góðu lífi sem slíkir. Sú hefur reyndar orðið raunin með Ri- béry, hann er nú sagður launahæsti leik- maður í sögu Bayern – en slíkt er ekki sjálf- gefið þegar menn eru ungir að árum. „Lífið var ekki auðvelt þegar ég var ung- ur. Við bjuggum við erfiðar aðstæður, pabbi vann alltaf mikið til að við hefðum það bæri- legt og ég held það sé vegna dugnaðar hans og elju hvernig manneskja ég er í dag. Ég hef komist í gegnum ýmsa erfiðleika, haldið fótunum á jörðinni og borið höfuðið hátt, vegna þess hvernig ég var alinn upp.“ Ribéry segist mjög gagnrýninn á sjálfan sig. „Ég spyr mig sífellt þeirrar spurningar hvað ég geti gert betur, hvort sem er á æf- ingu eða í leik. Inni á vellinum reyni ég allt- af að láta mér líða vel og hafa gaman af verkefninu, en ekki síður að gleðja áhorf- endur og samherjana.“ Ribéry var í haust kjörinn leikmaður árs- ins í Evrópu af hópi blaðamanna á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Hafði þar betur í baráttu við Lionel Messi hjá Barce- lona og Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid. Sá franski er afar stoltur yfir þessu en segir það ekki setja á sig meiri pressu en áður. Hann reyni einfaldlega alltaf að gera sitt besta, fyrir sem eftir kjörið. Árlega er kjörinn leikmaður ársins í heim- inum á vegum Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA, og franska tímaritsins France Football; keppt er um gullboltann – Ballon d’Or – og Ribéry dreymir að sjálfsögðu um þá nafnbót eins og aðra. „Það yrði stórkost- legt og ég tel mig alveg geta unnið. Ég hef sveiflast upp og niður á ferlinum en síðustu tvö og hálft ár hef ég verið mjög ánægður með sjálfan mig og er nú á toppnum. Það gleddi mig mjög ef ég fengi gullboltann en slík viðurkenning skiptir fleiri máli en mig; félagið mitt að sjálfsögðu, en faðir minn og eiginkona eiga líka stóran þátt í velgengn- inni og eiga verðlaunin ekki síður skilið að mínu mati, ef svo má segja.“ Ribéry er þó ekki með hugann við kjörið, heldur leiki Bayern og ekki síður viðureignir Frakklands við Úkraínu sem eru framundan; umspilið um sæti í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu næsta sumar. Frakkar eru nefnilega í sömu sporum á Íslendingar hvað þá keppni varðar. „Leikirnir við Úkraínu eru okkur gríð- arlega mikilvægir. Það verður flókið að eiga við Úkraínumenn því þeir eru mjög gott lið, en ég verð ekki undir meiri pressu en venju- lega. Reyni bara að standa mig vel sem endranær; ég hef oft mætt erfiðum andstæð- ingum þannig að það er engin nýlunda og við erum staðráðnir í að hafa betur því við viljum fara til Brasilíu.“ Áfram Ísland - og Króatía! Talandi um HM. Ribéry er spurður um bæði Bosníu-Hersegóvínu, sem komið er á HM í fyrsta skipti, og „litla“ Ísland sem enn á möguleika. „Mér fannst frábært að Bosníu-Hersegó- vínu skyldi takast að komast beint á HM. Leikmenn liðsins eru tilbúnir að leggja mik- ið á sig í hvert einasta skipti og það skilaði árangri. Ég óska þeim alls góðs á HM.“ Ribéry segist verða að viðurkenna að hann þekki ekkert til íslenska liðsins, en ítrekar að gaman sá ef fámennar þjóðir eigi fulltrúa í Brasilíu. „Tækist liðinu að komast á HM yrði það að sjálfsögðu algjör draumur fyrir fólkið; alveg stórkostlegt. En Króatía er með mjög gott lið og ég yrði leiður fyrir hönd vinar míns Mario Mandzukic, samherja míns hér hjá Bayern, ef lið hans kæmist ekki til Brasilíu, því hann vill auðvitað líka fara á HM. Ég óska því báðum þjóðum vel- farnaðar. Vona að betra liðið vinni í þessari rimmu.“ Afar pólitískt og skynsamlegt svar! Ribéry hefur víða farið á ferlinum. Var fyrst á mála hjá liði heimabæjarins, þá þrjú ár sem unglingur hjá Lille en fór síðan aftur heim. Lék því næst með Ales, þá Brest og Metz áður en hann fór 2005 til Galatasary í Tyrklandi. Staldraði reyndar mjög stutt við þar, aðeins í nokkra mánuði og snéri þá til stórliðs Marseille í heimalandinu. Þar sló okkar maður loks í gegn, var hjá suður- Mikilvægt að allir finni hamingjuna FRANSKI KNATTSPYRNUMAÐURINN FRANCK RIBÉRY VAR KJÖRINN SÁ BESTI Í EVRÓPU Í HAUST. HANN ER GOTT DÆMI UM AÐ ENGAN SKYLDI STIMPLA FYRIRFRAM; ÞESSI ÓGNVEKJANDI LEIKMAÐUR, SEM LENT HEFUR Í ALLS KYNS VANDRÆÐUM Á LÍFSLEIÐINNI, ER ALLT ÖÐRUVÍSI VIÐKYNN- INGAR EN HALDA MÆTTI, VIRKAR BÆÐI LJÚFUR OG ÞÆGILEGUR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Franck Ribéry fyrir aftan Lionel Messi fyrir kjör knattspyrnumanns ársins í Evrópu í Mónakó í ágúst. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.