Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 8
Í  apríl  síðastliðnum  átti  undirrituð  viðtal  við  Vigdísi  Finnbogadóttur,  sem  birtist  í  vorhefti  Málfríðar.  Skömmu síðar hélt STÍL vel heppnaða alþjóðlega nám­ stefnu,  „Sharing  the  Treasure  Trove,“  þar  sem  Vigdís  var  bæði  verndari  og  virkur  þátttakandi  og  vakti  athygli og aðdáun námstefnugesta.  Þessi  samskipti  við  Vigdísi  Finnbogadóttur  höfðu  slík  áhrif  á  mig,  að  mér  var  ekki  lengur  til  setunnar  boðið.  Alþjóðlega  tungumálamiðstöðin  sem  Stofnun  Vigdísar Finnbogadóttur hefur unnið að á undanförn­ um árum og Vigdísi dreymir um að koma á fót hér á  landi, varð að máli málanna í huga mér og mér fannst  nauðsynlegt að finna leiðir til að fá þjóðina til að sam­ einast að baki málefninu og koma því í höfn.  Allar  götur  frá  því  að  Vigdís  lét  af  embætti  for­ seta  Íslands  hefur  hún  unnið  sleitulaust  að  verndun  og  framgangi  tungumála,  víðsýni  og  skilningi  milli  menningarheima. Með störfum sínum sem velgjörðar­ sendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur  hún þegar  lagt grunninn að byggingu alþjóða  tungu­ málamiðstöðvarinnar, enda ber það við að útlendingar  banki upp á í Háskóla Íslands og spyrji hvar alþjóða­ tungumálamiðstöðina sé að finna. Í  þessum  tilgangi  var  efnt  til  stofnfundar  Vina Vigdísarstofnunar  þann  26.  september  síðastliðinn,  á  Evrópska  tungumáladeginum,  í  Safni  Sigurjóns  Ólafsson ar á Laugarnestanga. Vinir Vigdísarstofnunar er  óformleg hreyfing áhugamanna um alþjóðlegu tungu­ málamiðstöðina, sem hefur það markmið að leggjast á  árar með Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum  tungumálum til að gera hana að veruleika. Hreyfingin  er  óformleg  að  því  leyti  að  hún  á  hvorki  kennitölu  né  reikning,  lög  eða  stjórn,  heldur  aðeins  heimasíðu:  www.vvs.is og póstlista. Til  að  gerast  Vinur  Vigdísarstofnunar  þarf  aðeins  tvennt til: að kynna sér áformin um Alþjóðlegu tungu­ málamiðstöðina  og  segja  frá  þeim.  Þannig  munu  ,,fiðrildaáhrifin” breiðast út meðal þjóðarinnar og við  getum  náð  samstöðu  um  verkefnið.  Nú  þegar  hafa  safnast fjármunir sem duga að tveimur þriðju hlutum  fyrir byggingu miðstöðvarinnar og ég er sannfærð um  að  þegar  almennur  áhugi  og  skilningur  skapast  um  verkefnið munu þeir fjármunir sem upp á vantar rata  í hús. Ástæður þess að mér finnst þessi draumur Vigdísar  verðugur þess að  sameinast um eru ekki  síst þær,  að  í honum felst  í senn innri uppbygging, sem ytri. Með  því  að  stíga  fram  og  bjóða  tungumálum  heimsins  heimili  á  Íslandi,  mörkum  við  okkur  verðugt  hlut­ verk í alþjóðasamfélaginu þar sem við stöndum hvað  sterkust fyrir. Framganga okkar gagnvart eigin tungu­ máli er til fyrirmyndar og eftirbreytni. Í alþjóðatungu­ málamiðstöðinni  veitist  okkur  í  senn  tækifæri  til  að  rækta  umheiminn  sem  og  okkur  sjálf;  næra  sköpun,  skilning  og  umburðarlyndi  milli  menningarheima  og  endurheimta  sjálfsmyndina  í  kaupbæti.  Ég  er  sann­ færð um að greiðasta  leið okkar uppúr niðurlægingu  og ringulreið síðustu mánaða liggur í gegnum alþjóð­ legu tungumálamiðstöðina.  Vini Vigdísarstofnunar stofna ég sem einstaklingur, en  tel það samræmast markmiðum STÍL, með því að efla  stöðu tungumálanna í samfélaginu og skilning á mikil­ vægi þeirra í víðu samhengi. Ég býð tungumálakennara  velkomna í hóp Vina Vigdísarstofnunar og hvet þá til að  „fiðrildast“ í anda hreyfingarinnar sem víðast. Enginn  er þess betur umkominn en við tungumálakennarar að  skilja  sóknarfærin  sem  liggja  í  þessu  verkefni  og  því  erum við kjörnir talsmenn tungumálamiðstöðvarinnar.  Ímyndum okkur  töfrana sem við munum verða vitni  að,  þegar  hugur  ungs  fólks  upplifir  tungumálin  sem  umfjöllunarefni í opnu sýningarrými alþjóðlegu tungu­ málamiðstöðvarinnar,  þar  sem  nútímatækni  verður  nýtt til hins ýtrasta til að gefa þeim innsýn í töfraheim  tungumálanna. Aðstoðum þjóðina við að  taka á móti  og nýta sér þessa einstöku gjöf sem draumur Vigdísar  um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina er.  8 MÁLFRÍÐUR Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, formaður STÍL. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. – Vinir Vigdísarstofnunar

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.