Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 23
Sumir trúa að örlög ráði hvernig líf mannanna þróast  og  telja  tilviljanir  ekki  til.  Aðrir  telja  hins  vegar  að  heppni  geti  iðulega  átt  þar  hlut  að  máli.  Snæfríður  Grímsdóttir telst til þess hóps, því hún segist sjálf hafa  verið  á  réttum  stað  á  réttum  tíma  þegar  hún,  ásamt  fleiri  íslenskum  framhaldsskólanemum,tók  þátt  í  „The  ESU  International  Speaking  Competition  2010,“  sem  fór  fram  í  húsakynnum  HR  í  Reykjavík  sl.  vor.  Bandarískur  sendráðsstarfsmaður  heyrði  hana  flytja  ræðu  á  ensku  og  bauð  henni  í  kjölfarið  að  taka  þátt  í  ævintýralegu  sumarnámskeiði  í  Bandaríkjunum.  Benjamin  Franklin  Transatlantic  Fellows  Summer  Institute er prógramm sem sett var saman árið 2005 og  hefur síðan tekið á móti og mótað aragrúa ungmenna  frá Evrópu og Bandaríkjunum. En hvernig kom það til  að Snæfríður fór þarna út? „Ég tók þátt í enskri ræðukeppni,“ segir Snæfríður.  „Í hópi áheyrenda var  starfsmaður bandaríska  sendi­ ráðsins á Íslandi og heyrði í mér. Eftir að keppninni var  lokið spurði hann mig hvort ég vildi taka þátt  í sum­ arprógrammi í Bandaríkjunum. Ég hélt það nú og hann  gaf mér upp tölvupóstfang og í gegnum það sendi ég  inn  umsókn.  Sendiráðin  velja  hvert  í  sínu  landi  ein­ staklinga  sem  þau  telja  að  eigi  heima  í  þessum  hópi.  Ég  þurfti  að  fylla  út  alls  konar  skjöl  og  svara  spurn­ ingum en að lokum er svo valið úr hópi umsækjenda  í Washington.“ Þetta nám eða prógramm er kennt við  Benjamín Franklín. Hvers vegna er það? „Hann hafði áhuga á að  tengja  saman ólíka menn­ ingarheima.  Þarna  komu  saman  ungmenni  frá  þrjá­ tíu  og  átta  ólíkum  löndum  og  tíu  Bandaríkjamenn.  Við  lærðum  um  lönd  hvers  annars  og  hvert  af  öðru.  Kennslustundir fyrstu vikuna fóru í það en svo lærð­ um  við  einnig  um  ríkisborgararétt,  alþjóðastjórnmál,  alþjóðatengsl,  stjórnarskrárfræði,  stjórnmálafjölmiðla­ fræði og fleira. Seinustu vikuna tókum við þátt í sam­ félagsþjónustu sem fól meðal annars í sér að þrífa fljót  og heimsækja heimili fyrir börn sem áttu erfitt. Við  gerðum  verkefni  og  tókum  þátt  í  umræðum.  Við þurftum að taka afstöðu með eða á móti tilteknum  skoðunum og halda ræður. Það var mjög skemmtilegt.  Einn  leiddi  þessar  umræður  og  málin  voru  skoðuð  ofan í kjölinn.“ En  krakkarnir  gerðu  fleira.  Þau  fengu  að  fara  um  The  National  Mall  í  miðborg  Washington  þar  sem  Pierre  Charles  L’Enfant  hannaði  garða  umkringda  breiðgötum sem leiða gestina að öllum helstu pólitísku  stofnunum þessa risaríkis.  „Við fengum að sjá The Liberty Bell,“ segir Snæfríður,  „og leiðsögn um Independence Hall. Ég get ekki gert  upp á milli þeirra staða sem við sáum né þeirra náms­ greina sem við fengum að kynnast.“ Hvað stendur þá  helst upp úr eftir dvölina þarna úti? „Kynni mín af öllu þessu ótrúlega fólki standa upp  úr. Við náðum öll  svo góðum  tengslum og ég kynnt­ ist  svo  mörgu  frábæru  fólki.  Við  urðum  sem  ein  stór  fjölskylda.  Fordómar  stafa  fyrst  og  fremst  af  þekk­ ingarleysi  og  við  fengum  tækifæri  til  að  fá  innsýn  í  menningu  og  viðhorf  annarra  sem  skilar  sér  í  því  að  fordómar minnka.  Ég  kynntist  þarna  m.a.  fólki  frá Albaníu  en  það  er  mjög lokað land svo þau kynni reyndust mér mjög dýr­ mæt. Ég á einnig góða vini út um allan heim. Á meðan  við  vorum  í  Philadelphia  var  þar  annar  BFTF  hópur,  BFTF Asia, þar voru aðallega þátttakendur frá öllum – stan löndunum, svo sem Afganistan, Pakistan og fleiri.  Við vorum svo heppin að fá að hitta þá og með þeim  bjuggum við til okkar eigin ráðstefnu um Sameinuðu  Þjóðirnar. Ég veit ekki með hina, en við gátum notast  við fyrri reynslu úr tímum, því þar höfðum við þurft  að  búa  til  okkar  eigið  land  með  sínu  stjórnskipulagi,  hernaðaráætlunum, fjármálum og fleiru. Það var mjög  gaman  að  heyra  skoðanir  þeirra  á  ýmsum  málefnum  því  hver  og  einn  kom  með  eitthvað  úr  sinni  eigin  menningu.  Ég  gleymi  heldur  ekki  heimsókn  okkar  í  Innan­ ríkisráðuneytið.  Þar  sagði  starfsmaður  okkur  frá  vinnudeginum,  eins  og  hann  gengur  venjulega  fyrir  sig og það var áhugavert að heyra.“  Snæfríður er nú í menntaskóla og á eftir að ákveða  hvað  hún  hyggst  leggja  fyrir  sig  í  framtíðinni.  En  er  líklegt  að  þessi  ferð  og  það  sem  hún  kynntist  í  Bandaríkjunum eigi eftir að hafa áhrif á val hennar á  fagi í háskólanum? „Það gæti verið,“ segir Snæfríður. „Ég gæti hugsað  Snæfríður ásamt samnemanda sínum. MÁLFRÍÐUR 23 Þekking vinnur gegn fordómum

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.