Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 7
Loks hafa nokkrir aðrir erlendir aðilar lagt verkefninu  lið. Munar þar mest um veglega styrki frá Riksbankens  Jubileumsfond  í  Svíþjóð  og  Institusjonen  Fritt  Ord  í  Noregi. Alls  vantar  nú  um  400  milljónir  til  að  fram­ kvæmdir við verkefnið geti hafist.  Rithöfundar leggja tungumálamiðstöðinni lið með bókinni Tungumál ljúka upp heimum. Orð handa Vigdísi Í tilefni af merkum tímamótum í lífi Vigdísar skrifuðu  27  íslenskir  rithöfundar  texta  um  mikilvægi  tungu­ málakunnáttu fyrir Íslendinga. Orðin handa Vigdísi er  gjöf  rithöfundanna  til  Vigdísar  og  framlag  til  alþjóð­ legu  tungumálamiðstöðvarinnar.  Hér  eru  á  ferðinni  afar  litríkir,  fróðlegir og áhugaverðir  textar, sem með  ólíkum  hætti  varpa  ljósi  á  gildi  tungumála  fyrir  ein­ staklinga  og  þjóðfélagið  í  heild.  Rithöfundarnir  eru:  Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Auður Ava  Ólafsdóttir,  Árni  Bergmann,  Bragi  Ólafsson,  Einar  Már  Guðmundsson,  Eiríkur  Guðmundsson,  Eiríkur  Örn  Norðdahl,  Friðrik  Rafnsson,  Gerður  Kristný,  Guðbergur  Bergsson,  Guðrún  Eva  Mínervudóttir,  Hermann  Stefánsson,  Jón  Kalman  Stefánsson,  Kristín  Ómarsdóttir,  Kristín  Marja  Baldursdóttir,  Matthías  Johannessen,  Njörður  P.  Njarðvík,  Oddný  Eir  Ævarsdóttir,  Pétur  Gunnarsson,  Rúnar  Helgi  Vignisson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson,  Steinunn Sigurðardóttir, Sölvi Björn Sigurðsson, Thor  Vilhjálmsson  og  Vigdís  Grímsdóttir.  Prófarkalestur  annaðist Uggi Jónsson og ritstjórn Auður Hauksdóttir,  en  Prentsmiðjan  Oddi  annaðist  umbrot  og  prentun  5  tölusettra  eintaka.  Pétur  Gunnarsson  rithöfundur  færði  Vigdísi  fyrsta  eintakið  af  bókinni  í  Listasafni  Sigurjóns Ólafssonar á Evrópska tungumáladeginum,  en  allir  sem  að  útgáfu  bókarinnar  komu  gáfu  vinnu  sína. Bókin hefur nú verið prentuð í stærra upplagi og  mun  allur  hagnaður  af  sölu  hennar  renna  til  tungu­ málamiðstöðvarinnar. Ekki þarf að  taka  fram, að orð  rithöfundanna tala á glæsilegan hátt  fyrir verkefninu  og  gildi  þess.  Fyrirhugað  er  að  þýða  bókina  á  fleiri  tungumál. –  Menning  í þýðingum (Cultures  in Translation) árið  2008 –  Varðveisla til framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menning- ar og náttúru (Preserving the Future: Sustainability of  Language, Culture and Nature) árið 2010.  Á  árinu  2008  var  sett  á  laggirnar  alþjóðleg  ráðgjafa­ nefnd um verkefnið en í henni eiga sæti: Anju Saxena  prófessor  við  Uppsalaháskóla,  Bernard  Comrie  for­ stöðumaður  málvísindadeildar  Max  Planck  stofn­ unarinnar  í  Leipzig,  Jens  Allwood  prófessor  við  Gautaborgarháskóla  og  Peter  Austin  prófessor  við  Lundúnarháskóla.  Á  árinu  2009  leitaði  menntamálaráðherra  eftir  því  við  Menningarmálastofnun  Sameinuðu  þjóðanna,  UNESCO,  að  Alþjóðlega  tungumálastofnunin  hlyti  vottun  sem  UNESCO­miðstöð  skv.  „Category  II“  en  vænta  má  að  slík  vottun  mundi  auðvelda  Stofnun  Vigdísar Finnbogadóttur að eflast enn frekar og rækja  hlutverk sitt á alþjóðavettvangi.  Kostnaður við verkefnið og staðan nú Heildarkostnaður við að reisa byggingu fyrir Stofnun  Vigdísar og til að skapa þá aðstöðu sem að framan er  lýst  er  áætlaður  1200  milljónir  króna  auk  lóðar,  sem  metin er á um 100 milljónir króna. Háskóli  Íslands er  reiðubúinn að leggja 400 milljónir til verkefnisins auk  lóðar. Í tengslum við stórafmæli Vigdísar í apríl í ár og  í tilefni þess að í júní s.l. voru liðin 30 ár frá sögulegu  forsetakjöri hennar, var efnt til sérstaks átaks til að afla  fjár til verkefnisins. Alls söfnuðust rúmar 250 milljónir  króna  hér  á  landi  frá  einstaklingum,  fyrirtækjum  og  stofnunum  og  frá  færeyskum  stjórnvöldum  og  fyrir­ tækjum, sem styrktu verkefnið með hátt í tuttugu millj­ óna króna framlagi. Þess má geta að Kennarasamband  Íslands styrkti verkefnið með 10 milljóna króna fram­ lagi og Bandalag háskólamanna með 1,5 milljón króna.  Áður hafði A. P. Møller og Hustru Chastine Mc­Kinney  Møllers  Fond  til  almene  Formaal  í  Danmörku  gefið  vilyrði  fyrir  styrk  að  upphæð  liðlega  100  milljónum  króna, takist að fullfjármagna verkefnið að öðru leyti.  •• MÁLFRÍÐUR 7

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.