Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 30
hann vill meta (t.d. framburður, orðaforði, flæði, málfar,  innihald o.s.frv. í munnlegu mati) og hvernig innbyrðis  vægi þáttanna verður. Síðan skrifar hann sundurliðaða  lýsingu á hverju stigi fyrir sig. Lýsingin verður að vera  í  samræmi  við  þær  kennslu­  eða  námsaðferðir  sem  nemendum hefur staðið til boða. Það krefst þjálfunar að búa matskvarðana til, en fyr­ irhöfnin er þess virði því öll yfirferð tekur miklu minni  tíma en þegar huglægu mati er beitt. Námsmatið verð­ ur nákvæmara og hlutlægara auk þess sem önnur end­ urgjöf kennara, t.d. umsögn, verður minni að umfangi.  Matskvarðar eru þess vegna kærkomið tæki til að létta  kennurum vinnuna auk þess sem gæði matsins aukast  margfalt (sjá heimasíðu FDK). Námsmöppur hafa  verið  notaðar  í  hartnær  tíu  ár  í  FSu,  en  kennarar  hafa  látið  nemendur  sína  safna  verkum  sínum  og  öðrum  gögnum  í  möppur.  Í  upp­ hafi  var  markmiðið  einfaldlega  að  nemendur  héldu  utan um gögnin sín og gætu gengið að þeim vísum á  einum stað. Síðan hafa markmiðin breyst og má segja  að  fyrirmynd  möppunnar  í  dag  sé  Evrópska  tungu­ málamappan (ETM). Það er reyndar mismunandi í hve  miklum mæli kennarar hafa nálgast ETM. Í möppuna  eru sett alls konar ritunarverkefni, en einnig hlustunar­ verkefni,  textar  og  diskur  með  upptökum  af  samtali  eða frásögn til að sýna kunnáttu og færni viðkomandi. Menntamálaráðuneytið  gaf  út,  árið  2006,  íslenska  útgáfu  af  ETM  og  þar  kemur  m.a.  fram  að  hún  er  þrískipt og  inniheldur:  „Tungumálapassa með stuttri  samantekt  um  móðurmál  eigandans  og  yfirliti  yfir  tungumálanám  hans  og  tungumálakunnáttu  sem  er  auðskiljanlegt  á  alþjóðavísu,  Námsferilsskrá  þar  sem eigandi getur  skráð námsmarkmið sín, kunnáttu  og  reynslu  af  menningu  annarra  þjóða  og  lagt  mat  á  framfarir sínar með skipulögðum hætti og Safnmöppu  þar  sem  eigandinn  varðveitir  sýnishorn  (þ.e.  sönn­ unargögn,  innskot  EV)  af  verkum  sínum  á  tungu­ máli/málum  sem  hann  hefur  lært  eða  stundar  nám  í.“ (Evrópuráðið, 2006). Nokkrar greinar sem fjalla um  ETM hafa birst í Málfríði og eru lesendir hvattir til að  kynna sér nánar ETM í þeim (sjá heimildalista) svo og  í grein Auðar Torfadóttur, „Er námsmat í tungumálum í takt við tímann?“ Notkun á námsmöppum (portfolio) er ekki bundin  við  ETM  eingöngu  enda  á  notkun  möppu  sér  miklu  eldri sögu en svo. Hins vegar er ETM mjög öflugt tæki  sem  auðveldar  nemendum  að  meta  eigin  framfarir,  enda  byggir  hún  á  áratugalöngum  rannsóknum  og  þróunarvinnu.  Þar  sem  allir  gátlistar  í  ETM  tíunda  matsviðmið sem lýsa því hverju nemandinn hefur náð  valdi á, en ekki því sem hann er ófær um, getur hún  átt þátt í að efla trú nemenda á eigin getu í stað þess að  auka vanmátt þeirra. Tilgangur  með  notkun  námsmöppu  getur  verið  annar  en  sá  að  þróa  sjálfsmat  í  tengslum  við  notkun  gátlistanna í ETM. Annar tilgangur getur verið að sýna  Leiðarbók (e. logbook) hefur verið nýtt sem námstæki  í  mörgum  tungumálaáföngum  í  FSu  á  síðustu  árum.  Leiðarbók hefur hingað  til verið hluti  af námsmöppu  (e. portfolio, sjá síðar) og dregur nafn sitt af því að nem­ andi  skráir á einn stað  lýsingu á þeirri  leið  sem hann  er að fara í tungumálanámi sínu. Hann getur á einum  stað  skráð  næstu  markmið  sín,  heimanám,  yfirlit  yfir  allar einkunnir sínar, skrifað glósur úr kennslustundum  og alla ígrundun. Hver nemandi setur sitt persónulega  mark á leiðarbókina og gerir hana að sinni. Leiðarbókin  verður einnig persónuleg orðabók hvers og eins. Matsfundur er umræðuvettvangur þar sem nemendur  setjast  í hring með kennara eða utanaðkomandi aðila  og orðið er  látið ganga  tvo  til þrjá hringi. Nemendur  nefna 1–3 jákvæð atriði varðandi kennsluna, kennslu­ efni, kennsluaðferðir o.fl. í fyrri hring en í síðari hring  nefna þeir það sem betur mætti fara. Öll atriði eru skráð  (t.d.  af  kennara)  og  ekki  er  gert  ráð  fyrir  umræðum  fyrr en eftir á, við samantekt efnisins. Mælt er með að  utanaðkomandi  aðili  stjórni  matsfundi  þegar  rætt  er  um nám og kennslu. Sumir mæla með því að kennari  sé viðstaddur en aðrir ekki. Tilgangur með matsfundi er að kennarinn  fái upp­ lýsingar  um  viðhorf  nemenda  til  kennslunnar,  hvort  eitthvað hafi farið úrskeiðis sem kennarinn getur haft  svigrúm til að  laga áður en of  langt er  liðið  í náminu  (Ingvar Sigurgeirsson, 2008–2009).  Matskvarðar hafa verið notaðir af tungumálakennurum  í FSu allt  frá því að kennararnir sóttu vettvangsnám á  vegum Endurmenntunar veturinn 2007–2008. Fram að  þeim  tíma höfðu  sumir kennaranna notað  frekar  ein­ falda gátlista við yfirferð á ritunarverkefnum nemenda  sinna á meðan aðrir notuðu „tilfinninguna og  reynsl­ una“. Með mats kvörð un um fengum við loksins í hend­ urnar öflugt  tæki  sem auðveldaði allt mat á  flókninni  færni,  þ.e.  munnlegri  og  skriflegri  tjáningu  (frammi­ stöðumat). Matskvarðar auka réttmæti og áreiðanleika  matsins vegna þess að það byggir ekki eins mikið á hug­ lægu mati kennarans. Huglægt mat getur jú verið mis­ munandi eftir því  í hvaða dagsformi kennarinn er eða  jafnvel litast óvart af viðhorfi kennarans til nemandans. Matskvarðar innihalda þrepaskiptar lýsingar á stig­ vaxandi færni í ýmsum þáttum og gera því alla endur­ gjöf skiljanlegri  fyrir nemendur. Nemendur geta  lesið  út úr þeim lýsingu á eigin færni sem getur verið á mis­ munandi stigi eftir því hvaða atriði á í hlut. Sem dæmi  má  nefna  að  nemendur  geta  skorað  hátt  í  t.d.  flæði  og orðaforða þó svo að  framburður geti verið harður  og  með  röngum  áherslum.  Það  er  ekki  sanngjarnt  að  einkunnin  endurspegli  mestmegnis  slakan  framburð  ef önnur atriði eru í góðu lagi. Það getur verið erfitt í  munnlegu prófi að meta marga þætti í einu en með til­ komu matskvarðans er það leikur einn að hlusta eftir  einstökum atriðum eins og þeim er lýst í kvarðanum. Hver kennari verður að ákveða sjálfur hvaða þætti  30 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.