Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 29
Atviks­ eða virknilýsingar eru reyndar ævafornar en  hafa  fallið  í  skuggann  af  þeirri  ofuráherslu  sem  lögð  hefur verið á próf (Ingvar Sigurgeirsson, 1998). Þær fara  þannig fram að kennarinn gengur um stofuna, fylgist  með nemendum vinna og skráir svo hjá sér virkni ein­ stakra  nemenda  á  sérstakt  eyðublað  eða  gátlista  sem  einfalt er að fylla út. Þessar virknilýsingar geta í bland  við annað mat aukið á fjölbreytni og sanngirni matsins. Gátlistar sem notaðir hafa verið í FSu eru af tvennum  toga. Annars vegar hafa þeir verið samdir sérstaklega  af viðkomandi kennurum út frá færnimarkmiðum sem  nemendur eiga að ná á kaflaprófum eða öðrum verk­ efnum,  t.d.  þemaverkefnum.  Hins  vegar  hafa  sjálfs­ matslistar  í  Evrópsku  tungumálamöppunni  (ETM)  verið notaðir óbreyttir (sjá nánar um Námsmöppur). Með því að nota gátlista í tengslum við verkefni og  próf er hægt að  tryggja að nemendur viti  til hvers er  ætlast  af  þeim  og  hvaða  námsmarkmiðum  þeim  er  ætlað að ná með viðkomandi verkefni eða prófi. Þá er  minni hætta á að nemendum sé ekki ljóst hvaða kröfur  eru  gerðar  til  þeirra  í  viðkomandi  verkefni  eða  prófi  (sjá heimasíðu FDK). Ígrundun er  hluti  sjálfsmats  og  felur  í  sér  hugleið­ ingar nemenda um nám sitt og markmið, stöðu sínaog  viðhorf  til  námsins.  Ígrundun  hefur  verið  skilgreind  þannig (í þýðingu greinarhöfundar): að hugsa um eitt­ hvað  á  meðvitaðan  og  einbeittan  hátt.  Í  tungumála­ námi er hægt að  ígrunda staðreyndir varðandi mark­ málið,  ferlið  sem  við  fylgjum  þegar  við  leitumst  við  að læra það og ferlið sem tengist því að nota það. Við  það bætist að við getum ígrundað áður en við tökumst  á við viðfangsefnið eða tjáskiptaverkefnið, á meðan við  vinnum viðfangsefnið eða verkefnið (fylgst með ferlinu)  og eftir að við höfum lokið við það (mat lagt á árangur).  Ígrundun  er  talið  öflugt  tæki  til  þess  að  auka  náms­ vitund nemenda (Little, D. og Perclová, R., 2001). Það er reynsla okkar kennaranna í FSu að ígrundun  nemenda  þarf  að  vera  stýrð  í  upphafi,  hún  má  ekki  eiga sér stað of oft og ekki of sjaldan. Með því að fylgja  ábendingum Little og Perclová sem tíundaðar eru hér  að  ofan,  verður  ástæða  ígrundunar  skiljanlegri  fyrir  nemendur  og  þá  er  líklegra  að  þeir  sinni  henni  vel.  Sem dæmi má nefna að nemendur eru gjarnan beðnir  um að skrifa ígrundun fyrir próf, eftir próf eða í sam­ bandi við annars konar námsmat. Þeir eru beðnir um  að segja frá því hvernig þeim gekk og hver skýringin  gæti verið á því, ásamt því að setja sér næstu markmið  sín og hvernig þeir ætli sér að ná þeim. Ígrundun er mjög upplýsandi fyrir kennara því hægt  er að lesa út úr ígrundun hvernig viðhorf nemandans  er til námsins og svo hvernig honum vegnar og hvers  vegna og kennarinn getur þá brugðist við eftir þörfum. Besta leiðin til þess að nemendur haldi vel utan um  ígrundun sína er skv. reynslu okkar í FSu að þeir skrifi  hana í leiðarbók (sjá heimasíðu FDK). sem þeir mættu gera betur. Ég tel nauðsynlegt að nem­ endur  læri  að  þeim  ber  að  forðast  allar  fordæmingar  og sleggjudóma. Leiðsagnarmat:  Þessi  tegund  endurgjafar  leiðbeinir  nemendum á meðan á námi þeirra stendur. Það gefur  nemendum mikilvægar upplýsingar sem þeir geta nýtt  sér til að bæta nám sitt jafnóðum. Það miðast við hvern  einstakling og hans þarfir. Megintilgangur þess er að  gefa upplýsingar sem hægt er að nota til að leiðbeina  okkur  í  kennslunni  og  um  leið  bæta  nám  nemenda.  Leiðsagnarmat  verður  að  vera  í  samræmi  við  náms­ markmiðin. Skýr námsmarkmið og matsviðmið ásamt  gegnsæjum  matskvörðum  (sjá  síðar)  geta  stuðlað  að  bættu námi með því að auðvelda nemendum við sjálfs­ mat í þeim tilgangi að þeir hafi áhrif á eigin framfarir  (Gronlund et al., 2009, 21–23). Leiðsagnarmat er gefið  hverjum  einstaklingi  og  miðast  við  hans  þarfir.  Ein  hentug  aðferð  við  að  gefa  leiðsagnarmat  er  *„tvær  stjörnur og ein ósk“ sem felst í að nefna eitthvað tvennt  í verkefni nemandans sem hægt er að hrósa fyrir og í  lokin eitt atriði sem nemandinn gæti gert betur. Það er athyglivert að mati Black og Wiliam (2001), að  leiðsagnarmat gagnast mest slakari nemendum og þar  með  hækkar  meðaltal  einkunna  í  bekknum.  Þetta  er  mjög áhugavert  fyrir okkur  sem kennum nemendum  í hægferða­ og undirbúningsáföngum. Nemendur sem  eru vanir að fá  lágar einkunnir hafa tilheigingu til að  fá það álit á sjálfum sér að þeir geti ekki lært. En það  þýðir óhjákvæmilega að þeir reyna það ekki einu sinni,  hanga kannski í tímunum iðjulausir eða truflandi aðra,  en  það  er  alger  tímasóun.  Framtíðarvandi  þessara  nemenda er oft sá að þeir ljúka engu námi og geta átt í  samfélagslegum vandamálum allt sitt líf.  Matstæki sem nota má við óhefðbundið námsmat: Hér á eftir fer lýsing á nokkrum þeirra matstækja sem  til  boða  standa  við  óhefðbundið  námsmat.  Því  fleiri  tæki  sem  kennarinn  notar  þeim  mun  fjölbreyttara  verður námsmatið. Þannig eru meiri líkur á að kennara  takist að meta sem flesta þætti í málanáminu. Atvikslýsingar/skráningar um virkni geta  verið  heppilegar  þegar  kennarar  vilja  skrá  virkni  nemenda  sem eiga erfitt með að koma kunnáttu sinni og  færni  til skila á prófum. Flestir kennarar þekkja líklega slíka  nemendur  sem  oft  eru  virkir  og  vinnusamir  í  tímun­ um,  en  af  einhverjum  ástæðum  ná  ekki  að  sýna  það  á  prófum  að  þeir  hafi  náð  námsmarkmiðunum.  Þar  getur komið til prófkvíði, gölluð námstækni eða aðrar  þær  aðstæður  sem  kennarinn  þekkir  ekki  til.  Það  er  ekki eðlilegt að slíkir nemendur fái eingöngu lága ein­ kunn sem byggir á frammistöðu á prófum þegar þeir  geta verið virkir og vel með á nótunum í tímunum og  jafnvel iðnir við heimanámið. Öll slík vinna hlýtur að  skila  einhverju  þó  erfitt  geti  verið  að  mæla  það  með  skriflegu prófi. MÁLFRÍÐUR 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.