Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 17
öðrum  nemendum  í  skólanum,  frá  kennurum  og  google­þýðingarvél.  Foreldrar  voru  mjög  spenntir  að  fylgjast  með  og  kom  enskukunnátta  barnanna  þeim  nokkuð á óvart. Í þessu verkefni var einnig notuð önnur  upplýsingatæki en eTwinning, en Flash Meeting sam­ skiptavefurinn  var  notaður  á  veffundum.  Inn  í  þetta  tengdist líka ljósmyndaverkefni en nemendur fóru um  skólann og tóku myndir til að nota í kynningu á skól­ anum sínum fyrir verkefnið. Are we so different? / ¿Y tú cómo vives? Hilda  Torres,  spænskukennari  við  Verzlunarskóla  Íslands,  í  samvinnu  við  kennara  og  nemendur  í  IES  Antonio  Machado,  Alcalá  de  Henares  í  Madríd.  Verkefnið  hefur  verið  starfrækt  síðustu  tvö  skólaár.  Í  verkefninu voru  lifnaðarhættir ungmenna á Spáni og  Íslandi  kannaðir  –  af  hverju  hafa  þau  áhyggjur,  hvað  gera þau  í  frítíma sínum. Hvaða  tónlist hlusta þau á,  hvernig vilja þau breyta heimabæ sínum, hvaða skoð­ anir hafa þau á vináttu, öðrum tungumálum og menn­ ingu, hvaða augum líta þau foreldra, kennara, o.s.frv. Verkefnið  byrjaði  á  því  að  nemendur  hver  sínu  megin  ákváðu  hvaða  viðfangsefni  þeir  tækju  fyrir.  Síðan  kynntu  nemendur  sig  á  TwinSpace  og  unnu  saman  að  sínu  viðfangefni. Afrakstur  þessarar  vinnu  nemenda  voru  glærukynningar,  hlaðvarp,  myndir  og  myndbönd,  allt  aðgengilegt  á  bloggsíðu  verkefnisins.  Verkefnavinnan fór fram á spænsku. Í verkefninu voru  einnig  nýtt  önnur  veftæki,  eins  og  Magazine  Factory.  Bloggsíða verkefnisins er aðgengileg á slóðinni: http:// arewesodifferent.blogspot.com/. Lokaorð Þessi  kynning  og  dæmi  um  verkefni  veita  aðeins  litla  innsýn  í  þá  möguleika  sem  felast  í  eTwinning  fyrir kennslu  tungumála. Að  lokum er vert að undir­ strika  hlutverk  landskrifstofunnar, Alþjóðaskrifstofu  háskólastigsins.  Landskrifstofan er  fyrir  þátttakendur  og  því  er  alltaf  hægt  að  snúa  sér  til  hennar  varðandi  stuðning  og  ráðgjöf  í  stóru  sem  smáu  –  endurgjalds­ laust. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu  landskrifstofunnar,  www.etwinning.is,  eða  aðalsíðu  eTwinning,  www.etwinning.net.  Einnig  er  hægt  að  snúa sér beint til undirritaðs í síma 525 5854 eða á net­ fangið gim@hi.is.  Dæmi um verkefni Hér á eftir er að finna dæmi um þrjú ólík verkefni sem  öll snúa að tungumálum. Athugið einnig að á aðalsíðu  eTwinning, www.etwinning.net  (undir „Inspiration“),  er að finna tilbúna verkefnapakka (kits) sem hægt er að  nota, aðlaga og breyta eftir því sem við á. Dansk/islandsk sprog og kultur Ingibjörg  S.  Helgadóttir,  dönskukennari  við  Verzlunarskóla  Íslands,  í  samvinnu  við  Herlev  Gymnasium, Danmörku. Dönsku nemendurnir voru að  læra um Íslendingasögurnar en þeir íslensku í dönsku­ námi.  Verkefnið  var  starfrækt  skólaárið  2006–2007,  og  er  dæmi  um  hvernig  sáraeinföld  hugmynd  getur  virkað vel. Í stuttu máli fór verkefnið þannig fram að  dönsku  nemendurnir  sendu  spurningar  um  íslenska  sögu og menningu  til  félaga sinna á  Íslandi.  Íslensku  nemendurnir  svöruðu  spurningunum  á  sinni  brogede dansk  með  stafsetningarvillum  og  öðrum  ambögum,  sem þeir dönsku síðan leiðréttu. Á þennan sáraeinfalda  hátt voru nemendur  látnir vinna saman og verkefnið  fléttað inn í dönskukennsluna. Þess má geta að dönsku  nemendurnir stóðu sjálfir illa í móðurmálinu en lærðu  heilmikið af því að leiðbeina íslensku nemendunum. Let‘s read, write and talk together Ingibjörg  Baldursdóttir,  bókasafnsfræðingur  og  Kolbrún  Svala  Hjaltadóttir,  kennsluráðgjafi,  báðar  í  Flataskóla  í  Garðabæ,  unnu  saman  að  verkefni  með  nemendum  og  kennara  í  Carlton  Primary  School  í  London. Verkefnið hófst í janúar síðastliðinn og tók 4.  bekkur OS  í Flataskóla þátt  í því ásamt enskum  jafn­ öldrum sínum í London. Markmið verkefnisins var að  efla læsi og lesskilning og tengjast bæði enskunámi og  móðurmálsnámi nemenda. Einnig átti það að opna sýn  inn  í  tölvu­  og  netheima  þar  sem  nemendur  myndu  spjalla á veffundum undir umsjón kennara.  Nemendur  lásu  sömu  bókina  (Skúla  Skelfi  eftir  Tony Ross) á eigin móðurmáli og fjölluðu um innihald  hennar.  Einnig  var  skyggnst  inn  í  umhverfi  þeirra,  t.d. skólastofuna og bókasafn. Þá voru teknar myndir  af umhverfi  skólans og af nemendum að störfum við  verkefnið.  Íslensku  nemendurnir  útbjuggu  glærukynningu  sem  sett  var  á  TwinSpace  og  notuð  á  veffundunum.  Nemendur  fengu  hjálp  við  að  vinna  enska  texta  frá  MÁLFRÍÐUR 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.