Frúin - 01.07.1962, Page 19

Frúin - 01.07.1962, Page 19
undir sem orsaka það, að efnið hrind- ir vel frá sér, sem er veigamikið at- riði varðandi þrif. — Er nýlega farið að vinna úr þessu „teak“ efni? Getjunaráklæðin breytast sílellt í litum og munztrum, því ræður tízkan hverju sinni. Eilt breylist þó ekki, vöruvöndun verk- — Það er ekki ýkjalangt síðan það var tekið í notkun almennt, en í Austurlöndum hefur „teak“ verið notað í húsgögn í margar aldir. Það má til gamans geta þess, að smiðir eru ekki eins hrifnir af „teak“ og húsmæðurnar, vegna þess að það inniheldur kísil sem tekur bit úr öll- um verkfærum. Híbýlamenningu fleygir fram. — Hvað ber helzt að athuga við val á húsgögnum? — Ég svara þessu þannig, að ég ráðlegg fólki að einblína ekki á verð- ið á hlutunum sem keyptur er, held- ur athuga gæðin og notagildið. Ef fólk kaupir upp á til dæmis 30 ára tímabil, þá skiptir ekki máli hvort hluturinn er nokkur hundruð krón- um dýrari til eða frá. Hins vegar ber að athuga vel efnisval og vinnu- brögð. Ég myndi nú t. d. telja mjög æskilegt, að húsmóðirin væri með í ráðum um val húsgagna á heimilum, en vil þó engan veginn gera lítið úr smekkvísi karlmanna. — Ég vona að ég móðgi engan, sagði Sveinn, þótt ég láti hafa eftir mér, að húsgagnamenning á íslandi geti varla talizt nema um 30 ára gömul og almenningseign hefur hún ekki verið fyrr en nú allra síðustu árin. Húsgögn voru yfix-leitt ekki til fyrir 30 árum nema á ríkismanna- heimilum og þá yfirleitt skrautleg og erfið varðandi þrif. Þessi gömlu skrautlegu húsgögn eru nú að hverfa og ég held að enginn þurfi að sjá eft- ir þeim. í stað þeirra hafa komið létt og íburðarlítil eða íburðarlaus húsgögn sem eru þægilegri á allan hátt. Til dæmis er nú farið að nota mikið plastsvamp til fóðrunar í stað svamps og gorma. Ekki er enn unnt að segja um endingu plastsvampsins þar sem tiltölulega lítil reynsla er enn fyrir hendi, en hann er léttur og lifandi og þægilegur í meðförum. FRÚIN J 19

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.