Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 26
FRÉTTABLAÐIÐ Eva Signý Berger. Fataskápurinn. Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013 Uppáhalds E va Berger er mennt aður leikmynda- og búninga- hönnuður frá hinum virta skóla Central Saint Martins College of Art and Design í London. Hún útskrifaðist þaðan árið 2007 og hefur starfað við hin ýmsu verkefni hér heima, nú síð- ast við Harmsögu sem frumsýnd var í Kassanum á laugardaginn fyrir viku, og hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína. Hún kemur einnig að uppsetningu brúðusýn- ingarinnar Aladdín, sem verður frumsýnd á Brúðulofti Þjóðleik- hússins 5. október, og leikverkinu Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttur, sem sett verður upp í Kassanum eftir áramót. Hvaðan kom leikhúsáhuginn? „Ég hef alltaf haft gaman af leik- húsi og mamma byrjaði snemma að fara með mig á „fullorðinssýn- ingar“. Ég held ég hafi verið fimm ára þegar ég sá Pilt og stúlku hjá Leikfélagi Akureyrar. Amma og afi eru einnig miklir listunn endur og fóru oft með mig á sýningar og söfn. Ég man vel eftir flestum leik- sýningum sem ég sá þegar ég var barn. Sem unglingur var ég svo í leikfélagi, Leik klúbbnum Sögu, sem var rekinn eingöngu af ung- lingum. Þegar ég byrjaði vorum við á aldrinum þrettán til fimm- tán ára og tókum þetta mjög alvar- lega. Við fengum styrk frá Akur- eyrarbæ og notuðum féð til að ráða til okkar leikstjóra og settum upp sýningar og tókum þátt í sam- starfsverkefnum með unglinga- leikhópum á Norðurlöndunum. Ég lék svo í nokkrum sýning- um með Leikfélagi Akureyrar og Freyvangsleikhúsinu og ætl- aði alltaf að verða leikkona. Eftir því sem ég eltist naut ég þess reyndar minna að leika og fannst skemmtilegra að koma að uppsetn- ingum á annan hátt en það hvarfl- aði einhvern veginn ekki að mér að ég gæti starfað á öðrum vett- vangi innan leikhússins fyrr en ég var orðin tvítug. Mig vantaði hins vegar listnámsgrunn til að geta sótt um í háskóla úti og fór þá á almenna listnámsbraut í Iðn- skólanum í Reykjavík. Það var virkilega gott fornám og ég bý enn að því sem ég lærði þar.“ Þú hlaust menntun þína við hinn virta Central Saint Martins College of Art and Design. Hvernig líkaði þér námið? „Ég kunni mjög vel við mig í London. Þetta er ofsa- lega stór skóli en í raun fann ég ekki svo mikið fyrir því þar sem skólinn var þá á mörgum stöðum í borginni. Mín deild hafði aðstöðu í gamalli prentsmiðju í Farringdon. Við vorum um fimmtíu nemendur frá þrjátíu löndum á mínu ári og ég held ég hafi lært engu minna af samnemendum mínum en kenn- urum,“ útskýrir Eva. „Það var mjög gott fyrirkomu- lag á námsmatinu; maður vann og kynnti svo verkefnið sitt fyrir bekknum. Síðan var maður par- aður við annan nemanda og saman þurftum við að meta verk tveggja annarra út frá ákveðnu kerfi. Þetta þurfti maður líka að gera fyrir sitt eigið verkefni. Þetta gat verið erfitt því stundum þurfti maður að segja vinum sínum að manni þætti vinnan þeirra ekki nógu góð, og enn erfiðara þegar maður gaf sjálfum sér háa einkunn og þurfti svo að sjá hvort samnemendur og kennarar væru sammála því mati. En þetta var góð þjálfun, maður lærði bæði að gagnrýna vinnu sína og hrósa sjálfum sér og rökstyðja skoðanir sínar.“ Er allt í öllu Harmsaga, nýtt leikverk eftir Mikael Torfason, var frumflutt í Kassanum fyrir viku. Verkið hefur hlotið góða dóma og leik myndin spilar að sjálfsögðu þar inn í. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, segir leikmyndina meðal annars „vega glæsilega salt milli natúralismans og þeirrar leikrænu framandgervingar sem verkið er byggt á“. Þótti þér þetta skemmtilegt verkefni að takast á við? „Þetta var alveg frábært og æðislegur hópur að vinna með. Svo var líka alveg ný reynsla fyrir EVA BERGER SNÚIÐ AÐ FINNA ÚTVÍÐAR BUXUR Á KARLA Eva Berger, leikmynda- og búningahönnuður, nam við Central Saint Martins í London. Eva Berger starfar sem leikmynda- og búningahönnuður. Hún skapaði meðal annars sviðsmyndina fyrir Harmsögu sem hlotið hefur góða dóma. Hún segir starfið fjölbreytt og skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NAFN Eva Signý Berger ALDUR 31 ára HJÚSKAPARSTAÐA Er í sambúð STARF Leikmynda- og búningahönnuður Ég hef til dæmis eytt heilu dög unum á Barnalandi í leit að hlutum sem manni finnst að ættu að vera alveg borðleggjandi. MATUR Svart pasta með hvítlauk, ansjósum, chilli og steinselju a‘la Dean. DRYKKUR Góður bjór, til dæmis Kaldi, Leffe og Hoegaarden. VEITINGAHÚS Fór á Nora Magasin um daginn og fannst það mjög gott. VEFSÍÐA Modern Wifestyle er skemmtileg. VERSLUN Ég fíla að það megi smakka ávexti í Víði. HÖNNUÐUR Go With Jan. HREYFING Jóga. DEKUR Almennilegt nudd (þar sem nuddarinn reynir ekki að spjalla við mig). bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.