Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 42

Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 42
FRÉTTABLAÐIÐ Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 10 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013 U m síðastliðna helgi voru samankomnir margir af helstu tísku- og lífsstílsbloggurum landsins. Til- efnið var eins árs afmæli Trendnet.is en síðan hefur átt mikilli velgengni að fagna frá upphafi. Boðið var upp á ferska kokteila og Natalie þeytti skífum fram eftir kvöldi. Karen Lind og Ása Regins hafa nú bæst í Trendnet-hópinn en aðrir bloggarar eru Andrea Röfn, Elísabet Gunnarsdóttir, Erna Hrund Hermannsdóttir, Helgi Ómarsson, Hildur Ragnarsdóttir, Theodóra Mjöll, Svana Lovísa, Pattra Sriyanonge og Þórhildur Þorkelsdóttir. TRENDNET.IS FAGNAR EINS ÁRS AFMÆLI Mikil gleði var í mannskapnum þegar Flottar tískudrottningar héldu skemmtilegt teiti á Loftinu. „Ég fæ að leika fógetafrúna og er að spila og syngja í Jeppa á Fjalli. Það er ekki amalegt að fá að leika á móti Ingvari,“ segir Unnur Birna Bassadóttir, söng- og tónlistarkona. „Draumurinn minn var alltaf að verða bíómyndaleikkona. Reyndar flugmaður líka en það er víst ekki að fara gerast úr þessu. Það er gott að hafa einhverja drauma,“ segir hún flissandi. Unnur Birna er fjöl- hæf tónlistarkona og virðist fátt vefjast fyrir henni þegar kemur að hljóðfærum og tónlist. Í Jeppa á Fjalli syngur hún og spilar á píanó, bassa, orgel, fiðlu og klukkuspil en tónlistin er eftir Megas og Braga Valdimar. Jeppi á Fjalli er klass- ískt verk sem fjallar um alkóhól- isma og vítahring hans. Unnur Birna hefur áður unnið í leikhúsi en tónlistina segir hún hafa fylgt sér alla tíð. „Ég svaf í hljómborðstöskunni hjá mömmu og pabba þegar þau voru á hljóm- sveitaræfingum. Svo byrjaði ég í kór þegar ég var þriggja ára þegar pabbi var með Snælands- skólakórinn. Í dag reka foreldar mínir tónlistarskólann Tónrækt- ina á Akureyri og ég hef því haft gott bakland.“ Unnur Birna æfði djasssöng og tók kennsluréttindin í FÍH. Verkefnin sem hún hefur tekið að sér eru margvísleg en hún er meðal annars eina konan í Fjallabræðrum. „Það er æðis- legt að vera eina konan í Fjalla- bræðrum því ég fæ að vera algjör prinsessa.“ PRINSESSAN Í FJALLABRÆÐRUM Unnur Birna Bassadóttir leikur, syngur og spilar í Jeppi á Fjalli í Borgarleikhúsinu sem frumsýnt verður 4. október. Unnur Birna Bassadóttir er skemmti- leg og fjöl- hæf tónlistar- kona en hún spilar á flest hljóðfæri. Í Trendnet.is hófinu var samankomið margt flott fólk í góðum gír. Þar voru meðal annars Manúela Ósk og Elísabet Gunnarsdóttir, annar stofnandi tísku- og lífsstílsbloggsins. Aldís Pálsdóttir tók myndirnar. Álfrún Pálsdóttir, stofnandi Trendnet.is, og vinkonur. Vinafólkið Erna Hrund Hermanns- dóttir blogg- ari og Viktor Bjarki Arnars son fótbolta- kappi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.