Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 4
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 900.000 manns sóttu tónleika Sigur Rósar á stærsta tónleikaferðalagi hennar um heiminn frá 2012 til 2013. 150.000.000.000 er upphæðin sem ríkisstjórn Íslands ætlar að verja í skuldaleið- réttingar heimil- anna. 60.000 máltíðir verða gefnar af Samhjálp á þessu ári til fólks sem á um sárt að binda. 5.000 er sá fjöldi bleyja sem áætlað er að hvert barn noti fyrstu ár ævinnar. 42 % fjölgun var á tilkynningum til barnavernd- arnefnda vegna kynferðis- ofbeldis fyrstu níu mánuði áranna 2012 til 2013. 15% lækkun varð á hluta- bréfum í Vodafone í Kauphöll Íslands eftir að gagna- stuldurinn komst í fréttirnar. 13 metra há bronsstytta af jóganum Chinmoy verður hugsan- lega reist við Mógilsá. 1.12.2013 ➜ 7.12.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is ÖFLUGT NUDDTÆKI Verð áður: 4.900,- Tilboð: 3.400,- HITAPÚÐI Verð áður: 5.495,- Tilboð: 3.995,- Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is Gefðu góða líðan í jólagjöf Opið í dag, laugardag frá kl. 11–16 Veðurspá Mánudagur Víða fremur hægur vindur. DREGUR ÚR FROSTI Hvassviðri eða stormur syðst á landinu fyrrihluta dags en dregur heldur úr vindi síðsegis. Víða snjókoma eða slydda um helgina en úrkomulítið N-til. Frost að 10 stigum NA-til síðdegis í dag en dregur enn frekar úr á morgun. -5° 4 m/s -4° 9 m/s -3° 11 m/s 2° 27 m/s Á morgun 10-18 m/s SV og V-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 1° -3° 2° -1° -4° Alicante Basel Berlín 18° 9° 2° Billund Frankfurt Friedrichshafen 2° 5° 3° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 2° 2° 23° London Mallorca New York 9° 16° 6° Orlando Ósló París 28° -2° 7° San Francisco Stokkhólmur 10° -3° -3° 12 m/s -1° 13 m/s -6° 5 m/s -4° 12 m/s -8° 4 m/s -7° 5 m/s -10 4 m/s 3° -1° 2° -2° -4° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður HALDIÐ TIL HAGA Í frétt blaðsins í gær var vikið að úrskurði Fiskistofu á hendur fyrirtækinu Saltveri í Reykjanesbæ. Þeim úrskurði var síðar hnekkt og málið fellt niður. BRETLAND, AP Alexander Black- man, breskur hermaður sem sak- felldur var fyrir að myrða særðan talibana í Afganistan, hlaut í gær tíu ára fangelsisdóm í Bretlandi. Tveir aðrir breskir hermenn voru sýknaðir af morðinu, sem framið var árið 2011 í Helmand- héraði. Afganinn var illa særð- ur eftir þyrluárás, en Blackman gekk upp að honum og skaut hann í brjóstið. - gb Breskur hermaður dæmdur: Tíu ár fyrir að myrða talibana BRESKIR HERMENN Í AFGANISTAN Blackman skaut illa særðan talibana í brjóstið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VERSLUN Öll aðflutningsgjöld verða felld niður af sendingum frá útlöndum að verðmæti undir 2.000 krónum ef tillögur starfshóps um að efla og auðvelda póstverslun verða að veruleika. Hópurinn var skipaður í fyrra- haust og var falið að athuga þróun og regluverk í póstverslun hér og erlendis og gera tillögur um ráð- stafanir til að „skapa póstversl- un viðeigandi samkeppnisstöðu til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnufyrirtæki“ eins og segir í þingsályktun. Skýrslan er fullbúin en hefur enn ekki verið birt opinberlega. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að þar sé meðal annars mælst til þess að aðflutningsgjöld verði felld niður af öllum sending- um að verðmæti undir 2.000 krón- um að sendingarkostnaði frátöld- um. Hingað til hafi þetta einungis átt við um hraðsendingar til lög- aðila, en verði þetta að lögum gæti Íslandspóstur, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, losnað við að tollafgreiða handvirkt að minnsta kosti 28.000 sendingar á ári. „Þetta á eftir að einfalda margt hjá okkur,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður mark- aðsdeildar Póstsins. „Umsýslan með svona litlar sendingar er sú sama og með stórar sendingar þannig að þetta einfaldar og flýtir ferlum.“ Nýtt fyrirkomulag mun spara kaupendum hér á landi bæði tíma og peninga, en tekjur af aðflutn- ingsgjöldum í ríkissjóð voru óverulegar, um ellefu milljónir á síðasta ári. Slík ákvæði eru í gildi í öllum OECD-löndum nema Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta fyrst og fremst til bóta fyrir neyt- endur því það eru þeir sem kaupa smápakka og muni niðurfelling gjalda ýta undir möguleika neyt- enda til að kaupa ódýrari vörur á ódýrari hátt. „Við styðjum þetta eindregið og vonum að þetta nái fram að ganga. Ég hefði viljað sjá upphæð- ina hærri en það verður ekki á allt kosið og þetta er alla vega áfangi,“ segir Jóhannes. Þá er einnig lagt til í skýrslunni að erlendir seljendur, til dæmis Amazon, sem hefur verið lang- stærsti einstaki seljandinn hingað til lands, og fleiri póstverslanir, geti skráð sig í VSK-kerfið hér á landi og innheimt virðisaukaskatt við sölu og skilað beint til ríkisins. Það mun bæði koma í veg fyrir að sendingar tefjist úr hófi fram, auk þess sem flutningafyrirtæki þarf ekki að innheimta umsýslugjald fyrir að reikna út aðflutningsgjöld á sendingar frá fyrirtækjum sem skráð eru í kerfið hér á landi. Þess má geta að Amazon hefur þenn- an hátt á við sendingar til um 65 landa. Loks má geta þess að í skýrsl- unni er einnig lagt til að farið verði í aðgerðir til að auðvelda neytendum að skila eða skipta vörum sem hafa verið pantaðar frá útlöndum. thorgils@frettabladid.is Ekki verði innheimt gjöld af sendingum undir 2.000 kr. Starfshópur um að efla og auðvelda póstverslun vill fella niður aðflutningsgjöld á ódýrari vörum. Tillagan ein- faldar og flýtir póstferli auk þess að vera hagkvæm fyrir neytendur. Lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir vegið að kaupmönnum með innfluttum vörum og þeir berjist í bökkum vegna of hárra skatta og gjalda. AMAZON Lagt er til í skýrslunni að erlendir seljendur, til dæmis Amazon sem er stærsti einstaki seljandinn, geti skráð sig í VSK-kerfið hér á landi. MYND/AFP „Við gerum athugasemdir í skýrslunni um niðurfellingu aðflutningsgjalda því okkur finnst varhugavert að stíga þetta skref án þess að kanna til hlítar áhrifin á innlenda verslun,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Sam- tökum verslunar og þjónustu. „Það eru mjög flókin og há gjöld á innflutning á vöru sem endurspeglast í endursöluverðinu hér á landi. Það er sjálfsagt að skoða hvernig sé hægt að létta undir með neytendum. En það skekkir samkeppnisleg sjónarmið að létta undir verslun frá útlöndum á meðan ofurskattlögð vara hér heima nýtur ekki sömu réttinda.“ Lárus segir samtökin taka undir margt gott sem komi fram í skýrslunni, til að mynda breytingu á VSK-kerfi. „Það sem er jafnt til hagsbóta fyrir alla og einfaldar okkar flókna kerfi er af hinu góða en það má aldrei einfalda svo mikið að það bitni á einhverjum hagsmunahópi, eins og verslunarmönnum í þessu tilfelli.“ Bitnar á ofurskattlögðum innflutningi EFNAHAGSMÁL Skuldaniðurfelling- artillögur ríkisstjórnarinnar hafa ekki neikvæð áhrif á ríkisfjármál- in að mati mats fyrirtækisins Fitch Ratings. Í nýrri greiningu Fitch segir að sú staðreynd að tillögurnar séu að fullu fjármagnaðar og feli ekki í sér neinar lántökur ríkissjóðs sé í samræmi við markmið um aðhald í ríkisfjármálum. Þá segir Fitch að skuldaleiðréttingin geti haft jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- líf. - ÞÞ Fitch um niðurfellingu: Hafi ekki áhrif á ríkisfjármál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.