Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 6
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARASAMNINGAR „Nú fer þetta í gamla farið. Menn rífast og skammast í einhverjar vikur og vísa svo deilunni til ríkissáttasemj- ara á sama tíma og þeir undirbúa átök á vinnumarkaði,“ segir Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur, og bætir við að tilrauninni um samflot og samstarf aðila vinnu- markaðarins sé lokið. Samtök atvinnulífsins slitu við- ræðunum við samninganefnd Alþýðusambandsins fyrir helgi. Það hefur í för með sér að sérsam- böndin innan ASÍ og Flóabanda- lagið reyna hvert í sínu lagi að semja. Fyrstu fundir voru í gær og í næstu viku eru fyrirhugaðir fleiri fundir. Taxtalaun hækkuðu um 11 þús- und krónur 1. febrúar síðastliðinn og önnur laun hækkuðu um 3,25 prósent. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að ASÍ hafi talið að sömu hækkanir og urðu 1. febrúar gætu skilað annarri niðurstöðu nú en þá. „Sex ár í röð hefur krónutölu- hækkun á lægstu laun verið end- urtekin. Þetta hefur skilað því að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 11 prósent frá 2008 á meðan kaupmáttur launavísitölunn- ar hefur minnkað um 5 prósent,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að í síðustu tvö skipti sem krónutöluhækkun hafi verið beitt hafi hún engu breytt í launadreifingu. Þrátt fyrir 3,25 prósenta hækkun um áramótin hafi launavísitalan hækkað um 6 prósent. Þorsteinn segir að SA hafi boðið upp á aðrar leið- ir en krónutölu- hækkun lægstu launa en ASÍ hafi ekki verið til við- ræðu um þær. „Okkar tak- mark er að ná verðbólgunni niður og verja kaupmátt laun- þega og við ætlum ekki að hvika frá því,“ segir Þorsteinn. Kristján segir að SA hafni því að hækka lægstu laun meira en annarra með krónutöluhækkun- um. „Þeir eru fastir í mjög lágri prósentuhækkun fyrir alla. Fyrst buðu þeir 2 prósent og síðan 2,25 prósent. Við ætlum ekki að skilja hina lægst launuðu eftir og fá í staðinn einhverja örlitla hækkun fyrir ákveðna hópa,“ segir Krist- ján og gefur lítið fyrir hugmynd- ir SA um að finna nýjar leiðir til að hækka laun þeirra sem minnst bera úr býtum. „Það er ekki annað en orðhengilsháttur, útúrsnúning- ur og kjaftæði.“ johanna@frettabladid Það er ekki annað en orðhengils- háttur, útúr- snúningar og kjaftæði. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK Jólatilboð L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N A L HORSE SHOW O F IC E L A N D Rífast og skammast í einhverjar vikur Það virðist langt í land að samningar takist á almennum vinnumarkaði. Deil- endur kenna óbilgirni hvorir annarra um að upp úr viðræðum hefur slitnað. Viðræður sérsambanda ASÍ og SA hófust í gær og halda áfram í næstu viku. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON FRIÐURINN ÚTI Sérsambönd ASÍ verða hvert í sínu lagi að semja við atvinnurek- endur eftir að SA sleit viðræðum við ASÍ. FRÉTTABLAÐID/VILHELM DÓMSTÓLAR Lögreglumaður fór offari við hand- töku á ölvaðri konu á Laugavegi í Reykjavík í sumar, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Lögreglumaðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárás í opinberu starfi. Málið komst í hámæli eftir að myndbandsupp- taka af handtökunni var birt á netinu. Konan, sem var ofurölvi, sat í vegi fyrir lög- reglubifreiðinni. Þegar hún fór, með eftirgangsmunum, úr vegi bifreiðarinnar, hrækti hún á lög- reglumanninn sem ók bílnum. Hann brást við með því að hand- taka konuna, sem meiddist nokkuð í atganginum. Lögreglumaður- inn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt, 229 þúsund í skaðabætur til fórnarlambsins og 68 þúsund krónur í sakarkostnað. Grímur Hergeirsson, lögmaður lögreglumanns- ins, segir að látið verði reyna á niðurstöðuna fyrir Hæstarétti. „Auðvitað er hann ósáttur við þenn- an dóm,“ segir hann. „Það liggur í hlutarins eðli enda neitaði hann sök.“ Grímur segir að svo virðist sem sakfellingin og niðurstaða dómara sé fyrst og fremst grundvölluð á því að lögreglumanninum hafi átt að vera ljóst að konan væri svo ölvuð að ólíklegt væri að hún veitti mótspyrnu. - hrs / óká GRÍMUR HERGEIRSSON HANDTAKAN Myndbrot úr myndbandsupptöku af handtöku konunnar á Laugavegi í sumar. MYND/SKJÁSKOT Lögreglumaður ætlar að áfrýja sektardómi fyrir harkalega handtöku: Var gerð 300 þúsund króna sekt NÁTTÚRA Samkvæmt drögum að tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu virkjunarkosta í neðri Þjórsá, verð- ur Hvammsvirkjun flutt í orkunýt- ingarflokk. Verkefnastjórnin leggur ekki til frekari breytingar á röðun virkjunarkosta á þessu stigi. Í grein- argerð um tillöguna kemur fram að stjórnin hafði einungis tíma til að fjalla um þrjá virkjunarkosti. Urr- iðafoss-, Holta- og Hvammsvirkjun og áhrif þeirra á laxfiska í Þjórsá. Hvammsvirkjun hefur minni áhrif á náttúrulega stofna lax- fiska en hinir kostirnir. Urriða- fossvirkjun hefur áhrif á nánast öll útbreiðslusvæði laxfiska í Þjórsá og Holtavirkjun hefur áhrif á nátt- úrulegt útbreiðslusvæði laxfiska. Á svæðinu eru mikilvægustu hrygn- ingar- og uppeldissvæði laxa í ánni. Svo hægt væri að taka afstöðu til Holta- og Urriðafossvirkjunar þyrftu frekari upplýsingar að liggja fyrir um mótvægisaðgerðir, eftir- lits- og viðbragðsáætlun og frekari rannsóknir. - skó Breytingar á rammaáætlun. Tillaga um virkjunarkosti í neðri Þjórsá kynnt: Hvammsvirkjun færð um flokk URRIÐAFOSS Virkjun í Urriðafossi var ekki færð í nýtingarflokk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.