Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 28
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is „Ráðning mín hér á Akranesi var samþykkt í bæjarstjórninni með 9-0 og allar stórar og erfiðar ákvarðanir sem við höfum þurft að taka hafa verið samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. Það er öðruvísi en í borginni. Þar er ekki hefð fyrir mikilli samvinnu meiri- og minnihluta. Allt getur orðið að máli. En einn góðan veðurdag verður maður að geta unnið í and- rúmslofti sem er meira mannbæt- andi,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi sem starf- aði í fimmtán ár við stjórnsýsluna í Reykjavík, þar af tíu í Ráðhús- inu. Síðasta árið var hún yfir- maður allra sviða og staðgengill núverandi borgarstjóra, fyrsta ár hans í embætti. Hún kveðst skilja Jón Gnarr vel þegar hann tók þá ákvörðun að hætta. „Það er þessi harka sem gerir það að verkum að starf stjórnenda verður svo lýj- andi. En viðfangsefnin eru auð- vitað spennandi, borgin er stór og fjölbreyttur vinnustaður og manni leiðist þar aldrei hvað verkefnin varðar,“ segir hún og bætir við að þar starfi frábært fólk. Tekur líka fram að hún hafi ekki verið orðin þreytt á þeim meirihluta sem var við völd, heldur þessu pólitíska andrúmslofti. „Það komu og fóru átta borgarstjórar á tíu ára tíma- bili,“ minnir hún á. Hlakkar til hvers vinnudags Við sitjum í makindum á skrif- stofunni hennar Regínu á Skagan- um, með kaffi og góðgæti á bakka. Málverk prýða veggina og útsýnið út um horngluggann væri milljóna virði ef penslar hefðu komið þar við sögu. Kennileitin Akrafjall og Skarðsheiði – ekki eins og fjólublá- ir draumar heldur næstum áþreif- anleg – og á hina síðuna ólgandi brimið við ströndina því þennan dag er stíf suðvestanátt. Regína kveðst hafa þurft að setja sig inn í marga nýja hluti sem bæjarstjóri þrátt fyrir að hafa hjá Reykjavíkurborg þekkt ágætlega til Akraness í gegnum Faxaflóa- hafnir og Orkuveituna, sem Akra- neskaupstaður eigi hluta í. „Þetta er búið að vera spennandi ár. Ég er ánægð með lífið og hlakka til að koma í vinnuna á hverjum einasta degi,“ segir hún brosandi. Hún býr á Akranesi og segir ekkert annað koma til greina en búa í samfé- lagi við fólkið sem hún sé að vinna fyrir. „Maðurinn minn starfar hjá Advania og tekur strætó milli Akraness og borgarinnar. Honum finnst það ekkert mál,“ segir hún og upplýsir að hann heiti Birgir Pálsson. „Við kynntumst fyrir 22 árum. Hann á eina dóttur, Auði Kolbrá og ég tvær, Ernu Maríu og Ýri. Þær eiga nú allar lögheimili í 101 Reykjavík en Ýr er í skipti- námi í Belgíu.“ Selstúlka í Guðbrandsdal Regína er úr Kópavogi og sleit smábarnsskónum í Birkihlíð. „Afi og amma áttu landskika, ráku þar gróðrarstöð og rækt- uðu skóg. Ég var mikið í kringum þau enda byggðu foreldrar mínir, þau Ásvaldur Andrésson og Erna María Jóhannsdóttir, hús þar skammt frá. Það var yndislegt að alast upp í þessu umhverfi.“ Sex- tán ára hélt hún til Noregs að vinna á sumarhóteli við Sognef- jord. „Ég heillaðist af staðnum og fór þangað aftur sumarið eftir. Útþráin var kviknuð þannig að ég hætti í Menntaskólanum í Kópa- vogi eftir tvo vetur, fór að vinna á vínberjabúgarði í Frakklandi ásamt vinkonum úr skólanum og síðan skíðahóteli í Geiló í Nor- egi. Við fórum líka þrisvar á Int- errail-flakk á þessum árum. Þetta var mjög ævintýralegur tími. Svo komum við heim og kláruðum menntó.“ Síðar flutti Regína aftur til Nor- egs í háskólanám með þáverandi eiginmanni sínum og dótturinni Ernu Maríu sem er fædd 1981. „Ég fór í heimspeki og afbrotafræði og lauk cand.mag.-prófi í félags- ráðgjöf, með afbrotafræðina sem aukagrein. Á þessum tíma fæddist okkur önnur dóttir, hún Ýr.“ Regína starfaði við ýmislegt á námsárunum í Noregi, skúraði til dæmis í ráðhúsi Óslóarborgar. „Ég mætti upp úr sex á morgn- ana og þurrkaði rykið af möpp- unum,“ rifjar hún upp hlæjandi. „Svo vann ég í Vigelandsparken en mest spennandi var að vera í fjallaseli í Guðbrandsdalnum sum- arið 1984. Ýr fæddist í apríl og í lok maí vorum við mætt í selið með dæturnar tvær þar sem við sáum um að mjólka fimmtíu kýr og gæta þeirra. Þarna var bara útikamar og við þurftum að hita allt vatn til þvotta og baða.“ Íbúalýðræðið umdeilt Að námi loknu vann Regína á barnaverndarskrifstofu Óslóar í um eins árs skeið. „Það var mikil harka í undirheimum Óslóar og mörg erfið mál að fást við,“ rifj- ar hún upp. „Eftir að ég kom heim 1988 fór ég að vinna hjá Félags- málastofnun Kópavogs og svo Reykjavíkur.“ Innt eftir saman- burðinum við Ósló svarar hún: „Auðvitað eru erfið mál í Reykja- vík og hafa orðið æ erfiðari eftir því sem árin líða en á þessum tíma var mikill munur á.“ Ekki hafði Regína þó fengið nóg af Noregi því þangað hélt hún aftur árið 1993 til að starfa sem ráðgjafi á göngudeild barna-og unglingageðdeildar í Askim. En þegar henni bauðst félagsmála- stjórastaða í Skagafirði sló hún til og flutti til Sauðárkróks í ársbyrj- un 1995. „Við bjuggum á Króknum í tvö og hálft ár og kunnum mjög vel við okkur, eiginmaðurinn fékk hins vegar ekki starf sem honum hentaði fyrir norðan svo við flutt- um suður og ég fór að vinna sem framkvæmdastjóri við tilrauna- verkefnið Miðgarð í Grafarvogi. Það fólst í að samþætta ýmsa þjónustu fagfólks svo sem félags- ráðgjafa, skólasálfræðinga, leik- skólaráðgjafa og tengja íþrótta- og tómstundamálin við. Yfir Miðgarði var hverfisnefnd Grafarvogs sem fékk ákveðin völd og var fyrsti vísir að auknu íbúalýðræði í borg- inni. Þetta var mikið frumkvöðla- starf og skemmtilegur tími,“ lýsir Regína, sem eftir þetta var feng- in í Ráðhúsið til að setja á lagg- irnar fimm þjónustumiðstöðvar í viðbót og undirbúa stofnun hverf- isráða sem bakhjarla. Þá voru lagðar niður stórar stofnanir eins og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Félagsþjónusta Reykjavíkur. „Þetta var gríðarlegt umrót og mörgum var ógnað í þessum breyt- ingum. Við buðum öllum af gömlu stofnunum störf en það varð breyt- ing á starfsumhverfi margra,“ segir Regína. Varstu óvinsæl? „Já, um tíma var ég óvinsæl en nú held ég að almenn ánægja ríki með þetta fyrirkomulag. Það var líka pólitísk kergja í spilinu, R-listinn var við völd en minnihlutinn var algerlega á móti breytingunum. Ég brann hins vegar fyrir þessu viðfangs- efni því ég trúði því að aukið sam- starf fagfólks og samráð við borg- arbúa myndi bæta þjónustuna.“ Dramatík í Ráðhúsinu Þórólfur Árnason var borgarstjóri þegar hér var komið sögu. Regína segir hann hafa staðið eins og klett við hlið hennar í verkefnunum. „Stuttu síðar var hann hrakinn frá völdum, fórnað út af olíusam- ráðinu. Það var mjög dramatískt að sjá á eftir tveimur borgarstjór- um meðan verið var að taka þessi mikilvægu skref í stjórnsýslu borgarinnar. Það gerðist nefni- lega líka skyndilega að Ingibjörg Sólrún hætti, því einstaka borgar- fulltrúar í R-listanum voru ósáttir við að hún byði sig fram til Alþing- is fyrir Samfylkinguna. Eftir Þór- ólf tók Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir við boltanum í Ráðhúsinu. Þá voru þjónustumiðstöðvarnar orðn- ar að veruleika en minnihlutinn var alltaf á móti þeim og um leið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók við sem borgarstjóri ákvað hann að færa þær af þjónustu- og rekstr- arsviði yfir á velferðarsvið og Borgarstjórinn á Skaganum Regína Ásvaldsdóttir settist í stól bæjarstjóra á Akranesi, fyrst allra kvenna, í upphafi þessa árs. Áður hafði hún haldið um ótal þræði í Ráðhúsi Reykjavíkur, undir lokin sem yfirmaður átta þúsund starfsmanna og staðgengill borgarstjóra. BÆJARSTJÓRINN „Ég er ánægð með lífið og hlakka til að koma í vinnuna á hverjum einasta degi,“ segir Regína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Minnihlutinn var ósáttur við þetta fyrirkomulag þannig að enn var róstusamt í pólitíkinni og Jón Gnarr var þráfaldlega spurður hvort hann væri að afhenda öll sín völd til embættismanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.