Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 48

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 48
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Viðtalið við Hönnu Birnu er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA Höskuldur Kári Schram hks@frettabladid.is VIÐ VITUM AÐ ÞESSIR EINSTAKLINGAR SEM ERU AÐ HAKKA SIG INN Í KERFI OG HEIMASÍÐUR ERU MEIRA OG MINNA AÐ SÝNA YFIRVÖLDUM OG ALMENNINGI AÐ ÞEIR GETI ÞAÐ Netárásir alvarleg ógn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir netárásir ógna nútímasamfélagi og nánast útilokað sé að koma algjörlega í veg fyrir þær. Hins vegar sé hægt að tryggja að allar persónuupplýsingar séu dulkóðaðar og koma þannig í veg fyrir leka á borð við þann sem átti sér stað um síðustu helgi þegar ráðist var á heimasíðu Vodafone á Íslandi. 2013 Varaformaður Sjálfstæðisflokks. 2013 Þingmaður og innanríkis- ráðherra. 1985 1990 1995 2000 2005 20101984 1986 1991 1993 1994 1999 20021997 2008 2013 MENNTUN OG HELSTU STÖRF1984 Verslunar- próf VÍ. 1986 Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. 1991 BA-próf í stjórnmálafræði HÍ. 1993 M.Sc.-próf í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. 1999–2006 Aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins. 1990-1991 Starfsmaður öryggismálanefndar. 1994–1995 Deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. 1995–1999 Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. 1995–1996 Í stjórn hverfafélags sjálf- stæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri. 1995–1999 Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. 1997–1998 Formaður nefndar menntamála- ráðherra um mótun símenntunarstefnu. 2002-2013 Borgarfulltrúi. 2008-2010 Borgarstjóri Reykjavíkur. Innflytjendur „Það eru mikil tækifæri fólgin í því að samfélagið sé fjölbreytt og að það sé umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og gleði yfir því að það séu einstakling- ar sem hafa áhuga á að setjast hér að. Vinna og ala upp börnin sín. Það eru sóknarfæri fólgin í því.“ Reykjavíkur- flugvöllur „Ég er þeirrar skoðunar að skipu- lagsvaldið skuli vera hjá sveitar- félögunum og að ríkið eigi ekki að vera að hrófla við því. Ef ríkið vill koma að samgöngumálum á einstökum svæðum þá á að gera það í samvinnu og samstarfi.“ Aukinn vopnaburður lögreglu „Það hugnast mér ekkert sér- staklega vel. Það hugnast mér að lögreglan fái aðbúnað við hæfi og að hún geti varið sig. En það hugnast mér ekki að almennir lögreglumenn fái að bera skotvopn.“ Þetta er sú ógn sem flest lönd eru að fást við núna. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig er hægt að tryggja öryggi þegar kemur að síma- og netnotkun almennings. Árásin um síðustu helgi er hörð áminning fyrir okkur að taka betur á þessu og þess vegna hef ég sett í gang innan ráðuneytisins sjálfstæða úttekt á því hvernig þessir atburðir gátu átt sér stað,“ segir Hanna Birna. Þúsundum smáskilaboða ásamt lykilorð- um og kennitölum viðskiptavina Vodafone á Íslandi var lekið á Netið um síðustu helgi þegar ráðist var á heimasíðu fyrirtækisins. Hanna Birna segir að um graf- alvarlegt mál sé að ræða og að árás sem þessi ógni nútímasamfélagi. Hún segir að stjórnvöld og eftirlitsaðilar þurfi að tryggja að allar persónuupplýsingar séu dulkóðaðar. „Við vitum að þessir einstaklingar sem eru að hakka sig inn í kerfi og heimasíður eru meira og minna að sýna yfirvöldum og almenningi að þeir geti það. Það er því ekki útilokað að þetta gerist aftur. Við viljum tryggja að almenn- ingur þurfi þá ekki að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Birna. Vopnuð lögregla Lögreglumenn hafa viljað skoða möguleikana á því að fá auknar heimildir til vopnaburðar. Í könnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera í byrjun síð- asta árs kom fram sterkur vilji meðal lögreglumanna til að kanna málið meðal annars vegna aukinnar hörku í undirheimum. „Lögreglan er að skoða þetta og meta þessa áhættu og öryggisþörf og mér skilst að þeirri vinnu ljúki í kring- um áramótin. Við þekkjum þessa umræðu og ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur stjórnmálamenn að leyfa lögreglunni að klára þessa vinnu. Við erum auð- vitað öll að vonast til þess að við getum búið í samfélagi sem er tiltölulega laust við þessa hluti. Þar sem þetta er ekki hluti af veruleika venjulegs fólks. En lög- reglan verður auðvitað að geta gripið til slíks við aðstæður þar sem þess gerist þörf. Þannig að ég mun sjá niðurstöðurnar og fara yfir þær,“ segir Hanna Birna. Fjölgun hælisleitenda Hælisleitendum hefur fjölgað verulega hér á landi á undanförnum árum. Í lok septembermánaðar höfðu komið fram 137 umsóknir um hæli samanborið við 83 umsóknir í fyrra. Hanna Birna segir viðbúið að þessi þróun haldi áfram og hefur lagt áherslu á að hraða málsmeðferð slíkra mála. „Þegar einstaklingar þurfa að bíða í langan tíma eftir svari þá er það þungt fyrir kerfið og kostnaðarsamt og líka afar erfitt fyrir hælisleitandann. Þannig að við viljum tryggja að þeir fái svör fyrr og hraðar. Við höfum talað um svokallaða 48 klukkustunda reglu. Það er norska leiðin. Það þýðir að hælisleitandinn fær svar innan 48 klukkustunda um hvort hann fær hæli eða ekki.“ Einkaaðilar fjármagni vegaframkvæmdir Hanna Birna vill skoða hvort hægt sé að fá einkaaðila til að koma í auknum mæli að fjármögnun vega- og samgönguframkvæmda. Hún vísar til reynslu Norðmanna og Hollendinga í þessum efnum. „Ríkið hefur takmarkað fjár- magn til vegaframkvæmda og þess vegna finnst mér mikilvægt að við skoðum leiðir eins og hafa verið farnar í Noregi, Hollandi og víðar þar sem einkaaðilar hafa komið að þessum framkvæmdum,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir Sundabraut í Reykjavík sem dæmi og segir að borgaryfirvöld hafi tekið vel í þá hugmynd að einkaaðilar fjármagni það verkefni að ein- hverju eða öllu leyti. „Við munum vonandi fyrir áramót kynna tvö til þrjú verkefni sem við teljum að geti hentað vel sem samstarfsverkefni einka- og opinberra aðila. Við teljum að þannig megi hraða framkvæmdum, auka gæði þeirra og tryggja að þær fari fyrr af stað heldur en ella,“ segir Hanna Birna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.