Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 50

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 50
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 Steinunn Björk Pieper bjó í 19 mánuði í gámi á stríðs-svæði í Afganistan. Þar sinnti hún starfi jafn-réttisfulltrúa á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) en slík störf heyra til nýj- unga hjá þessu gamla hernaðar- bandalagi. Áður starfaði Steinunn á Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þegar Steinunn kom til starfa í Kabúl bjuggu og störfuðu um tvö þúsund manns í búðunum, en álíka búðir á vegum Nató eru stað- settar víðsvegar í Afganistan. Starfinu sinnti hún í höfuðstöðv- um ISAF (International Security Assistance Force) í höfuðborginni Kabúl. Starfið var á vegum friðar- gæslu utanríkisráðuneytisins og verkefnin fólust í að í vinna með afgönskum og alþjóðlegum stofn- unum og samtökum, sem og NATO, að jafnréttismálum innan ISAF og í afgönsku samfélagi almennt, með áherslu á stöðu kvenna í afganska hernum og lögreglunni. Bjó í gámi Hvernig voru aðstæðurnar sem þú bjóst við í búðunum í Kabúl? „Flestir sem voru á svæðinu bjuggu í gámum, hvort sem þeir voru borgaralegir starfsmenn eða óbreyttir hermenn, og tvær til þrjár manneskjur í hverjum gámi. Það var hægt að búa til ágætis blokkir úr gámunum með því að stafla þeim upp. Gallinn var að það var erfitt að þrífa þá. Reyndar bjuggu þeir sem hærra voru settir við þann munað að þurfa ekki að deila gámi,“ segir Steinunn og bætir við að nú sé reyndar farið að reisa blokkir á svæðinu eftir tíu ára veru Nató þar. „Í upphafi bjóst enginn við að Nató yrði jafn lengi á svæðinu og raunin varð og því voru settir upp gámar, sem svo fjölgaði smám saman.” Hvernig var lífið í búðunum og hvernig fólk býr á svona stað? „Meirihluti starfsfólksins í búð- unum voru hermenn og þarf ekki að koma á óvart að karlmenn voru mun fleiri en konur,“ segir Stein- unn. Hún tekur fram að svæðið sé ekki stórt og því hafi myndast þar stemning áþekk þeirri sem mynd- ast í þorpum. „Maður kannaðist nánast við alla. Það var mikill samgangur vinnunnar vegna og þetta var mjög lifandi. Þarna var mötuneyti, þar sem allir borða saman en svo voru líka veitinga- staðir þarna þar sem hægt var að kaupa góðar pitsur og afganska rétti. Þarna var hægt að fara í lík- amsrækt og bíó og sækja bingó- og salsakvöld. Einnig voru kaffihús og verslanir, svokallaðar „Px“, þar sem allar helstu nauðsynjar feng- ust,“ segir Steinunn og rifjar upp að úrvalið hafi yfirleitt verið ein- kennilegt. Eina vikuna hafi versl- anirnar til að mynda verið fullar af súkkulaði og rakspíra, en næstu viku hafi áherslan verið á sjampó og úrval af hermannaskóm. „Fólk er samt innilokað. Maður kemst nánast ekkert út fyrir svæð- ið nema starfsins vegna, en þá var farið í fylgd vopnaðra bílstjóra. Þetta er svolítið eins og að búa í vinnunni sinni og vera alltaf þar. Maður hittir alltaf sama fólkið,“ segir Steinunn. Konurnar komast ekki á klósettið Spurð um störf jafnréttisfulltrúa hjá Nató segir Steinunn að starf- ið sé fremur nýtt. Enginn jafn- réttisfulltrúi hafi verið á vegum bandalagsins fyrr en árið 2009, en bandalagið hefur verið þar frá árinu 2003. Hún segir enn fremur að miklar framfarir hafi orðið í þessum málaflokki innan NATO sem spennandi hafi verið að taka þátt í. Starf jafnréttisfulltrúa gengur út á að vinna að jafnréttismálum innan hersins og í afgönsku sam- félagi, en einnig innan afganska hersins og lögreglunnar. Í Afgan- istan fylgdist Steinunn með fram- vindu mála sem varða konur, frið og öryggi á þeim sviðum sem tengjast störfum NATO. „Við veittum hershöfðingjum Nató og afgönskum ráðamönnum ráðgjöf um hvað betur mætti fara, stefnu- mótun og fleira. Allt var þetta unnið í samvinnu, til dæmis við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, aðrar alþjóðastofnanir, sendiráð og þróunarsamvinnustofnanir hinna ýmsu þjóða, frjáls félagasamtök og fleiri,“ útskýrir Steinunn. Er mikilvægt að vinna að jafn- réttismálum á svona stöðum? „Jafnréttismál eru afar mikil- væg þegar kemur að því að byggja upp stríðshrjáð samfélög. Það er ekki hægt að koma á varanlegum friði án þess að taka jafnrétti með í reikninginn. Það hefur lítið upp á sig til lengri tíma að laga vegi, byggja upp menntastofnanir, reisa hús og setja reglur til þess að koma í veg fyrir spillingu ef það gleym- ist alveg að tala við helming þjóð- arinnar, konurnar,“ segir Steinunn. Hún bendir á að karlar og konur í Afganistan hafi ekki endilega sömu hugmyndir um hvað þurfi að gera til stuðla að friði, enda sé mikill munur á hlutverkum kynjanna og þau sinni oft ólíkum störfum. Samfélagshefðir hvetji ekki til mikils umgangs milli kynjanna. „Þó að það sé vilji til að breyta þessu þykir mörgum það óþægileg tilhugsun og hugmyndin um að kynin deili til dæmis vinnu- aðstöðu getur vakið reiði sumra karla. Þetta getur skapað vand- ræði. Til dæmis getur það verið erfiðleikum bundið fyrir konur að vinna á hefðbundnum karlavinnu- stöðum, bara vegna þess að enn hefur ekki verið útbúin sér salern- isaðstaða fyrir þær. Konurnar hvorki vilja né geta notað sama salerni og karlarnir og komast því kannski ekkert á klósettið allan daginn,“ segir Steinunn. Hún tekur fram að konur og karlar hafi ekki endilega sömu sýn á hlutina. „Svo dæmi sé tekið utan af landsbyggðinni, þá er líklegt að konur og karlar svari ólíkt þegar fólk er spurt hvar ætti að fjarlægja jarðsprengjur úr jarðvegi. Það helgast einmitt af því að algengt er að kynin verji tíma sínum á mis- munandi stöðum og forgangsraði atriðum sem hafa með öryggi að gera á mismunandi hátt. Þar sem hefðir eru svona gamlar og rót- grónar er ekki heillavænlegt að streitast um of á móti til að byrja með,“ segir Steinunn og bætir við að betra sé að haga málum þannig að bæði karlar og konur geti tjáð sig og haft áhrif á gang mála. Alltaf í viðbragðsstöðu Steinunn segir að búðirnar sem hún bjó í séu á svokölluðu grænu svæði, þar sem öryggi er meira en annars staðar. Til að mynda sé bandaríska sendiráðið í Afganistan á græna svæðinu. Þegar hún var nýkomin til Afganistans hafi verið gerð árás í nágrenni búðanna. „Þá var gripið til ráðstafana og öllum skipað að halda sig inni,“ segir Steinunn. Engan sakaði á kampin- um í þessari árás, en sprengju var kastað yfir vegg við búðir Stein- unnar. Hún segir að þrátt fyrir þetta hafi hún upplifað öryggi innan svæðisins. „Fólkið sem vinn- ur við þessar aðstæður er ýmsu vant. Harka færist í átök á sumrin og haustin. Þá, eins og raunar allt- af, eru menn í viðbragðsstöðu.“ Steinunn bendir á að fólk sem býr fyrir utan varnarsvæði búi sífellt við hættu af árásum talib- ana. „Þetta er veruleikinn sem fólk tekur með miklu jafnaðar- geði, en ég fann ekki eins fyrir því þar sem ég var varin innan svæðisins.“ Lengi þráð að kynnast Afganistan Eftir heimkomuna í mars á þessu ári sneri Steinunn aftur til fyrri starfa sinna á Mannréttindaskrif- stofu Íslands. Hún segir aðspurð að hún geti vel hugsað sér að halda aftur til svipaðra starfa og þeirra í Afganistan. „Þetta var frábær reynsla, ég hafði lengi þráð að kynnast Afganistan frá öðrum sjónarhóli en úr bókum og sam- tölum við vini. Þó svo að kynni mín af landinu hafi vissulega verið tak- mörkunum háð kynntist ég fullt af Afgönum og öðru fólki víða að úr heiminum, með sín ólíku áhugamál og siði og venjur, og slíkt gefur líf- inu gildi.“ ENGINN FRIÐUR ÁN JAFNRÉTTIS Steinunn Björk Pieper bjó í nítján mánuði í gámi á stríðssvæði í Afganistan þar sem hún sinnti starfi jafnréttisfulltrúa á vegum NATO. Hún segir jafnréttismál afar mikilvæg þegar kemur að því að byggja upp stríðshrjáð samfélög. ÞAÐ SNJÓAR „Veðrið þar er fullkomið fyrir fólk sem á góð hús, góð föt og vatn.Það er ískalt yfir veturinn en allt að 40 stiga hiti yfir sumarið,“ segir Steinunn. KABÚL „Þetta var frábær reynsla,“ segir Steinunn. Fólkið sem vinnur við þessar aðstæður er ýmsu vant. Harka færist í átök á sumrin og haustin. Þá, eins og raunar alltaf, eru menn í viðbragðsstöðu.“ Hanna Rún Sverrisdóttir hannarun@365.is AFGANISTAN Steinunn Björk Pieper ásamt tveimur hermönnum. Þau bera öll fjólubláan fána 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.