Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 58

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 58
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 Guðni– Léttur í lund Gamansögur og litríkir samferða- menn Höfundur: Guðni Ágústsson Útgáfa: Veröld Fjöldi síðna: 251 bls. Þegar Finnur Ingólfs-son varð iðnaðarráð-herra lagði hann mikla vinnu í að efla iðnaðinn, ekki síst lítil og meðal-stór fyrirtæki. Oft voru haldnir „Íslenskir dagar, já takk“ á vegum iðnaðarins og ráðuneytisins víða um land. Eitt sinn voru þessir dagar helgaðir sunnlenskum fyr- irtækjum. Boðsbréfinu lauk með þessari setningu árið sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson var í fyrsta sinn með í förinni, en sjálfstæðis- menn nefndu hann stundum „stór- gripinn“: „Að lokum verður farið í stórgripasláturhús á Hellu þar sem forsetinn verður kvaddur.“ Hver er dánartíðnin á Íslandi? Danski heilbrigðisráðherrann kom í opinbera heimsókn til starfsbróð- ur síns, Jóns Kristjánssonar, og var auðvitað skeggrætt um heilbrigðis- mál. Þar kom að því að sá danski bar upp mjög sérstaka spurningu og stóðu sérfræðingarnir á gati og horfðu hver á annan. Hann spurði: „Hver er dánartíðnin hjá ykkur á Íslandi?“ Þögn sló á Íslendingana við spurninguna, en Jón ráðherra svaraði og varð fyrstur að átta sig við mikinn létti viðstaddra. Jón sagði með sinni hægð: „Ja, alveg eins og hjá ykkur, það er eitt á mann.“ Með þennan vísdóm fór sá danski heim og varð síðar forsætis- ráðherra. Hann kýs þig ekki oftar, hann Mundi minn Alþingismenn leggja mikið á sig til að rækta kjósendur sína og eru við- staddir héraðshátíðir og mannamót. Þeir fylgja vinum sínum til grafar og leggja mikið á sig til að geta það og oft í vondum veðrum. Ingibjörg Pálmadóttir var mjög duglegur þingmaður og sótti jarðarfarir eins og starfsbræður hennar. Þegar Guð- mundur bóndi í Dalsmynni í Eyja- hreppi var jarðaður um hávetur var ófærð og hálka á vegum. Mar- grét Guðjónsdóttir kona hans, hinn snjalli hagyrðingur, var mjög glað- lynd og eins og hún sagði sjálf, með „létt skap og liðugan talanda“. Þegar Ingibjörg var að þakka fyrir sig og kveðja hana, sagði hún: „Ég skil ekkert í þér, Ingibjörg mín, að vera að skælast þetta í vitlausu veðri illa búin í hælaháum skóm. Hann Mundi kýs þig hvort sem er ekki oftar.“ Skreiðin og Guðrún Helga Garðar Sigurðsson alþingismaður stundaði sjómennsku með kenn- arastarfi í Vestmannaeyjum. Hann þekkti því vel til sjávarútvegsmála á Alþingi en honum þótti stundum skorta þekkingu samstarfsmanna. Eitt sinn fór hann mikinn í þing- ræðu um sjávarútvegsmál og hafði skreið komið til tals. Guðmundur J. Guðmundsson snýtti sér hressilega og kallaði fram í ræðu Garðars: „Viltu ekki koma með sýnishorn?“ Þá kallaði Guðrún Helgadóttir fram í: „Slíkt er óþarfi, það eru margar skreiðar hér á Alþingi.“ Garðar horfði stundarkorn yfir efri brún gleraugnanna eins og hann gerði oft, nú beint á Guðrúnu og gerði örstutt hlé á máli sínu. Svo sagði hann af þunga: „Það er rétt, Guðrún mín, það er ýmislegt farið að þorna hérna inni.“ Þingsæti hrökk úr höndum hans Baldur Óskarsson yfirgaf Fram- sóknarflokkinn með Möðruvalla- hreyfingunni, en hann var for- maður SUF og stóðu þeir Ólafur Ragnar Grímsson saman þar í forystu. Baldur varð síðar fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi í öðru sæti á eftir Garðari Sigurðssyni alþingis- manni. Baldur fór mikinn í kosn- ingabaráttunni enda voru kosning- arnar sigurkosningar A-flokkanna 1978. Hvollinn var troðfullur af fólki á framboðsfundi allra flokka, allt að þúsund manns og útvarpað. Baldur er áheyrilegur, með djúpa og fagra bassarödd og mjög góður ræðumaður. Hann var á miklu flugi þetta kvöld, mælskur og orð- fimur og heillaði kjósendur, átti fundinn. En þegar hann í lok ræðu sinnar sagði af miklum þunga og steytti hnefann að sið vinstri- manna: „Við framsóknarmenn,“ ætlaði allt af göflunum að ganga, menn hlógu og klöppuðu (enda mönnum í fersku minni að Bald- ur hafði verið framsóknarmaður). Þegar hann loksins komst að, tókst honum að segja: „Við framsóknar- menn vil ég segja þetta.“ Margir töldu að þarna hefði þingmanns- sætið hrokkið úr höndum hans og tungunni væri það tamast sem hjartanu væri kærast. Ég heimsótti kúreka norðursins Hallbjörn Hjartarson varð þjóð- þekktur söngvari og reisti Kántrí- bæ á Skagaströnd. Þegar ég var þar á ferð með hópi manna, nýorð- inn landbúnaðarráðherra, gekk Hallbjörn á móti mér, hneigði sig djúpt í leðurfötunum og sagði: „Þú ert hin landsfræga eftir- herma, Jóhannes Kristjánsson.“ Ég jánkaði því og þarna sner- ist hann kringum mig alla heim- sóknina á safninu og sagði í lokin. „Jóhannes, það er nú lágmark að þú hermir eftir einhverjum stjórn- málamanni áður en þú ferð.“ Ég sagði: „Það skal ég gera og er þá ekki best að ég taki nýja land- búnaðarráðherrann, hann Guðna Ágústsson.“ Mæltist þetta vel fyrir og hermdi ég eftir sjálfum mér nokkra stund við mikinn fögnuð. Var það almannarómur á eftir hversu snjöll eftirherma Jóhann- es Kristjánsson væri. Las þær allar Þegar ævisaga Guðna Ágústsson- ar kom út árið 2007 fengu margir framsóknarmenn fleiri en eina í jólagjöf. Einn þeirra var Árni Sig- urðsson bóndi í Marbæli í Skaga- firði en hann fékk þrjú eintök af Guðni af lífi og sál. Nágrannar hans hentu gaman að þessu. Sókn- arpresturinn, sjálfstæðismaðurinn séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, hitti Árna á förnum vegi og spurði kankvís: „Ertu búinn að skila bók- unum um Guðna í Kaupfélagið?“ „Nei, nei,“ sagði Árni, „ég las þær allar og sú síðasta var best.“ Migið í klósett ráðherrans Einhverju sinni meðan ég var landbúnaðarráðherra komu á pall- inn til okkar Margrétar, í Jórutún- ið á Selfossi, borgfirskir sauðfjár- bændur, en þeir voru á ferðalagi um Árnessýslu. Þetta var fallegur vetrarmorgunn, bjart og kalt og sólin skein, Ölfusá í klakabönd- um, kaupfélagið og kirkjan handan árinnar. Í þessum hópi voru marg- ir ágætir menn, meðal annarra Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, núverandi formað- ur Bændasamtakanna, og Magn- ús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka, einstakur höfðingi, forystumaður bænda og hagyrðingur góður. Við gáfum gestum okkar meðal annars harðfisk, bjór og íslenskt brenni- vín. Magnús lýsti stundinni með eftirfarandi vísu: Á Selfossi ég gerði stuttan stans, það stirndi á ánni í sólarglans. Nú hef ég komið mér til manns og migið í klósett ráðherrans. Sú sú, hvað er það? Fljótlega eftir að ég var í Kína sendu þeir heila nefnd hingað og nú voru það skógræktarmenn sem komu. Ég hélt þeim ærlegt boð í Ráðherrabústaðnum. Þar bar margt á góma og spurði ég nú hvernig þeir segðu „tré“ á kínversku? „Það er sú,“ sögðu þeir. „Hvernig segið þið þá skóg- ur?“ spurði ég? „Það er sú sú,“ sögðu þeir. Sem sé, þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur. Í frægu áramótaskaupi hafði ég í gervi Jóhannesar Kristjánssonar sem landbúnaðarráðherra sagt við bændur: „Munið svo að þar sem tvö tré koma saman, þar er skóg- ur, drengir.“ Þetta var þá alþjóð- leg vitneskja og oft vitnaði ég til tveggja trjáa eftir þetta. Þetta áramótaskaup varð mjög frægt og héldu víst margir að ég hefði verið þarna sjálfur, svo trúverðugur var Jóhannes og gerði þetta vel. Guðjón fingur Guðjón Sigfússon var mikill ágætismaður á Selfossi. Hann var bróðir Matthíasar myndlista- manns. Guðjón var dálítið fljót- huga. Hann vann á trésmíðaverk- stæði Kaupfélagsins og þar varð hann fyrir því slysi að missa fing- ur í vélsög. Þegar Guðjón kom aftur úr veikindafríinu sagði ein- hver við hann: „Hvernig fórstu að þessu, Guðjón minn?“ „Það var nú lítið mál,“ sagði Guðjón, „ég gerði bara svona,“ og um leið renndi hann hendinni eftir borði vélsagarinnar og flugu nú tveir fingur í viðbót. Þetta varð til þess að hann var alltaf kallaður Gaui putti manna á milli. Guðjón var með rammagerð heima hjá sér til að drýgja tekjurnar. Eitt sinn ætl- aði kurteis maður að biðja hann um að ramma inn fyrir sig en fannst þetta hálfasnalegt að mað- urinn héti Gaui putti. Þegar hann barði að dyrum og kona Guðjóns kom til dyra, sagði hann: „Er Guð- jón fingur heima?“ Migið í klósett ráðherrans Í bókinni Guðni – Léttur í lund segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sögur af sjálfum sér og fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni. Við sögu koma allt frá óþekktum bændum úr Flóanum til þjóðþekktra stjórnmálamanna. LÉTTUR Í LUND Guðni Ágústsson hefur hitt margt fólk og mörg dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar ég var þar á ferð með hópi manna, nýorð- inn landbúnaðarráðherra, gekk Hallbjörn á móti mér, hneigði sig djúpt í leðurfötunum og sagði: „Þú ert hin landsfræga eftirherma, Jóhannes Kristjánsson.“ Á Selfossi ég gerði stuttan stans, það stirndi á ánni í sólarglans. Nú hef ég komið mér til manns og migið í klósett ráðherrans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.