Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 66
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | BÆKUR 66 VERÐ AÐEINS: 2.990 KR. Á MANN. Aðalstræti 16 / 101 Reykjavík / Sími 514 6060 JÓ LATAPAS Í HÁ DEGINU Emmanuel elskar að elda fyrir þá sem elska að elda ekki. Tilvalið fyrir hópa. Miðbæjarmenning við Ingólfstorg Það vekur óneitanlega athygli að þrjár af fimm tilnefningum til Íslensku þýðingaverðlaunanna hlutu þýðendur bóka sem gefnar eru út af sama útgefanda, Upp- heimum. Ingunn Ásdísardóttir fyrir Ó– sögur um djöfulskap eftir Færeyinginn Carl Jóhan Jensen, Njörður P. Njarðvík fyrir heildarsafn útgefinna ljóða sænska Nóbelsskáldsins Tomasar Tranströmer og Rúnar Helgi Vignis- son fyrir Sem ég lá fyrir dauð anum eftir William Faulkner, sem einnig var Nóbels- skáld. HORST ER MÆTTUR Fyrsta bókin eftir norska verðlaunahöf- undinn Jörn Lier Horst er komin út á íslensku. Það er bókin Veiðihund- arnir sem hlaut Rivertonprisen 2012, besta norska glæpasagan og Glerlykilinn 2013. FÆRT TIL BÓKAR ! BÆKUR ★★★ ★★ Stúlka með maga Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir JPV-ÚTGÁFA Þórunn Erlu Valdimarsdóttir hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræði og skáldskap allan sinn feril. Hún hefur oft látið reyna á skilin milli þessara tveggja greina og beitt meðulum skáldskaparins í sagn- fræðiverkum af meiri dirfsku en flestir kollega hennar. Nýjasta bók hennar, Stúlka með maga, samein- ar sagnfræði og skáldskap á nokk- uð annan, en ekki síður frumlegan, hátt. Sögumaður bókarinnar, sem ber undirtitilinn „Skáldættarsaga“ er Erla móðir Þórunnar og í sög- unni fylgjum við henni á vit fortíð- ar ættarinnar þar sem hún grams- ar í gömlum skjölum og bréfum úr stórum skjalaskáp úr járni. Á kápu segir að Stúlka með maga sé sjálfstætt framhald Stúlku með fingur, skáldsögu Þórunnar sem kom út árið 1999. En þetta eru mjög ólíkar bækur. Stúlka með fingur er fimlega fléttuð saga úr örlagaþráð- um tveggja manneskja, ástarsaga sem leiðir til óvæntrar afhjúpun- ar í lokin. Í Stúlku með maga er á hinn bóginn sögð saga sem er bæði löng og breið, nær yfir margar kyn- slóðir karla og kvenna og leikurinn berst víða, bæði landfræðilega og á litrófi tilfinninganna. Erla segir sögu ættingja sinna, einkum karlanna, allt aftur á fyrri hluta nítjándu aldar. Snemma í sög- unni er ýmislegt gefið í skyn um hennar eigin ævi, hjónaband sem lýkur með því að eiginmaðurinn fer frá henni og um ævi foreldra henn- ar og hjónaband þeirra og samlíf sem frá upphafi er lifað í skugga sjúkdóms sem þau ganga bæði með en má ekki nefna upp- hátt: sýfilis. Undir lokin þéttist sagan um þessi tvö hjónabönd, en áður en að því kemur hefur sögukona þrætt sig í gegnum óhemju magn af frásögn- um af forfeðrum sínum. Og sagan sú er saga af sann- kölluðu feðraveldi. Þótt samúð hennar sé einatt með kon- unum í fortíðinni eru þær næstum ósýnilegar í frá- sögn hennar. Karl- arnir eru frekir á athyglina, athafnasemi þeirra hefur skilið eftir sig fleiri spor í skjalasafninu en strit kvennanna og við fáum endalausar sögur af afrekum þeirra, brauðstriti og feilsporum. Því er ekki að leyna að þetta getur reynt töluvert á þolinmæðina hjá lesanda. Einkum er sá hluti sög- unnar sem helgaður er föðurafa Erlu, smiðnum og þúsundþjala- smiðnum Alexander Valentínus- syni langdreginn og endurtekn- ingasamur, þar er tínt til hvert hús sem hann smíðar og farið í saumana á fjárhag hans og fram- kvæmdum þannig að manni verð- ur nóg um og finnst stundum eins og maður sé staddur í heimilda- safninu miðju en ekki í skáldlegri úrvinnslu úr því. Í heildarbyggingu sögunnar hefur þessi smásmygli sinn til- gang. Hún sýnir hvernig fókus sögunnar beinist einatt að því sem fært er í bókhald opinberra stofn- anna og fyrirtækja og er þannig hluti af femínískri gagn- rýni sögukonunn- ar, en því er ekki að leyna að karlarnir í sögunni skyggja á konurnar lengi vel, þótt maður finni að sögukonan og sögu- höfundur telji að konurnar séu meiri athygli verðar. Stúlka með maga verður þess vegna svolítið köflótt skáldættarsaga. Lokahlutinn og yfirleitt þeir hlut- ar sögunnar sem fjalla um konur eru grípandi og stundum nístandi í útmálun sinni á kúgun og óréttlæti gamla samfélagsins, en útmálunin á brölti karlanna verður of ítarleg þannig að áhugi lesandans á það til að dala. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Áhrifarík ættarsaga af örlögum kvenna, en karlarnir skyggja enn þá á þær, í skáldsögunni eins og í sögunni sjálfri. Konur í karlaheimi Reyndar er ég enginn sérfræðing-ur í færeysku, þótt ég geti auðvit-að lesið hana mér til gagns eins og flestir Íslendingar. En þegar maður fer að þýða svona listrænan texta þá fyrst uppgötvar maður alla þá botnlausu pytti sem liggja fyrir fótum manns þegar færeyskan er annars vegar,“ segir Ing- unn Ásdísardóttir þýðandi, spurð hvort ekki hafi verið erfitt að þýða doðrantinn Ó – Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. „Málin eru í rauninni svo lík en um leið svo ólík og þar sem þau eru ólík leynir það á sér. Maður þarf alveg stöðugt að vera á tánum, í hverri einustu setningu.“ Ó – Sögur um djöfulskap er fyrsta bókin sem Ingunn þýðir úr færeysku og hún segir þetta eitt það erfiðasta sem hún hefur komist í. „Einkum út af líkindum málanna. Það er svo auðvelt að taka setninguna bara beint upp og klúðra öllu til dauðans. Sem dæmi má nefna að á íslensku þýðir orðalagið „að maður standi fyrir einhverjum“ að maður sé að reyna að hindra hann í að komast ferða sinna, á fær- eysku hins vegar þýðir það þetta sama orða- lag, „að standa fyrir einhverjum“, einfald- lega að standa fyrir framan hann. Þannig að á færeysku eruð þið að spjalla saman í mesta bróðerni þó að þú „standir fyrir manninum“, enginn er að reyna að hindra neinn. Svona merkingarmunur á milli þessara tveggja tungumála er alls staðar. En þetta var líka ofsalega ögrandi og skemmtilegt.“ Verðlaun skipta máli Ingunni virðist hafa tekist vel upp með þýð- inguna, því hún er tilnefnd til Íslensku þýð- ingaverðlaunanna. Skipta slíkar tilnefning- ar máli og bæta verðlaunin stöðu þýðenda? „Ég tel engan vafa á því. Ég ætla útgefendum það að vilja hafa bækurnar sínar þokkalega þýddar og að þeir leiti þá til fólks sem hefur fengið þess konar viðurkenningu í þessu fagi. Ég held líka að þýðendur, sem hafa metnað í sínu starfi og bera virðingu fyrir því, hljóti að keppa að því að komast á þennan topp. Mér fannst það gríðarleg viðurkenning að vera til- nefnd til þýðingaverðlaunanna og held það hljóti að hvetja mig til að gera enn betur í framtíðinni.“ Carl Jóhan stundaði nám í bókmenntafræði við H.Í. og er altalandi á íslensku. Las hann þýðinguna yfir? „Já, meira og minna gerði hann það.“ Og var ánægður með útkomuna? „Ekki heyrði ég annað á honum allavega.“ Þetta er mjög færeysk bók, ekki satt? „Jú, hún gerist í færeysku smábæjarsamfélagi upp úr aldamótunum 1900 og fer bæði fram og aftur fyrir þau. Hún tekur á mörgu af því sem kannski má líta á sem sérfæreyskt. Þetta er svona smábæjarsamfélag þar sem hver er ofan í annars koppi og trúarlíf Færeyinga, sem er mjög sérstakt, leikur stórt hlutverk. En í rauninni er hann samt að fjalla um miklu stærri hluti. Hann setur atburðarásina þarna niður en er í raun að fjalla um djöfulskapinn í manneskjunni, bæði þann djöfulskap sem við ráðum við og getum valið og líka illsku og djöfulskap sem kemur utan frá og einstakling- urinn ræður ekki við. Þessa illsku sem mann- lífinu virðist eðlislæg, hversu leitt sem okkur þykir að viðurkenna það.“ Djúpar lendur sálarlífs Íslendingar þekkja færeyskt samfélag aðal- lega úr bókum Williams Heinesen, munu þeir þekkja það samfélag aftur í þessari bók. „Já og nei. Umgjörðin er að sumu leyti svipuð, lítið þorpssamfélag í Færeyjum á þessum tíma með alls kyns skrítnu fólki og sögum inni í sögum. Mikið lengra nær sú samlíking ekki vegna þess að hér er farið inn á mjög myrkar, duldar og djúpar lendur sálarlífs, hvata, óra, ævintýra og fýsna. Litapalettan er mjög miklu dekkri hjá Carli Jóhani en Heinesen.“ Áttu von á því að þýða fleiri bækur úr fær- eysku? „Carl Jóhan er að ljúka við skáldsögu sem fjallar um íslenskt skáld á nítjándu öld sem heitir Benedikt Einarsson, hringir það einhverjum bjöllum? Ef einhver íslenskur útgefandi vill gefa hana út vona ég sannar- lega að mér verði fengið það verkefni að þýða hana, en það á allt eftir að koma í ljós.“ Glíman við færeyskuna erfið Ingunn Ásdísardóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Ó – Sögur um djöfulskap eftir Færeyinginn Carl Jóhan Jensen. Hún segir glímuna við færeyskuna eina þá erfiðustu sem hún hafi átt á löngum þýðandaferli. Þar komi til líkindi en um leið ólíkindi málanna sem valdi því að þýðandinn sé sífellt á tánum. SKEMMTILEG ÖGRUN Ingunn hefur þýtt fjölda bóka, en segir þýðinguna á Ó– Sögur um djöfulskap það erfiðasta sem hún hafi tekist á við, en um leið ögrandi og skemmtilegt verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Afmælisbréf Teds Hug- hes vakti gríðarlega athygli þegar ljóðin komu út árið 1998. Þar fjallaði skáldið í fyrsta sinn um hjónaband sitt og Silviu Plath og hörmulegan dauða hennar. Bókin er nú komin út á íslensku í þýðingu Hallbergs Hallmunds- sonar og Árna Blandon, ljóðaunnendum til mikils fagnaðar. Hallberg var langt kominn með þýðinguna þegar hann lést árið 2011 og var Árni fenginn til að ljúka við bókina. Afmælisbréf á íslensku Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Bretar, eða nánar tiltekið The Literary Review, hafa útnefnt verstu kynlífssenuna í skáldskap ársins. Sá vafasami heiður að hljóta verðlaunin kom í hlut Manil Suri fyrir átakanlega uppskrúfaðar kynlífssenur í bók hans The City of Devi. Mesta athygli vakti þó að meðal þeirra sem tilnefndir voru var hið löngu látna og heittelskaða söngvaskáld Woody Guthrie. Versta kynlífslýsingin Uppheimar uppskera vel fyrir þýðingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.