Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 76

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 76
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 76 Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma, systir og mágkona, HALLDÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR Litlahjalla 1, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 11. desember kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða líknarfélög. Andrés Andrésson Ólafía Sigurðardóttir Andrés Andrésson Íris Andrésdóttir Anna Rut Guðmundsdóttir Bergþór Andrésson Erla Björk Tryggvadóttir Jón Þór Andrésson Erla Erlendsdóttir Eyjólfur Bergþórsson Nanna Bergþórsdóttir Ólafur Kjartansson og barnabörn Elskulegur sonur, bróðir og frændi, SIGFÚS BLÖNDAL SIGURÐSSON Stafholtsey, Borgarfirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Sigríður Blöndal og aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JAKOBSDÓTTIR áður að Digranesvegi 80, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 3. desember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00. Bent Bjarnason Helga Helgadóttir Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson Jakob Unnar Bjarnason Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ERNA THEODÓRSDÓTTIR WHELAN ljósmyndari, búsett í Flórída, lést 1. desember sl. Bálför hefur farið fram. Henry Whelan Barbara Whelan Theodore Whelan og Karen Whelan Sigríður Theodórsdóttir og Solveig Theodórsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, GAUTA GUNNARSSONAR, bónda, Læk, Flóahreppi. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Guðbjörg Jónsdóttir Gísli Gautason Jón Gautason Eyrún Gautadóttir Gunnar Mar Gautason Sigríður Guðjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN MAGNÚSDÓTTIR dvalarheimilinu Grund, lést föstudaginn 29. nóvember Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.00. Sjöfn Jóhannesdóttir Gunnar Jósef Jóhannesson Ása Guðný Þorsteinsdóttir Elín Theodóra Jóhannesdóttir Jóhann Snorri Jóhannesson Anna Guðrún Kristinsdóttir Jóhannes Örn Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, JÓN ÓLAFSSON fv. bankastarfsmaður, Bólstaðarhlíð 44, er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Birgir Ólafsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, LINDU KONRÁÐSDÓTTUR Seljabraut 82, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Magnús Valdimarsson Sara Barðdal Þórisdóttir Hákon Víðir Haraldsson Alexander Úlfur Hákonarson Konráð Adolphsson Edda Gunnarsdóttir Hilmar Konráðsson Sigrún Bjarnadóttir Bergur Konráðsson Inga Lóa Bjarnadóttir Sigga og Skessan í jólaskapi er nýtt íslenskt barnaleikrit sem gert er eftir sögum Herdísar Egilsdóttur en það var frumsýnt um síðustu helgi. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur með sýn- inguna, hvert sem við höfum farið og erum mjög stolt,“ segir Eggert Kaaber, annar leikaranna í sýningunni. Ásamt Eggerti leikur Katrín Þorkelsdóttir í sýningunni. Leiksýningin, sem sett er upp af Stoppleikhópnum, er ferðasýning en hún er nýtt íslenskt jólaverk sem er ætlað börnum. „Það eru fyrirhugaðar um tuttugu sýningar á leikritinu í desember, flest- ar á höfuðborgarsvæðinu en við förum einnig í nærliggjandi kaupstaði.“ Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í sannkall- að jólaskap. Skessan er heima í hellin- um með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast og snjón- um kyngir niður. Allt er að verða ófært og það sem meira er að jólapósturinn kemst ekki áleiðis með jólakortin og jólagjafirnar til fólksins. Nú eru góð ráð dýr en með hjálp hvor frá annarri arka þær vinkonur af stað með jólaskapið eitt að vopni. Saman lenda þær svo í mörg- um skondnum uppákomum og hjálpa til við að koma jólapóstinum á leiðarenda. „Brúðu- og grímugerð Katrínar Þor- valdsdóttur leikur stórt hlutverk í sýn- ingunni,“ segir Eggert. Sigurþór Heim- isson sér um hljóðmynd í sýningunni. Stoppleikhópurinn, sem stendur að sýningunni, er atvinnuleikhús sem stofnað var árið 1995 sem fræðsluleik- hús fyrir börn og unglinga. Leikhópur- inn hefur starfað samfleytt í 18 ár og frumsýnt 25 ný íslensk leikrit. Leikhóp- urinn starfar sem ferðaleikhús og hefur sýnt verk sín um allt Ísland. „Við fengum styrk frá Reykjavíkur- borg til að fjármagna nýju sýninguna.“ Stoppleikhópurinn sem hlaut grímu- verðlaunin árið 2009 fyrir leikverkið „Bólu-Hjálmar“, hefur nálgast börn og unglinga á þeirra heimavelli öll þessi 18 ár og sýnt í skólunum og á skólatíma. Þannig er tryggt að allir sjái verkin í návígi við leikarana og listamennina. „Slíkt augnablik er sérstakt og krefur áhorfandann um samspil við listaverkið sem lifir bara á þessu sérstaka augna- bliki,“ bætir Eggert við. gunnarleo@frettabladid.is Nýtt íslenskt jólaleikrit Stoppleikhópurinn frumsýndi fyrir skömmu leikrit sem hugsað er fyrir börn. 8. desember 1980 lést John Lennon með sviplegum hætti þegar Mark David Chapman, geðsjúkur „aðdáandi“, skaut hann fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota-bygginguna í New York, þar sem Lennon og Ono áttu heima. Lennon hafði gefið Chapman eiginhandar- áritun sama kvöld og hann lést. Mark Chapman hafði planað að drepa Len- non í þrjá mánuði. Chapman var síðan dæmdur í 20 ára til lífstíðarfangelsi. John Lennon var helst þekktur sem stofnandi og meðlimur Bítlanna og er hans minnst sem eins virtasta og ástsælasta tónlistarmanns sögunnar. Þá vilja margir halda því fram að hann og Paul McCartney hafi verið eitt besta tónlistarteymi allra tíma. Hinn 20. mars árið 1969 giftist hann Yoko Ono. Hinn 9. október 2007 var svo kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono í fyrsta sinn í Viðey og mun hún verða tendruð á hverju kvöldi frá 9. október, sem er fæðingardagur Lennons, til 8. desember, dagsins sem Lennon lést, ásamt öðrum völdum dögum. ÞETTA GERÐIST: 8. DESEMBER 1980 GAMAN Í GERVI Eggert Kaaber er hér í gervi Skessunnar á meðan Katrín stýrir brúðunni Siggu í sýningunni. MYND/ÖMMI STEPH SÁTTUR VIÐ SÝNINGUNA Eggert Kaaber leikur í Sigga og Skessan í jólaskapi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.