Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 82

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 82
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 82 Arnaldur Indriðason gerir það gott í Frakklandi og alls hafa bækur hans selst í 2,5 milljónum eintaka þar í landi. Ein þeirra bóka hans sem setið hafa mánuðum saman á franska metsölulistan- um er Bettý, í þýðingu Pat- ricks Guelpa. Fyrir nokkr- um dögum var gefin út sérstök gull- slegin hátíðar- útgáfa af gripn- um í tilefni þess að bókin hefur selst í yfir 300.000 eintökum þar í landi. Sjö titlar alls, eftir jafnmarga höfunda, voru gefnir út af þessu tilefni og kallaðir í fréttum „Une famille en or“ eða „gullfjölskyld- an“. Sammerkt eiga bæk- urnar að hafa selst í yfir 300.000 eintökum í Frakk- landi. Höfundarnir, auk Arnaldar, eru John Irving, Henning Mankell, Kat- herine Pancol, Auður Ava Ólafsdóttir, Jesse Kell- erman og Hugh Laurie. Þess má geta að bækur Arnaldar Indriðasonar hafa selst í yfir 10 milljón- um eintaka um allan heim. Bettý í gullsleginni hátíðarútgáfu Arnaldur malar gull í Frakklandi, yfi r 300.000 eintök af Bettý seld. TÓNLIST ★★★★★ Mozart: Sálumessa Langholtskirkju, aðfaranótt fimmtu- dagsins 5. desember. FLYTJENDUR: ÓPERUKÓRINN OG HLJÓMSVEIT ÁSAMT EINSÖNGVURUM. STJÓRNANDI: GARÐAR CORTES. Þeir voru fölir, hljóðfæraleikararn- ir sem gengu á sviðið í Langholts- kirkju á miðvikudagskvöldið. Nei, ekki um kvöldið heldur um nótt- ina. Klukkan hálf eitt aðfaranótt fimmtudagsins, hvorki meira né minna. Af hverju í ósköpunum að halda tónleika eftir miðnætti á virkum degi? Jú, sálumessa Mozarts var á dagskránni, og Mozart dó skömmu eftir miðnætti þennan dag árið 1791. Garðar Cortes stjórnaði Óperu- kórnum og hljómsveit sem mér sýndist samanstanda af hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníunni. Hann hélt stutta tölu á undan. Minntist þeirra tónlistarmanna sem létust á árinu. Sagði einnig frá því hvern- ig dauða Mozarts bar að. Hann var þá nýbyrjaður að semja sálumessu sem hafði verið pöntuð. Honum tókst ekki að klára hana, nemandi hans sá um það síðar. Nokkrir vinir Mozarts voru hjá honum á dauða- stundinni og sungu fyrir hann hluta úr messunni án hljóðfæraleiks. Minningarorðin voru hjartnæm, og það var líka eitthvað hjartnæmt við tónleikana í heild. Þrátt fyrir þennan vonda tónleikatíma var furðulegt hversu vel heppnað- ist. Hinir fölu hljóðfæraleikarar spiluðu af nákvæmni og krafti. Enda prýðilegur konsertmeistari fremst á sviðinu, Una Sveinbjarn- ardóttir. Hún leiddi hljóðfæraleik- arana af röggsemi. Kórinn var jafnframt frábær. Söngurinn var gríðarlega þéttur og líflegur, sem hljómar kannski mótsagnarkennt þegar sálumessa er annars vegar. En hafa ber í huga að sálumessa Mozarts er fyrst og fremst stórfenglegt tónverk, ekki trúarathöfn. Atburðarásin er hröð, framvindan rösk og spennandi. Garðar stjórnaði túlkuninni þannig að hún varð afar sannfær- andi. Hvergi var dauður punktur í henni. Þvert á móti var hún full af gleði og lífi. Einsöngvararnir voru fínir. Það voru Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Garðar Thór Cortes og Kristinn Sigmundsson. Það getur varla verið auðvelt að syngja einsöng eftir miðnætti! En ekki var nein þreytumerki að heyra á einsöngvurunum. Þvert á móti. Söngurinn var hljómmikill og tær, fyllilega í anda tónskálds- ins. Þetta var áhrifarík stund. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sálumessa Mozarts var stórbrotin og glæsileg. Hjartnæmir tónleikar Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu en það er nú sett upp í fjórða sinn hjá LA. Sýningin er hátíðarsýning félagsins á fjörutíu ára atvinnu- afmæli þess. Verkið fjallar um uppgjör kerl- ingar við líf sitt og Jón mann sinn. Ferðalag hennar til hins gullna hliðs með sálartetur bónda síns í skjóðu er löngu orðið þekkt í íslenskum leikbókmenntum og leitast upp- færslan við að vera trú þessari reisu og varpa ljósi á hvaðan við komum. Hljómsveitin Eva, með þær Sig- ríði Eir Zophoníasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur innan borðs, semur nýja tónlist við verkið og tekur þátt í uppfærslunni með lifandi tónlistarflutningi. Með hlutverk kerlingarinnar fer María Pálsdóttir sem eftir nokkurt hlé stígur aftur á fjalirnar hjá LA. Auk hennar leika Aðalbjörg Árna- dóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilm- ir Jensson og fjórtán nemendur úr Leiklistarskóla Leikfélags Akureyr- ar í sýningunni. Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu, Helga Oddsdóttir hannar búninga, Ingi- björg Huld Haraldsdóttir er aðstoð- arleikstjóri og Gígja Hólmgeirsdótt- ir aðstoðarkona er í starfsnámi hjá LA. Frumsýning er 17. janúar. Hið gullna afmælishlið LA Leikfélag Akureyrar setur upp Gullna hliðið í tilefni af fj örutíu ára afmæli sínu. María Pálsdóttir leikur kerlinguna en leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson. Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter mun í dag opna sýningu á norsku samtímalisthandverki í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og samanstendur sýningin af verkum 18 norskra listamanna sem vinna með gler, ker- amik og málma. Verkin á sýningunni eru eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna og fór val verkanna fram í náinni samvinnu við þá. Verk eftirtalinna eru á sýningunni: Ulla-Mari Brantenberg, David & Linnéa Calder, Tulla Elie- son, Jens Erland, Sidsel Hanum, Karen Klim, Vidar Koksvik, Liv Midbøe, Irene Nordli, Ruta Pakarklyte, Tovelise Røkke-Olsen, Heidi Sand, Leif Stangeby-Nielsen, Marit Tingleff, Svein Thingnes, Gunnar Thorsen, Pål Vigeland. Paradigm í Hönnunarsafni Sýning á verkum norskra hönnuða. GARÐAR CORTES „Garðar stjórnaði túlkuninni þannig að hún varð afar sann- færandi. Hvergi var dauður punktur í henni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÓPURINN Leikhópurinn fór í Laufás í fyrstu viku æfinga til að anda að sér torfbænum. MYND: BJARNI EIRÍKSSON GULLBÓK Hin gullslegna franska hátíðarútgáfa af Bettý. www.tjarnarbio.isMiðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fösmidasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.