Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 85

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 85
LAUGARDAGUR 7. desember 2013 | MENNING | 85 Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ, Breiðfirðingakórinn í Reykja- vík, Kammerkór Reykjavíkur, Drengjakór Þorfinnsbræðra og hinn nýstofnaði kór níu lærðra söngkvenna, Boudoir, syngja hver í sínu lagi og saman á jólatónleik- um í Dómkirkjunni á morgun. „Síðustu fimm lögin syngja kórarnir saman. Þá verður til risakór með 120 til 130 manns,“ segir Julian Hewlett skipuleggj- andi tónleikanna. Sjálfur stjórnar hann fjórum kóranna í vetur, eða öllum nema Drengjakór Þorfinns- bræðra sem hann segir gestakór. „Þetta eru ekki beinlínis drengir, allir kringum fimmtugt, sextugt. Þetta var bara sniðugt nafn sem þeir tóku upp,“ upplýsir hann og bætir við að Guðbjörg Tryggva- dóttir, sem er einsöngvari með Kammerkór Reykjavíkur ásamt Kristínu R. Sigurðardóttur, stjórni drengjunum. „Þetta er alþjóðleg tónlist. Ekki einvörðungu jólatónlist en text- arnir eru allir hátíðlegir, svolítið friðartengdir,“ segir Julian sem er höfundur þriggja þeirra laga sem flutt verða. Eitt þeirra nefnist Jól í bænum og sá titill var yfirfærður á tónleikana því að sögn Julians er textinn jákvæður og einkennandi fyrir dagskrána. Julian kom frá Englandi til Íslands fyrir tuttugu og fimm árum og hefur starfað við tónlist alla tíð síðan sem kennari, tón- skáld og kórstjóri, fyrst á Skaga- strönd og síðan Egilsstöðum, sex ár á hvorum stað, en flutti suður árið 1988. Hann leikur á píanó á tónleikunum á morgun, ásamt Guðríði Sigurðardóttur. Miðar verða seldir við inngang- inn á 1.500 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara og öryrkja og frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. - gun Ekki beinlínis drengir Jól í bænum er yfi rskrift hátíðlegra tónleika í Dóm- kirkjunni síðdegis á morgun. Þar syngja fi mm kórar. KAMMERKÓR REYKJAVÍKUR er einn þeirra fimm kóra sem koma fram í Dóm- kirkjunni á morgun, sunnudag. Þetta er sjötta árið í röð sem tón- leikarnir eru haldnir og þriðja árið í röð sem samið er jólalag fyrir okkur sérstaklega,“ segir Björg Þórhallsdóttir um Ljósberatón- leikana sem hún stendur fyrir í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. „Í ár er það Michael Jón Clarke sem semur lag við ljóðið Jól eftir Kristján frá Djúpalæk.“ Björg hefur fengið fleiri lista- menn í lið með sér en auk henn- ar koma fram þau Kristjana Arn- grímsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Ívar Helgason, félagar úr Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, kammer- sveit norðlenskra tónlistarmanna, Elísabet Waage hörpuleikari og fleiri. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel og stjórnandi hljómsveitar er Hilmar Örn Agnarsson. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og rennur ágóðinn óskiptur í Líknarsjóðinn Ljósberann en til- gangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaastoð til Akureyringa með sérstaka áherslu á aðstoð fyrir jólin. „Þetta er líknarsjóður sem við í fjölskyldunni stofnuðum 2008 til minningar um föður minn, Þórhall Höskuldsson, sem var prestur við Akureyrarkirkju,“ útskýrir Björg. „Hans hugsjónamál var líknar- starf og hann beitti sér mjög fyrir aðstoð við þá sem búa við bágust kjör.“ - fsb Heldur áfram líknar- starfi föður síns Hinir árlegu Ljósberatónleikar verða í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. Fyrir þeim stendur Björg Þórhalls- dóttir söngkona og allur ágóði rennur til líknarmála. LJÓSBERI Björg og fjölskylda hennar stofnuðu líknarsjóð til minningar um föður hennar, Þórhall Höskuldsson, sóknarprest á Akureyri. Fréttablaðið/GVA ÁRMÚLI 2 Mjög glæsileg skrifstofubygging um 3.500 m2 sem stendur á stórri lóð með 110 bílastæðum. Húsið er vel staðsett og sérstaklega vel búið fyrir upplýsinga tæknifyrirtæki. Húsið er einnig góður kostur sem höfuðstöðvar stórra fyrirtækja sem þurfa góða staðsetningu og auglýsinga gildi. Getur leigst án VSK. KÖLLUNARKLETTSVEGUR 2 Vöruskemma með fullbúnu rekka kerfi, lofthæð 7m, um 1060m2. Þjónusturými á jarðhæð um 500m2. Vandað skrifstofurými á 2. hæð (slétt af efra bílaplani) um 350m2. Samtals um 1910m2. Húsið er mjög vel búið og tilbúið til notkunar, mjög stórt útisvæði. Þessi eignarhlutar þurfa ekki allir að leigjast sama n. Getur leigst án VSK. SÍÐUMÚLI 23 Skrifstofu- og lagerhúsnæði, vel staðsett með mikla möguleika samtals um 1550m2. Á annarr i hæð hússins eru góð skrifstofu herbergi. Á jarð- hæð eru opin skrifstofu- og verslunarrými ásamt lager í aftari hluta hússins. Húsinu eru hægt að skipta upp í nokkrar minni einingar. Fyrir liggur áætlun um endurbætur á ytra byrði hússins. LYNGHÁLS 9 Allt að 1630m2 geta verið lausir í þessu húsi. Mjög vandað skrifstofuhúsnæði með skrif stofum og opnum rýmum. Húsnæðið var endur nýjað fyrir fáum árum. Þessi eign býður upp á frábæra aðstöðu í vandaðri byggingu með góðri aðkomu og nægum bílastæðum. Getur leigst án VSK. GRENSÁSVEGUR 10 Gott skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum um 1558m2 og 220m2 versluna r- eða þjónustu rými á jarð hæð, samtals um 1778m2. Rýmin tengjas t um stigahús þannig að þau geta mynda ð eina heild. Gott bílaplan er við húsið og frábærar tengingar við almennings samgöngur. Einnig kemur til greina að leigja húsið í smærri hlutu m. Getur leigst án VSK. Allar nánari upplýsingar gefur Börkur Grímsson í síma 892 1542 FASTEIGNASJÓÐUR BÝÐUR ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU FASTEIGNASJÓÐUR Í REKSTRI AUÐAR CAPITAL FASTEIGNAAUÐUR 1 hefur tekið við rekstri eftirtalinna húseigna og býður þær nú til leigu til traustra leigutaka. Tækifæri til að semja við öflugan leigusala sem er tilbúinn að laga húsnæðið að þörfum leigutaka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.