Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 86

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 86
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 RAGNHEIÐUR ný ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson FRUMSÝNING Í ELDBORG 1. MARS 2014 GJAFAKORT SELD Í MIÐASÖLU HÖRPU gefðu óperusýningu í jólagjöf Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Kyrrðardagar verða haldnir 19. - 22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Hlustunarhópar - Helgistund - Leikfimi Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. 1 dagur 14.900 kr. á mann. 3 dagar 38.700 kr. á mann. Dagana fyrir sólstöður er dagskrá fyrir alla þá sem vilja sinna andlegri og líkamlegri heilsu sinni og fá skjól til að rækta sinn innri mann. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kyrrðardagar í desember AÐGANGUR ÓKEYPIS BRÆÐRALAG ARÍUR OG DÚETTAR EFTIR VERDI OG WAGNER HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 10. DESEMBER KL.12:15 SNORRI WIUM, TENÓR HEIMIR WIUM, BARITÓN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvar- innar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs. Þar á meðal er síðari úthlutun styrkja til þýð- inga á íslensku en þar voru meðal annars veittir styrkir til þýðinga á Lolitu eftir Vladimir Nabokov, El prisionero del cielo eftir Car- los Ruiz Zafón og Se una notte d‘inverno un viaggiatore eftir Italo Calvino. Á árinu bárust m.a. 115 umsóknir um útgáfustyrki frá 62 aðilum að upphæð 106,7 milljónir króna. 20,4 milljónum króna var úthlutað til 42 útgáfuverkefna. Til samanburðar má geta þess að árið 2012 bárust 92 umsóknir um útgáfustyrki að upphæð 82,9 milljónir króna, veittir voru 28 styrkir til útgáfu, samtals að fjár- hæð 14 milljónir króna. Lolita Nabokovs væntanleg á íslensku Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað öllum styrkjum yfi rstandandi árs, þar á meðal til þýðinga. NABOKOV Meðal verkefna sem styrki hlutu er Lolita eftir Vladimir Nabokov. Hundraðasta djasskvöldið á Kex Hos- teli verður haldið á þriðjudagskvöldið. Djassinn hófst í janúar 2012 og hefur stað- ið vikulega og stundum rúmlega það allar götur síðan. Á hundraðasta kvöldinu kemur fram söngvarinn Þór Breiðfjörð og flyt- ur jóladjass af ýmsum gerðum. Með honum leika þeir Andrés Þór Gunn- laugsson á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónlistin hefst klukk- an 20.30 og stendur í um það bil 2 klukkustundir, með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Dag- skrár- og kynningarstjóri Kex- Jazz er Sigurður Flosason. Djasskvöld á Kexi í hundraðasta sinn Þór Breiðfj örð syngur jóladjass ásamt hljómsveit. DJASSAR INN JÓLIN Þór Breiðfjörð flytur jóladjass á KexJazzi á þriðjudag. Heike Munder, safnstjóri Migros Museum für Gegenwartskunst Zürich, er fyrsti gesturinn í fyr- irlestraröðinni Umræðuþráðum á þessum vetri og flytur fyrirlestur í Hafnarhúsinu á þriðjudagskvöldið. Umræðuþræðir er samstarfsverk- efni Listasafns Reykjavíkur, Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskrar mynd- listar og Listaháskóla Íslands. Fyrirlestur Munder, sem nefn- ist It’s Time for Action (There’s No Option), tekur titil sinn frá sam- nefndu lagi Yoko Ono frá árinu 2000. Ono hefur frá upphafi list- ferils síns á sjöunda áratug síðustu aldar, áður en femínismi varð að gjaldgengu hugtaki, deilt á kyn- bundin hlutverk og fyrirkomulag stétta- og feðraveldis í samfélaginu. Fyrirlestur Munders tekur mið af þessari viðleitni Yoko Ono og mun beina sjónum að femínisma í mynd- list og greina hvötina til að rísa upp gegn fyrirkomulagi valdsins. Umræðuþræðir er samstarfs- verkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Lagt er upp með að skapa vettvang fyrir alþjóðleg tengsl og umræð- ur um myndlist í fyrirlestraröð ár hvert. Þátttakendur eru virtir sýn- ingarstjórar, fræði- og listamenn sem eiga merkan feril að baki á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn án endurgjalds. Femínískur fyrir- lestur í Hafnarhúsi Safnstjóri Migros Museum für Gegenwartskunst, Heike Munder, er fyrsti gesturinn í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir. Hún talar um femínisma í myndlist. FEMÍNÍSK UMRÆÐA Heike Munder talar um femínisma í myndlist í Hafnar- húsi á þriðjudags- kvöldið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.