Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 96

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 96
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 Jafnrétti verður yfirskriftin á alþjóð- lega listaverkefninu Inside Out þegar það kemur til Íslands í desember og verður afraksturinn frumsýndur á Laugaveg- inum á Þorláksmessu. Forsprakki verk- efnisins á Íslandi er Katrín Olafsson, nemi í ljósmyndun, sem búsett er í New York. Hugmyndin að því að koma með verkefnið hingað til lands kviknaði í heimsókn Katr- ínar á vinnustofu franska ljósmyndarans JR, sem er upphafsmaður verkefnisins. „Í heimsókninni tók ég eftir korti þar sem merkt hafði verið við þá staði í heim- inum þar sem Inside Out-verkefnið hafi verið unnið. Ég tók eftir því að það átti eftir að vinna slíkt verkefni á Íslandi og nú er ég á leiðinni heim að koma þessu í verk,“ segir Katrín. Tilgangur verkefnis- ins er að sögn Katrínar að vekja fólk til umhugsunar um gildi sem þeir listamenn, sem eru í forsvari fyrir verkefnið í hverju landi fyrir sig, telji mikilvæg. Katrín valdi jafnréttið, sem Íslendingar eru þekktir fyrir um allan heim. „Ég vildi sýna heiminum að jafnrétti skiptir okkur Íslendinga máli. Þó svo að við stöndum vel miðað við önnur lönd getum við alltaf gert betur.“ Katrín mun taka andlitsmyndir af öllum þeim sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið. Andlitsmyndirnar verða svo prentaðar og hengdar upp á sérstökum stað á Laugaveg- inum. „Ég vil að það komi fólki á óvart hvar þetta verður á Laugaveginum. En þetta á eftir að vekja athygli allra sem ganga Laugaveginn á Þorláksmessu,“ útskýrir Katrín. Ásamt henni mun Nanna Rúnarsdóttir stýra verkefninu. Hún mun festa verkefnið á filmu og er hugmyndin að gera stuttmynd um framkvæmdina hér á landi. „Hinn 16. desember munum við taka myndir af þeim sem vilja vera með. Við verðum með aðstöðu hjá Elite í Ármúl- anum og verðum með opið frá kl. 16 til 22 og vonumst til þess að fá sem flesta. Ég vonast líka til að fá sem flesta til þess að hjálpa okkur. Verkefnið gengur út á að fá fólk til þess að starfa saman að góðu mál- efni. Við viljum helst að þjóðin taki öll þátt,“ segir Katrín. kjartanatli@frettabladid.is Vilja fá þjóðina í lið með jafnrétti Alþjóðlega listaverkefnið Inside Out er á leið til Íslands. Afrakstur verkefnisins verður frumsýndur á Laugaveginum á Þorláksmessu. VINSÆLT VERKEFNI Inside Out hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og verið unnið í 108 löndum. SVARTHVÍTAR MYNDIR Í verkefninu notast listamenn við svarthvítar myndir á fjölförnum stöðum. ➜ Inside Out-verkefnið hófst árið 2011. Upphafsmaðurinn er franski ljós- myndarinn JR. Hann vann til TED-verð- launanna fyrir hugmyndina. Hann vill breyta heiminum og nota til þess svart- hvítar andlitsmyndir af fólki og hengja þær upp á fjölförnum stöðum. Verk- efnið hefur verið unnið í 108 löndum og hafa 120 þúsund manns tekið þátt í því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.