Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 104

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 104
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 104 A BELGRAD Svartfjallaland Holland Frakkland Suður-Kórea Kongó Dóminíska lýðv. HANDBOLTI Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalands- liðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og allt- af sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Silfur fyrir ári Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjar- vera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaun- unum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd. Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúk- ur. Ef ég liti svo á að ég væri full- numa þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stend- ur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því Þórir alltaf á palli Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið verðlaun á öllum stórmótum sínum undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þórir sefur væntanlega lítið næstu átján daga enda oft ast á vaktinni átján tíma á sólarhring á stórmótum. LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 12.45 MAN. UTD. - NEWCASTLE SPORT 2 15.00 LIVERPOOL - WEST HAM SPORT 2 15.00 C. PALACE - CARDIFF SPORT 3 15.00 S‘TON - MAN. CITY SPORT 4 15.00 STOKE - CHELSEA SPORT 5 15.00 WBA - NORWICH SPORT 6 17.30 SUNDERL. - TOTTENHAM SPORT 2 SUNNUDAGUR 13.30 FULHAM - ASTON VILLA SPORT 2 16.00 ARSENAL - EVERTON SPORT 2 FÓTBOLTI Roberto Martinez og lið hans, Everton, freistar þess um helgina að fylgja eftir góðum úti- vallarsigri á Manchester United í vikunni með því að leggja topp- lið Arsenal í Lundúnum. Everton er eina lið deildarinnar sem hefur tapað færri leikjum á tímabilinu en Arsenal og er nú taplaust í rúma tvo mánuði. Arsenal vann 2-0 sigur á Hull í vikunni en Daninn Nicklas Bendt- ner skoraði fyrra mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í rúm tvö ár. Olivier Giroud er þó klár í slaginn á ný eftir að hann var hvíldur í vikunni og því lík- legt að Bendtner þurfi að bíða færis á bekknum á morgun. Boltaveisla helgarinnar byrjar í hádeginu í dag þegar að Manchester United tekur á móti Newcastle. Bæði lið töpuðu í vikunni og mistókst því að koma sér í hóp sex efstu liða deildar- innar. Liðin mega varla við því að gefa meira eftir í toppbaráttunni og því mikið undir í dag. Chelsea og Manchester City, næstu lið á eftir Arsenal, eiga þá bæði erfiða út leik i fyrir höndum. Liverpool tekur á móti West Ham á heimavelli þar sem augu flestra munu sjálfsagt beinast að framherjanum Luis Suarez sem skoraði fjögur mörk og lagði það fimmta upp í 5-1 sigri sinna manna á Norwich í vikunni. Tottenham, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, mætir botn- liði Sunderland en sigur liðsins á Fulham í vik- unni var sá fyrsti síðan í lok október í deild- inni. Gylfi Þór kom ekkert við sögu í leiknum en fær vonandi tækifærið á Leikvangi ljóss- ins í dag. - esá Önnur prófraun fyrir Martinez Topplið Arsenal getur unnið sinn tólft a sigur um helgina er liðið mætir Everton. VILL MEIRA Roberto Martinez hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu. FÓTBOLTI Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun því spila áfram í Pepsi- deild karla næsta sumar. Mumino- vic lék með með Víkingi í Ólafsvík í sumar en liðið féll. Breiðablik var búið að ná sam- komulagi við Víking í Ólafsvík um vistaskipti leikmannsins en honum er meðal annars ætlað að fylla skarð Sverris Inga Ingason- ar sem var seldur norska félaginu Viking FK í fyrradag. „Damir er fæddur árið 1990 og var lykilleik- maður í liði Víkings á síðustu leik- tíð. Damir lék í hjarta varnarinnar en getur einnig leyst fleiri stöður,“ segir í fréttatilkynningu frá Blik- um. - óój Damir í Breiðablik STOPPAÐI STUTT Damir Muminovic var eitt ár í Ólafsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM kvenna í handbolta– Serbía 2013 Riðlakeppni: 7.-13. desember. Fjögur efstu lið komast áfram úr hverjum riðli. B NIS Danmörk Brasilía Serbía Kína Japan Alsír C ZRENJANIN Noregur Pólland Angóla Spánn Argentína Paragvæ D NOVI SAD Ungverjaland Þýskaland Rúmenía Tékkland Túnis Ástralía síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kring- um liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóð- inni enn á ný ástæðu til syngja sig- ursöngva um stelpurnar sínar. ooj@frettabladid.is 15.-16. desember: Forsetabikarinn í Nis. Spilað um neðstu átta sæti mótsins. 16 liða úrslit 15.-16. desember 8 liða úrslit 18. desember, Belgrad og Novi Sad Bronsleikur BelgradÚrslitaleikur Belgrad 1 B1 - A4 7 A3 - B2 3 B3 - A2 6 A1 - B4 4 D1 - C4 5 C3 - D2 2 D3 - C2 8 C1 - D4 Belgrad Novi Sad 1 Sigurvegari úr leik 1 og 2 2 Sigurvegari úr leik 3 og 4 3 Sigurvegari úr leik 5 og 6 4 Sigurvegari úr leik 7 og 8 Undanúrslit 20. desember Belgrad 1 Sigurvegari úr leik 1 og 2 2 Sigurvegari úr leik 1 og 2 Sigurvegari úr leik 1 og 2 Taplið úr leik 1 og 2 Í OPINNI DAGSKRÁ UM HELGINA HOLLENSKI BOLTINN HEERENVEEN – FEYENOORD SUNNUDAG KL. 11.20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.