Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 110
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 110 GAMALL SLAGARI Í NÝJUM BÚNINGI Leik- og söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir vinnur nú að nýrri plötu, Vaki eða sef, sem kemur út á næsta ári. Fyrsta smáskífan af plötunni er komin í spilun á Rás 2 en það er ný útgáfa af gamla slagaranum hans Geira Sæm, Er ást í tunglinu? Það er í takt við efni plötunnar sem mun innihalda gömul uppáhaldslög Sigríðar í nýjum og seiðandi útsetningum. FRAMHALD AF 2 GUNS Randall Emmett, framleiðandi kvik- myndarinnar 2 Guns, vinnur nú að framhaldi af myndinni en það var Baltasar Kormákur sem sá um leik- stjórn. Hann vill að leikararnir Denzel Washington og Mark Wahlberg leiki í framhaldsmyndinni en lík- legt er að hún muni bera titilinn 3 Guns. „Auðvitað veltur þetta á Denzel, Mark og leikstjóranum Baltasar sem er að gera Everest núna. Ég ætla að berjast fyrir framhaldinu,“ segir Randall í samtali við Collider. „Boston er bara svo flottur staður – þangað kemur svo skemmtilegt fólk. Listamenn og bóhem. Svo er ég góður vinur hennar Siggu sem á staðinn og fékk leyfi hjá henni til að sniglast um með myndavélina,“ segir Brynjar Snær Þrastarson ljós- myndari sem gefur út ljósmynda- bókina Boston hinn 10. desemb- er næstkomandi. Þar er að finna hundruð ljósmynda af gestum á skemmtistaðnum Boston undan- farin ár. Kveikjan að bókinni var ný myndavél. „Ég hef verið að gera þetta, með pásum, í þrjú eða fjög- ur ár. Það er engin mynd uppsett í bókinni. Ég reyni oftast að bíða með að taka mynd þar til fólk er alveg hætt að fylgjast með því sem ég er að gera,“ segir Brynjar. „Ljós- myndunin er bæði aðalstarf og aðaláhugamál. Ég fer aldrei neitt nema vera með vélina með mér,“ segir Brynjar. Bókin er tileinkuð föðurbróður Brynjars, Guðmundi Páli Ólafs- syni heitnum. „Það er gert af virð- ingu við góðan dreng. Guðmund- ur var mjög hrifinn af þessari bók þegar hann sá hana hjá mér fyrst og tók hana með sér upp í Odda og á fleiri staði til að hjálpa mér að koma þessu af stað. Síðan höfum við verið í smá kapphlaupi um hvor okkar nær að prenta á undan, en hann er að gefa út bókina Vatnið. Þannig að við erum búnir að vera hvor á sinni prentvélinni, hlið við hlið. Svo þegar ég var búinn að prenta á undan honum, fyrir um það bil þrem- ur vikum, kom upp einhver galli í prentuninni sem hefur ekki gerst í áratug. Svo það þurfti að prenta bókina aftur – ég hef frænda minn grunaðan um græsku, þar hefur Guðmundur eitthvað verið að fikta – en nú erum við settir á sama dag,“ segir Brynjar og segist hlakka til fæðingarinnar. olof@frettabladid.is Smellir af þegar fólk er hætt að fylgjast með Ljósmyndarinn Brynjar Snær gefur út Boston Reykjavík, 390 blaðsíðna ljós- myndabók af gestum Boston. Hann fer aldrei neitt nema með vélina á sér. BRYNJAR SNÆR „Ég fer aldrei neitt án þess að vera með myndavélina með mér.“ MYND/EINAR SNORRI NÝÁRSFÖGNUÐUR „Þessi mynd var tekin á nýársfagnaði Boston árið 2010 ef ég man rétt. Þarna sést Sigga, eigandinn og góð vinkona mín, í faðmlögum við fastakúnna.“ MYND/BRYNJAR SNÆR ÓMAR RAGNARSSON „Ómar var þarna að dæma í Tom Selleck-mottukeppni sem er haldin árlega á Boston.“ LOFTUR GUNNARSSON „Ég þekkti Loft lítillega, en hann lést í fyrra. Siggu á Boston þótti mjög vænt um hann og hann fékk alltaf að koma inn á Boston þó að hann ætti kannski ekki pening. Hann fékk að hlýja sér þó að svokallað utangarðsfólk sé yfirleitt ekki velkomið inn á veitingastaði. En Loftur var ein- hvern veginn í sínum eigin klassa.“ FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON „Friðrik Þór er flottur kall– hann kíkir nú stundum við á Boston!“ KRISTJÁN JÓHANNS- SON „Ég hef ekki séð Kristján þarna fyrr eða síðar. En hann var hress og leyfði mér að taka mynd. Kristján var eitt- hvað að væflast þarna með Steingrími J. Sigfús- syni, sem vildi reyndar ekki leyfa mér að taka mynd af sér við drykkju eins og við er að búast af virðulegum embættis- manni.“ „Hljómur jólanna hjá Obama-fjöl- skyldunni í Hvíta húsinu er James Taylor, Mariah Carey og Nat King Cole.“ MICHELLE OBAMA, FORSETAFRÚ BANDA- RÍKJANNA, UM ÞAÐ HVERNIG FORSETA- HJÓNIN HALDA JÓLIN. Í SYNGJANDI JÓLASVEIFLU Stórsöngvarinn Garðar Cortez mætti ásamt nemendum sínum úr söngskólanum í jólagleði skóla- og frístundasviðs í gær. Þar kenndi hann borgarfulltrúunum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Oddnýju Sturludóttur ásamt embættismönnum og æðstu stjórnendum sviðsins að syngja. „Hann var alveg frábær. Lét okkur taka undir með þeim í laginu Suðurnesja- menn. Stoppaði okkur svo og skammaði og kenndi okkur sveifluna,“ segir Þorbjörg Helga. Ég hef verið að gera þetta, með pásum, í þrjú eða fjögur ár. Brynjar Snær Þrastarson ÞRIGGJA HEIMA VEISLA Draumsverð, langþráð framhald verðlaunabókarinnar Hrafnsauga, er komin í búðir. Blásið verður til útgáfu- fögnuðar í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í dag, 7. desember, kl. 15.00. Boðið verður upp á léttar veitingar. ALLIR VELKOMNIR Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. ALLIR SEM MÆTA Í BÚNING FÁ BÓK AGJÖF FR Á FORL AGINU!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.