Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 74

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐASAFN LÆKNA 118 Lobus og krabbi Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@rsp.is Lappi er eitt af þeim orðum, sem sumir læknar vilja nota sem líffærafræðiheiti, en undirritaður hefur aldrei getað vanist. íslensk orðabók Máls og menningar gef- ur val á nokkrum almennum merkingum: 1. bót. 2. hundur (köttur) með hvítar tœr. 3. eins konar hopp- dans. 4. líttunnin kópía afljósmynd. Líffærafræðiheit- in frá 1995 nota íslenska heitið blaö um lobus og bleðill um lobulus. en heitið lappi finnst þar ekki. Alþjóðleg líffæraheiti Jóns Steffensen frá 1956 birta heitin blað fdeild] fyrir lobus og snepill eða bleðil fhverfi] fyrir lobulus. Vera má að finna megi betri heiti en blað og bleðill, en lappi er ekki meðal þeirra. Hjákátlegt þótti undirrituðum til dæmis að heyra heitið framlappa- flogaveiki notað í virðulegum fyrirlestri um þá floga- veiki sem talin er eiga uppruna í lobus anterior. Fyrir- lesarinn var reyndar með glettniblik í auga þegar hann lét þetta flakka og hefur sjálfsagt viljað ögra áheyrend- um sínum eitthvað, hugsanlega til að finna betra heiti. Erlenda heitið nefndi hann ekki, en vafalítið hefur það verið frontal lobe epilepsy, og orðrétt þýðing íðorða- safnsins á því mun vera ennisblaðsflogaveiki. Krabbameinsheiti Hrafn Tulinius, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu, hafði samband til að koma á framfæri tveimur krabba- meinsheitum og fá umræðu um þau. Bjarni Bjarnason, læknir og fyrrum formaður Krabbameinsfélags Is- lands, bjó á sínum tíma til íslensku heitin huldu- krabbamein fyrir það krabbamein sem á ensku nefn- ist occult carcinoma og lcynikrabbaincin fyrir það sem nefnist latent carcinoina. Krabbi, krabbamein Áður en lengra er haldið vill undirritaður benda á að heitið krabbi er mikið notað til að tákna illkynja æxli og hefur náð góðri festu í talmálinu sem samheiti „Alþýða kallar öll illkynjuð æxli krabbamein, en læknar greina á milli margra nokkuð ólíkra tegunda. Hinar helstu eru: sarkmein og hið eiginlega krabbamein.“ „Sarkmein (sarcoma) getur komið fyrir víðsvegar í líkamanum. Það er myndað úr bandvef og frumum, er líkjast hvítum blóðögnum. Sarkmeinið etur sig inn í holdvefinn í kring og er venjulega mjög illkynjað, ef það nær nokkrum þroska." „Hin eiginlegu krabbamein (carcinoma) eru mynduð úr húðþekju-frum- um eða þekjufrumum slímhimnanna og geta þau komið fyrir því nær alstað- ar í líkamanum. Þau byrja sem lítill hnútur, er smám saman vex. Eftir nokk- urn tíma kemur sár á hnútinn, það stækkar og etur sig hægt og hægt dýpra og dýpra.“ Hjúkrun sjúkra. Steingrímur Matthíasson, hjeraðslœknir á Akureyrí MCMXXlll. fyrir illkynja æxli. Allur almenningur skilur nú hvað við er átt þegar minnst er á brjóstakrabba, lungna- krabba, magakrabba eða ristilkrabba. íslensk orðabók Máls og menningar tilgreinir að krabbi sé: 1. krabba- dýr; skjaldkrabbi, 2. krabbamein. 3. sérstakt stjörnu- merki, krabbamerki. íslenska orðsifjabókin bendir á skyldleika við orð í málum nálægra þjóða, krabbe (danska), krabba (sænska), crabba (fornenska) og krabbe (miðlágþýska). íslenska sögnin að krabba merkir að skrifa illa; káfa, róta í, slá illa, óvandlega. Krabbamein er formlegra heiti og er sennilega meira notað í ritmáh. Upphaflega var gerð tilraun til þess að takmarka notkun þess við illkynja æxli af þekju- uppruna (sjá rammagrein), en það hefur ekki gengið eftir. Talið er að það að líkja meininu við krabbadýr sé mjög gamalt og byggist á því að læknar fornaldar hafi skoðað illkynja æxli í vefjum eða líffærum og séð þau teygja frá sér ífarandi æxlistotur eins og krabbadýrin teygja út limi sína. Krabbameini má einnig líkja við krabbadýr á þann hátt að bæði séu þekkt að því að grípa fast með griplimum sínum og sleppa síðan ekki takinu. Latneska orðið cancer merkir krabbadýr, en það hefur verið tekið óbreytt upp í ensku til að tákna krabbamein. Heitið carcinoma er komið úr grísku þar sem karkinos merkir.krabbi. I færeysku er notað heitið krabbamein, í dönsku er heitið kræft og í þýsku Krebs. Occult carcinoma Það fyrirbæri, sem Bjami Bjarnason vildi nefna huldukrabbamein, skilgreinir Læknisfræðiorðabók Stedmans svo: klínískt ógreint frumœxli, með greind- um meinvörpum. Iðorðasafn lækna tilgreinir carci- noma occulta, leynikrabbamein. Krabbamein sem ekki er grunur um fyrr en meinvörp gera vart við sig. Latn- eska lýsingarorðið occultus merkir falinn, dulinn, leynilegur, óskynjanlegur, frátekinn eða lokaður, en er í læknisfræði notað um það sem er falið, dulið, ekki komið fram eða hefur ekki gefið sig til kynna. Latent carcinoma Hitt fyrirbærið, sem Bjarni vildi nefna leynikrabba- mein, er ekki sérstaklega skilgreint í Læknisfræðiorða- bók Stedmans, en þar er lýsingarorðið latent, ekki augljós, blundandi, aðgerðarlaus en mögulega greinan- legur. Iðorðasafn lækna birtir þýðingamar dulinn, hul- inn, leyndur og Ensk-íslensk orðabók Arnar og Ör- lygs: dulinn; hulinn; leyndur; óvirkur; laun-; laumu-. Segja má því að latent carcinoma sé fullmyndað krabbamein, sem ekki hefur gefið sig til kynna á neinn hátt og ekki hefur gert neinn óskunda. 64 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.