Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Níutíu ár og svo fljótlega eitt hundrað Með útkomu þessa tölublaðs Læknablaðsins hefst nítugasti árgangurinn. Verðugt er að minnast þessa. Jafnframt ber að hafa í huga, að í vetrarbyrjun verður öld liðin frá því, að Guðmundur Hannesson hætti út- gáfu læknablaðs síns, sem hann hafði haldið úti í rúm þrjú ár. Astæðan fyrir þeirri ákvörðun hans var sú, að kollegar hans höfðu sýnt heldur lítinn áhuga þessu frábæra framtaki hans. Eins og hans var von og vísa, stóð Guðmundur hins vegar við það fyrirheit, að Ak- ureyrarútgáfan yrði „fyrirrennari annars betra Lækna- blaðs“ (Læknablaðið 1904; 3. árg. 12. blað, október). I ritstjórnargrein í janúar 1915 rekur Guðmundur Hannesson mótbárurnar gegn blaðinu, sem hann segir „auðvitað margar og liggja í augum uppi“. Ein mótbáran sé sú, að blaðið hljóti að vera dýrt. Þessi skoðun hefir reynzt lífseig, því að um sjötíu árum síð- ar birtust fulltrúar fjölmiðlasamsteypu og buðust til þess að létta af læknum áhyggjunum af því, að vera að gefa út Læknablaðið. Ekki fékk þessi málaleitan undirtektir forráðamanna blaðsins, en fregnir hef ég af því, að sömu aðilar hafi fyrir ekki löngu endurtekið góðfúslegt boð sitl um yfirtöku á Læknablaðinu. Hugmyndafræði Guðmundar er greinilega góð kjöl- festa, því blaðið er enn í umsjá læknafélaganna. Guðmundur Hannesson var brautryðjandi á mörg- um öðrum sviðum og er með ólíkindum, að enginn skuli hafa orðið til að rita ævisögu hans. Af nógu er að taka. Væri ekki óverðugt að miða útgáfu við árið 2007, þegar eitt hundrað ár verða liðin frá því hann hóf kennslu í Læknaskólanum í líffærafræði, yfirsetu- fræði og heilbrigðisfræði. Næðist það ekki, mætti stefna að útgáfu í tengslum við eitt hundrað ára ára afmæli Háskóla íslands. Guðmundur var prófessor og kenndi við læknadeild frá 1911 til 1936, líffærafræði og heil- brigðisfræði allan tímann, yfirsetufræði 1911-1925 og lífeðlisfræði 1926-1936. Hann var rektor Háskólans árin 1915-1916 og 1924-1925. Eftirmaður Guðmundar við læknadeildina varð Jón Steffensen og í byrjun næsta árs mun þess verða minnst, að eitt hundrað ár verða þá liðin frá fæðingu hans og hefir þegar verið kallað eftir útdráttum úr er- indum, sem læknar kunna að vilja flytja á ráðstefnu, sem helguð verður minningu hans. Fram að þeim tíma er ætlunin að fjalla um ýmislegt er varðar líf og starf Jóns Steffensens og í þessu tölublaði birtist fyrsta greinin. Er hún eftir Sigurð Öm Guðbjörnsson mannfræðing, sem er vel kunnugur hinum stórkost- lega bókakosti, sem Jón ánafnaði Landsbókasafni. Að lokum vil ég vekja athygli á tveimur málum, sem ég er handviss um að Guðmundi Hannessyni og Jóni Steffensen hefðu verið hjartfólgin, en þau varða læknadeild Háskóla íslands og Landspítalann sem háskólasjúkrahús. Annað er það, að árið 1960 lýsti þáverandi rektor Háskóla Islands, Þorkell Jóhannesson, því yfir, að næsta verkefni skólans í byggingarmálum yrði að koma upp læknadeildarhúsi. Illu heilli féll hann frá skömmu síðar og ekki hefir verið staðið við þetta fyrirheit. Þessi ósköp, sem sett hafa verið niður í mýr- inni fyrir framan Landspítalann, standa ekki undir nafni. Hitt er það, sem ekki fer fram hjá neinum, að Landspítalinn er í fjárhagskröggum og að hluti rekstrarhallans stafar af kostnaði af því að mennta heilbrigðisstéttirnar. Á þingi Bandalags háskóla- manna haustið 1974 var rætt um atvinnuhorfur há- skólamanna og þar komst einn fyrirlesarinn að þeirri niðurstöðu, að það væri mjög ódýrt að framleiða hvern lækni. Þegar rýnt var í tölurnar, kom í ljós að gleymzt hafði að gera ráð fyrir þeim kostnaði, sem lendir á kennsluspítalanum. Þegar Bretar endurskoð- uðu heilbrigðiskerfi sitt á áttunda ártug síðustu aldar, var skipuð nefnd, sem skyldi kanna, hvað það raun- verulega kostaði að mennta lækna. Nefndin gekk rösklega til verks og stuðlaði að því, að kennsla var lögð niður á þeim spítölum, þar sem kostnaður á hvern stúdent var úr hófi. Jafnframt var tryggt að þeir sem eftir stóðu, fengu raunverulegan kostnað greidd- an. Nú er ég ekki að gefa í skyn, að það ætti að hætta kennslu læknanema hérlendis, ef í ljós kæmi, að hægt væri að fá þjónustuna ódýrari á eyjum í Karabíska hafinu eða í fyrrum leppríkjum Sovétsins. Kennsla og rannsóknir eru óaðskiljanlegur hluti þess að reka hátæknisjúkrahús. Þess vegna verður Háskóli Islands að fá næga fjármuni til þess að geta greitt sannvirði fyrir þá þjónustu, sem nemar innan heilbrigðisfræð- anna fá á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi. Örn Bjarnason Höfundur var ritstjóri Læknablaðsins 1976-1993. Hann er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækningahand- ritum frá miðöldum og skýringum á þeim. Læknablaðið 2004/90 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.