Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / KÖNNUN Á MATARÆÐI um með í höndunum mæli það sem það á að mæla (4). Hægt er að meta gildi aðferðar með því að bera hana saman við aðra aðferð (3), en slíkt kemur þó ekki í veg fyrir að báðar aðferðir hafi sömu galla. Þetta hefur leitt til þróunar á betri leiðum til að meta gildi aðferða við að kanna mataræði (5), það er með notkun á lífefnafræðilegum breytum („biochemical markers") sem endurspegla inntökuna (3). í þessari rannsókn var gildi spurningalista til könnunar á mat- aræði rannsakað. Spurningalistinn var þróaður af Manneldisráði íslands og hefur hann verið notaður um árabil, meðal annars af Hjartavernd (6, 7). Mæl- ingar á C-vítamíni og beta-karótíni í blóði, auk natrí- ums, kalíums og köfnunarefnis í þvagi, voru notaðar til að meta gildi niðurstöðu spurningalistans með til- liti til þessara efna og neyslu grænmetis, ávaxta og heildarpróteins. Efniviður og aðferðir Pátttakendur Foreldrar barna í rannsókn á næringu og heilsu sex ára íslendinga (8, 9) voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni, alls 92 foreldrar (58 mæður og 34 feð- ur). Úrtak barna í rannsókn á sex ára börnum er byggt á handahófsúrtaki rannsóknar á mataræði ís- lenskra ungbarna (2,10,11) og rannsóknar á matar- æði tveggja ára íslendinga (12). Alls tóku 84 (91%) foreldrar þátt í öllum hlutum þessarar rannsóknar. Spurningalisti Spurningalistinn var þróaður af Manneldisráði Is- lands til að kanna mataræði einstaklinga og stórra hópa. Þátttakendur fylltu listann út eftir nákvæmum leiðbeiningum sem fylgja spurningunum. Spurninga- listinn inniheldur 130 mismunandi fæðutegundir og er ætlað að endurspegla mataræði síðastliðna þrjá mánuði. Magn er metið út frá myndum af fjórum mismunandi skammtastærðum af sjö almennum fæðutegundum og út frá algengum mælitækjum í heimilishaldi. Niðurstöður voru skannaðar inn í tölvukerfi með Hewlett Packard DeskScanlI. Blóðmœlingar Blóðsýni voru tekin að morgni dags og þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru fastandi frá miðnætti. Beta- karótín var mælt á HPLC súlu eftir útdrátt. C-víta- mín var mælt með ljósgleypnimælingu. Báðar mæl- ingarnar voru framkvæmdar á Nova Medical Medi- Lab í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þvagsöfnun Þvagi var safnað í 24 tíma. Þvagsöfnun hófst eftir fyrstu þvaglát á degi eitt og lauk með fyrstu þvaglát- um á degi tvö, 24 tímum síðar. Til að kanna hvort þvagsöfnun væri fullnægjandi voru þátttakendur beðnir um að taka inn 3 x 80 mg af PABA (para- amino benzoic acid, PABA check, The Royal Veteri- nary and Agricultural Pharmacy, Copenhagen) sama dag og þvagsöfnunin fór fram (13). Þvagsöfnun sem innihélt 85-110% af því PABA sem tekið var inn var metin fullnægjandi (14). PABA var mælt með lit- greiningu (15) við „Forskningsinstitut for Human Ernæring" í Kaupmannahöfn í Danmörku. Köfnunarefnisvœgi Köfnunarefnisvægi (N-vægi) endurspeglar breyting- ar í próteinmassa líkamans (3). Gert er ráð fyrir að köfnunarefni í líkamanum sé bundið próteinum og að prótein sé 16% köfnunarefni, og eftirfarandi jafna gildi því um sambandið milli próteina og köfnunar- efnis í likamanum: Köfnunarefni, N (g) = Prótein (g)/ 6,25 N-vægi veltur á próteinneyslu og útskilnaði köfn- unarefnis úr líkamanum sem er að mestu leyti með þvagi. Gert er ráð fyrir að útskilnaður köfnunarefnis um húð og með hægðum sé að jafnaði 2g/dag (16). Vægið er jákvætt í uppbyggingu, til dæmis við vöxt eða eftir veikindi, en neikvætt vægi endurspeglar nið- urbrotsástand (3, 17). Þar sem þátttakendur í rann- sókninni voru allt heilbrigðir einstaklingar er gert ráð fyrir N-jafnvægi hjá þeim og því er unnt að meta gildi með tilliti til próteininntöku með því að mæla köfn- unarefni í þvagi. Eftir þvagsöfnun var þvagmagn mælt og sýnin geymd við -20°C þar til þau voru mæld á ANTEK 7000. Aðferðin byggist á háhitaoxun og efnaljómun fyrir áhrif hita. Mælingar voru gerðar á Landspítala. Mælingar á natríum og kalíum fóru einnig fram á Landspítala, með logaljómun (18). Siðfræði Tilkynnt var um rannsóknina til Persónuverndar og af hálfu hennar voru ekki gerðar neinar athugasemd- ir við efni tilkynningarinnar. Siðanefnd Landspítala veitti leyfi fyrir rannsókninni. Staðtöluleg úrvinnsla gagna Meðaltal og staðalfrávik auk hundraðshluta voru notuð til að lýsa gögnunum. C-vítamín styrkur í blóði, natríum-, kalíum-, köfnunarefnisútskilnaður og -inntaka voru normaldreifðar breytur, en öðrum breytum þurfti að umbreyta yfir í náttúrulegan lóga- ritma þar sem dreifingin var skekkt. „Pearson’s cor- relation“ var notuð til að kanna fylgni milli blóðgilda og inntöku á C-vítamíni og beta-karótíni. Neysla vissra fæðuflokka er ekki normaldreifð og ákveðið var að nota „Spearman correlation“ til að kanna fylgni milli C-vítamíns og beta-karótíns í blóði og neyslu á ávöxtum og grænmeti. Parað T-test var not- að til að kanna hvort marktækur munur væri á inn- töku köfnunarefnis og útskilnaði. T-test (óparað) var notað til að kanna mun milli kynja. Marktækni var ákvörðuð sem P<0,05. 38 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.