Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 19
ERLENT voru í minnihluta. í raun hefur umbótastefn- an aðeins náð að festa rætur á toppi pýra- mídans. Ymislegt bendir til að óánægja verkafólks muni magnast innan tíðar og það gæti veikt valdastöðu umbótasinna. Ástæðan er sú að kaupmáttur Iauna kann að minnka þrátt fyrir aukna framleiðni og aukinn vinnuaga, ef verölag verður gefið frjálsara og verðbólga magnast af þeim sökum. Tækniþróunin skil- ar sér að öllu jöfnu ekki í framleiðniaukn- 'ngu fyrr en að nokkrum árum liðnum og því gætu aukið vinnuálag og atvinnuleysi, ef fyrirtæki verða gjaldþrota í markaðssam- ^eppninni, enn aukið andstöðu verkafólks. Aukið atvinnuleysi og aukinn launamun- Ur milli hópa innan fyrirtækja og á milli Þeirra eykur stéttamuninn í sovésku sam- félagi og þar við bætist að ójöfn þróun sem fylgir markaðsbúskapnum mun auka mun- •nn á milli landsvæða og þar gæti hlaupið neisti í púðurtunnu, því í Sovétríkjunum búa yfir 100 mismunandi þjóðemisminnihlutar sem nú þegar búa við æði misjöfn kjör. Loks má nefna að andstaða embættismanna kann 3ð veikja stöðu þeirra fyrirtækja sem fram- leiða fyrir opinn markað, því hráefni og að- ðfættir til þeirra eru í fyrstu a.m.k. á hendi skrifræðisins. GJALDÞROT sovéska skrifræðisins. Að fiaki stefnubreytingunni í Ráðstjórnarríkj- Unum nú liggur djúptæk kreppa áætlanabú- skapar. Kreppa sem rekja má til hins stein- runna, leníníska einflokkskerfis, íhaldsemi stofnana og síðast en ekki síst hernaðar- maskínunnar. Áætlað hefur verið að Sovétmenn verji um 14% ríkisútgjalda til hernaðarmaskínu sirinar. Færa má rök fyrir því að mikil hern- aðarútgjöld hafi neikvæð áhrif á hagkerfið, enda eru mikil útgjöld Bandaríkjamanna til sinnar hernaðarmaskínu talin meginorsök Pess að Bandaríkin hafa á síðari árum dregist afturúr fremstu auðvaldsríkjum hvað fram- eiðniaukningu varðar. Sérfræðingar austan nafs og vestan hafa flestir horfið frá þeirri skoðun að rannsóknir og þróunarstarfsemi á uernaðarsviðinu muni skila sér í nægjanlega r'kum mæli í framleiðniaukningu í iðnaðin- Um (sbr. spin-off kenninguna). R.Rothwell Ja Rannsóknarstofnun í vísinda- og tækni- stefnu (SPRU) í Sussex hefur t.a .m. nýlega fynt fram a hverfandi „spin-off áhrif“ stjörnustríðsáætlunar Reagans Bandaríkja- orseta. Kverkatak vígbúnaðarkapphlaups- Jus á hagkerfinu lýsir sér í langtíma hningnun agvaxtar í Sovétríkjunum frá sjötta ára- gnum og fram á þennan áratug (iðnaðar- famleiðslan jókst t.d. um 7.1% að meðaltali ‘966-70 en aðeins 3.1% 1981-85.(Sjá J.K. ^edersen: USSR midt i et sporskifte). Lang- . arandi kreppa í landbúnaðinum hefureinn- § dregiö úr langtíma hagvexti. firátt fyrir að 70 ár séu nú liðin frá sovésku y fingunni hefur KS með áætlanabúskap • Heimspressan fylgist náið með; dæmi frá bandarísku og spænsku tímariti. sínum enn ekki tekist að skapa hærri lífs- standard í Ráðstjórnarríkjunum en í fremstu auðvaldsríkjunum. í dag standa Sovétmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að tæknibylt- ingin, sem nú er í fæðingu á Vesturlöndum, mun breikka þetta bil enn meira um leið og tæknibilið eykst. Slík þróun myndi auka spennu á alþjóðavettvangi í framtíðinni. Markmið Sovétmanna með því að opna hagkerfið fyrir erlendu fjármagni er vafa- laust að auka innstreymi vestrænnar há- tækni. Svo virðist sem sú stefna muni skila litlum árangri, því bæði er andstaða Banda- ríkjamanna innan NATO mikil og fjár- festingastefna vestrænna auðhringa hefur á síðustu árum breyst þannig að þeir fjárfesta í auknum mæli á eða nálægt markaði, þ.e. fjárfestingar í þriðja heiminum hafa minnk- að og fjárfest er í æ ríkara mæli á ríkum mörkuðum Vesturlanda þar sem hin nýja tækni nýtur sín vel. Tryggt er að eftirspurn á mörkuðunum er svarað mun fyrr en áður með þessum hætti. Stjórnkerfíð sem byggir á hinu leníníska einsflokkskerfi hefur reynst ófært um að bregðast við vandanum. Þess vegna hafa um- bótasinnar reynt að sniðganga stjórnkerfið og lagt mikla áherslu á aukið lýðræði. En spyrja má hversu langt verður gengið í lýð- ræðisátt og hvernig beri að meta þróunina út frá sjónarhóli félagshyggjunnar sem bolsé- vikkar kenna sig jú við? RÚSSNESKA BYLTINGIN. Það hefur reynst ógerlegt að framkvæma draumsýn bolsévikka um að miðstýra hagkerfinu í jafnmiklum smáatriðum og þeir vildu. Jafn- vel einsflokkskerfið ræður ekki við verkefn- ið; vandamálið er að upplýsingar eru of ófullkomnar og ónógar til að samræmi náist milli aðfanga og afurða í hagkerfinu í heild. Ákvarðanirnar sem kerfið þarf að taka, ef koma á á slíku samræmi, eru óendanlega margar. Umfang vandamálsins sést best á því, eins og Alec Nove greinir frá í The Economics of Feasible Socialism, að í dag eru framleiddar í Sovétríkjunum um 12 mil- jónir aðgreinanlegra afurða og þó er vöru- úrval mun minna en í neysluæðinu á Vestur- löndum. Iðnfyrirtækin eru nálægt 50 þúsund og þar að auki eru þúsundir samsetninga- fyrirtækja, flutningafýrirtækja, landbúnaðar- fyrirtækja og heild- og smásölufyrirtækja, sem taka þarf tillit til í áætlanagerðinni. Margir munu e.t.v. fullyrða að áætlana- gerð af þessari stærðargráðu eigi nú bjartari framtíð fyrir sér en nokkru sinni áður vegna hinnar nýju upplýsingatækni, en þá verða menn að hafa í huga að tæknibyltingin er enn rétt á byrjunarstigunum. Lausn umbótasinna nú, að auka sjálfræði fyrirtækja og lýðræði innan þeirra, er vissu- lega framför, en hún stendur langt að baki þeirri anarkísku, sjálfsprottnu skipulagningu sem verkafólk kom á í sjálfri öreigabylting- unni 1917 og bolsévikkar drápu niður í blóði. Eins og Daniel Guérin greinir frá í L'anarchisme, þurftu leiðtogar byltingarinn- ar ekki að finna neitt upp sjálfir; verkafólkið lagði sjálft undir sig verksmiðjumar og það var verkafólkið sem kom verkalýðsráðunum á. Eftir að bolsévikkar höfðu bannað alla aðra flokka, ýmist vegna meintrar ósósíal- ískrar hugmyndafræði eða landráða í stríðs- kommúnismanum, deytt verkalýðsráðin og tekið fyrirtækin úr höndum verkafólksins voru allar forsendur sósíalísks lýðræðis horfnar. í þessu ljósi má skoða lýðræðisum- bætur umbótasinnanna í Sovétríkjunum í dag. Umbæturnar beinast ekki að afnámi einsflokkskerfisins og að því að fleiri flokkar sem kenna sig við félagshyggju verði leyfðir - þær beinast aðeins að meira umburðarlyndi fyrir fleiri röddum innan flokksins. Þessi þróun gæti gengið lengst innan ramma eins- flokkskerfisins í þá átt að sjálfstæðir hópar innan KS verði leyfðir, eða svo tungutak lenínista sé notað, að stalínískur skilningur á „lýðræðislegu miðstjórnarvaldi" víki fyrir trotskýískum. Þetta eru stutt skref í átt til lýðræðislegs stjómmálakerfis. Sovétmenn eiga enn langt í land að tryggja meginmarkmið félagshyggjunnar sem þeir kenna þó kerfi sitt við, þ.e. að skapa raun- verulegt lýðræði sem skapar almenningi möguleika á virkri þátttöku í ákvarðanatöku samfélagsins og efnalegan jöfnuð til að hámarka og jafna möguleika einstakling- anna til lífshamingju. • ívarJónsson 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.