Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 22
ERLENT Arangursrík heimsókn Honecker í Vestur-Þýskalandi HEIMSÓKN ERICHS Honeckers til V- Þýskalands 7.-11. september sl. markar án efa tímamót í samskiptum þýsku ríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem austur-þýskur þjóðarleiðtogi heimsækir landa sína vestan megin við múrinn. Ráðamenn í Bonn voru að vísu búnir að vara við því að menn byndu alltof miklar vonir við þessa heimsókn og það var vitað, að hún yrði engan veginn til þess að leysa allan sambúðarvanda Austur- og Vestur-Þjóðverja. Hins vegar er það talið vera stórt spor í rétta átt, að leiðtogar ríkj- anna tveggja skyldu koma saman og ræða málin í bróðerni. Tveir kanslarar jafnaðar- manna, Willy Brandt og Helmut Schmidt, sóttu Erich Honecker heim á árum áður og Schmidt bauð Honecker í heimsókn til V- Þýskalands fyrir sex árum. Það var hins vegar ekki fyrr en nú að Honecker sá sér fært að þjggja þetta boð, enda hefur sambúð ríkj- anna verið stirð á síðustu árum. Árangurinn af viðræðum Kohls og Honeckers varð mun meiri en flestir höfðu þorað að vona. Þrír sáttmálar voru undir- ritaðir milli ríkjanna, þar sem lögð eru drög að samstarfi þeirra á sviði umhverfisverndar, • Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands. geislavarna og tækni og vísinda. Jafnframt komu leiðtogarnir sér saman um, að A- Þjóðverjar losuðu um ýmsar hömlur, sem ríkt hafa á landamærum ríkjanna. Frá og með 1. nóvember er ferðamönnum heimilt að hafa með sér vesturlensk sérfræðitímarit inn í A-Þýskaland, en til þessa hefur allt • SamanburðurtímaritsinsTimeá lífskjörum í Vestur- og Austur-Þýskalandi LIFSKJÖR Austur- Þýskaland prentað mál að vestan verið bannvara eystra. Sömuleiðis verður fólki framvegis leyft að hafa með sér snældur í farteskinu, svo framarlega sem efni þeirra stangast ekki a við „hagsmuni sósíalismans“. Jafnframt er aflétt banni á lyfjum, sem fólk hefur fengið út á vestur-þýska lyfseðla, en til þessa hafa menn orðið að leggja fram lyfseðla fra austur-þýskum læknum, ef þeir hafa viljað flytja meðöl austur yfir. Auk þess mun Honecker hafa gefið Helmut Kohl vilyrðt fyrir því að veita ungum Austur-Þjóðverjum aukin tækifæri til að heimsækja landa sína i vestri. Heimsóknum ungs fólks að austan hefur reyndar fjölgað til muna á allra síðustu árum. Til marks um það er sú staðreynd, að a þessu ári munu um 1,2 milljónir Austur- Þjóðverja undir ellilífeyrisaldri heimsækja Vestur-Þýskaland, sem er umtalsverð aukn- ing frá því sem verið hefur. Ellilífeyrisþegaf hafa hins vegar lengi notið þeirra forréttinda að mega dvelja fyrir vestan fjórar vikur á an- Almennt er talið, að báðir aðilar geti verið ánægðir með heimsókn Honeckers, þrátt fyrir að ekki séu líkur til að Austur-Þjóð- verjar hætti að skjóta á flóttamenn á landa- mærum ríkjanna og Berlínarmúrinn verð> tæpast jafnaður við jörðu í bráð. Honeckef bauð Helmut Kohl í opinbera heimsókn ti Austur-Þýskalands og líklegt er talið, 3 Kohl muni heimsækja austur-þýska A þýðulýðveldið einhvern tíma á næsta ári. PaC er því von manna, að heimsókn Honeckers leiði til þess, að ríkin taki upp reglubundm samskipti, sem tímælalaust eiga eftir að slaka á spennunni og koma íbúum beggja lan anna til góða. • Arthúr Björgvin Bollason 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.