Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 34
INNLENT ingu á einstakar nefndir þegar ÞJÓÐLÍF fór í prentun. Þingmaður Alþýðubandalags sagði að samráð um það væri að hefjast og gengið yrði frá samkomulagi áður en þing kemur saman. Þingmaður Borgaraflokks sagði hins vegar að ekkert hefði verið við þá talað en átti von á að það yrði gert - hver sá flokkur sem ekki kemst í þingnefnd er ærið utanveltu á Alþingi. Þetta er viðurkennt því skv. þingvenjum þykir hyggilegast að láta alla flokka eiga fulltrúa í þingnefndum eftir því sem kostur er á. Það gæti þó reynst erfiðara nú en endranær þar sem flestar nefndir þingsins eru skipaðar 7 fulltrúum, þrír flokkar skipa stjórnarmeirihlutann og hafa 41 þingmann á bak við sig. Stefán Val- geirsson er hér í oddaaðstöðu en hvort hans atkvæði fer til stjórnar eða stjórnarandstöðu skiptir fyrst verulegu máli þegar kosið verður til þriggja- og fimmmanna nefnda, -stjórna og -ráða í framkvæmdavaldsgeiranum. Þar dregur þó ekki til úrslita fyrr en í desember ef fylgt verður fastri venju. STÓRU ORÐIN. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Alþingis er búist við að stefnuræða forsætisráðherra verði lögð fram mjög fljót- lega eftir að þing kemur saman og útvarps- umræða fer fram nokkrum dögum síðar. Þar koma fram öll meginatriðin í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá koma fjárlög og láns- fjáráætlun fyrir þingið strax á upphafsskeið- inu og verður þingmönnum efalaust tíðförult í ræðustól til að gera athugasemdir við áform Jóns Baldvins til skattahækkana og miljarða niðurskurðar í útgjöldum ríkisins. „Það verður fróðlegt að sjá fjárlagafrum- varp Alþýðuflokksins og hvort Alþýðu- flokksmenn standa við stóru orðin fyrir kosningar, bæði hvað varðar skatta á fyrir- tæki og uppbyggingu ýmissa þátta í félags- legri þjónustu s.s. aðstoð við fatlaða, hús- næðismál o.fl.,“ segir þingmaður Alþýðu- bandalagsins og lofar því jafnframt að um- framkostnaður flugstöðvarbyggingarinnar í Keflavík verði ekki látinn liggja í þagnargildi þegar þingfundir hefjast. Annar viðmælandi segir að krataráð- herrarnir þrír verði í brennipunkti átaka á Alþingi þar sem flest stórmál síðustu vikna heyri undir þeirra fagráðuneyti. „Þó að ágreiningur hafi verið talsverður í stjórnar- liðinu á ég samt von á að stjórnarliðar muni standa saman þegar á hólminn kemur fyrst samkomulag hefur náðst í fjármálum og lánsfjármálum," segir hann og býst ekki við að líf stjórnarinnar verði í hættu næstu mánuði. Aðrir viðmælendur blaðsins voru yfirleitt á sama máli. Aðstæður í þjóðarbúinu eru um margt uggvænlegar: Þenslan er mikil, verðbólgu- hraðinn eykst og launþegar þurftu 7% kaup- hækkun til að rétta sinn hlut um síðustu mánaðamót. Fastgengisstefnan riðar til falls. Þegar einstakir þættir í stefnu stjórnvalda koma í ljós á næstu dögum má fyrst ráða hvers stuðnings stjórnin nýtur í liði stjórnar- flokkanna. Þriggja tlokka ríkisstjórn, með mjög rúman þingmeirihluta er aldrei föst í rásinni á erfiðum tímum. Ekki er þó talið að stjórnarandstaðan muni veita mjög samstillt mótvægi. Alþýðubandalagið á í djúpstæðri kreppu og er landsfundurinn í nóvember mönnum þar efst í huga. Borgaraflokkurinn hefur lýst ríkisstjórn Porsteins Pálssonar sem sósíalistastjórn á nýafstöðnu landsþingi og þar með skipað sér utarlega á hægri kanti stjórnmálanna. Hann er því ekki líklegur til samvinnu um einstök málefni við sósíalista og Kvennalista. Borgaratlokksþingmennirn- ir munu vísast leitast við að sýna sérstöðu sína í umræðum og með þingmálum, „við höfum nú rnarkað okkur stefnu til næstu tveggja ára og erum að hefja vinnu við að koma þessum málum í þinglegan búning," segir einn af þingmönnum flokksins við ÞJÓÐLÍF. Með fjölgun þingmanna í 63 og fjölgun ráðherra urn einn hefur þurft að breyta skipulagi í salarkynnum sameinaðs þings. „Ráðherrar sitja nú í fremstu sætaröðinni og snúa að ræðustól," segir Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Ráðherrar þurfa því að sitja augliti til auglitis við gagnrýna þingmennina sem, eins og einn viðmælandi ÞJÓÐLÍFS orðaði það, „hafa nóg umræðu- efni og taka örugglega hressilega á málum á fyrstu vikum fyrsta þingsins eftir sögulegar Alþingiskosningar." • Ómar Friöriksson Sterkara eftírlítsvald Ríkisendurskoöun í gang fyrirAlþingi ÞÓ AÐ ÞINGMÖNNUM hafi fjölgað og mikil umbrot hafi átt sér stað á pólitíska sviðinu þegar Alþingi kemur saman, hafa fleiri veigamiklar breytingar átt sér stað sem snerta þingiö. Ríkisendurskoðunin hefur verið færð frá framkvæmdavaldinu yfir til þingsins með lögum sem tóku gildi í upphafi ársins. Þýðing þessa mun væntanlega líta dagsins ljós á komandi þingtíma. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé mjög þýðingarmikil breyting. Þinginu gefst nú tækifæri til að fá upplýs- inga- og eftirlitsaðila sér til aðstoðar og ætti að verða hæfara til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu," segir Sigurð- ur Þórðarson, vararíkisendurskoðandi í samtali við ÞJÓÐLÍF. Sigurður segir að í þessari breytingu felist að ríkisendurskoðunin verði sjálf- stæðari gagnvart framkvæmdavaldinu en áður er hún heyrði undir fjármálaráðu- neytið. „Henni er líka falið það viðbótar- verkefni að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga og að vera einstökum nefndum þingsins til aðstoðar varðandi fjármál. Auk þessa á hún að framkvæma stjórn- sýsluendurskoðun," segir hann. „Þetta er í raun allt að fara af stað þessa dagana. Við munum eiga samstarf við fjárveit- inganefnd núna á haustþinginu en að öðru leyti eru samskipti okkar viö þingið í talsverðri mótun." Geta þingmenn þá nýtt sér ríkisendur- EINAR OLASON • Sigurður Þórðarson: „Þingið fær nú upplýsinga- og eftiriitsaðila sértil aðstoðar." skoðunina til aðfara í saúmana á einstök- um liðum fjárlaganna og á ríkisrekstrinum? „Já. í lögunum segir að ríkisendur- skoðandi njóti verulegs sjálfstæðis í starfi en þó geta forsetar þingsins, ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt óskum þingmanna, krafið hann um skýrslu um einstök mál. Þingmenn geta þá annað hvort farið þess á leit í gegnum forseta þingdeildar við ríkisendurskoðun að hún aðhafist eitthvað eða þá komið óskum og beiðnum á framfæri beint í gegnum þing- nefndirnar vilji þeir láta kanna einstök mál," segir Sigurður. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.