Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 38
INNLENT JENS ALEXANDERSSON A Odæmigerð • Inga Snæland: „Gætu sleppt einu kampavinsglasi!“. Fjögurra barna ung móöir SVO SEM SEGIR í grein Baldurs Kristjánssonar hefur frjósemi íslendinga farið hríðlækkandi undanfarin 30 ár - fæðingartíðni er orðin það lág að með sama áframhaldi mun þjóðin ekki ná því að endurnýjast. Fyrir um 25 árum átti hver kona að jafnaði um fjögur börn; nú er meðaltalið 1.9 börn. Inga Snæland eignaðist sitt fjórða barn í septembermánuði - en ætlar líka að láta þar við sitja. Hún er aðeins 28 ára gömul, en segist nú þegar vera búin að sinna skyldu sinni við samfélagið! Börn hennar og eiginmannsins, Óla Más Guðmundssonar, eru átta, sex og þriggja ára fyrir utan hinn nýfædda svein. Pau eru búsett í Ólafsfirði. Aðspurð segir Inga að yngsta barnið sé skipulagt slys; hún hafi alla tíð stefnt að því að eignast þrjú börn, jafnvel fjögur, en kannski ekki endilega á þessum tíma. Á þessum tímum er sjaldgæft að hitta konur sem gefa út yfirlýsingar af þessu tagi - er hún barnagæla? Hún brosir hamingjusamlega og segir að þetta sé alltaf jafn yndislegt. „Sarna hversu mörg þau eru." En hún vill ekki fleiri. Hún segir að fólk gefi sér engan tíma til neins núorðið. „Það eru allir að berjast í bökkum við að eignast sem mest," segir hún. „Annars er þetta talsvert öðru vísi úti á landi finnst mér heldur en hér í Reykjavík. Úti á landi er algengt að konur eigi þrjú börn, og þar ríkja önnur viðhorf í garð barneigna heldur en hér í höfuðborginni. Börn þykja fyrir í Reykjavík." Inga segir að stjórnvöld mættu margt af Svíum læra í sambandi við aðstoð í garð barnafólks. Þau mættu gera miklu meira en gert er til að létta undir með barnafólki og ungum mæðrum - „þeir gætu t.d. sleppt einu kampavínsglasi í einhverri veislunni og látið okkur hafa í stað- inn." hefur tjölgað um 35% á aðeins 4 árum. Borgarsjóður sparar stórfé á þessari þróun, því foreldrar (aðrir en einstæðir) kosta að öllu Ieyti dagvistun hjá dagmæðrum. Með þessu móti hefur yfirvöldum tekist að halda tjárframlögum sínum því sem næst óbreytt- um að raungildi í 5 ár eða lengur (Árbók Reykjavíkurborgar, 1986). Annað sem hef- ur enn frekar grafið undan dagvistarkerfinu eru lág laun til fóstra og starfsfólks. Hlutfall starfskrafta með uppeldismenntun fer jafnt og þétt minnkandi. Þrátt fyrir að dagvistarheimilin búi nú þegar við fjársvelti leita ráðamenn allra leiða til að losa sig enn frekar við þennan rekstrar- lið. Rætt er um að koma rekstrinum í hendur einkaaðila. Borgarstjóri hefur sagt að e.t.v. væri best að leggja dagvistarheimilin niður í sinni núverandi mynd, en afhenda foreldrum þess í stað þá upphæð sem borgarsjóður greiðir til þessa málaflokks. Ef upphæðinni væri deilt á milli allra barna í Reykjavík á aldrinum 0-6 ára kæmu tæpar 1500 krónur á mánuði í hlut hvers barns (Á.R., 1986). All- ar ráðagerðir í þessa veru fela í sér gífurlegan kostnaðarauka og óöryggi fyrir smábarna- foreldra. Fjársveltistefna ráðamanna er farin að bera ávöxt, þó beiskur sé hann. Mánaðar- gjald á einkadagheimili sem starfrækt er, er 17.000 krónur fyrireitt barn á mánuði. Engum dettur í hug að spyrja smábarna- foreldrana álits á hvers konar dagvistun þeir kjósa sjálfir fyrir börnin sín. Skv. „Jafnréttis- könnun í Reykjavík 1980-1981" (Kristinn Karlsson, 1982) taldi fólk dagmæður lang- lakasta dagvistarkostinn. Leikskólar nutu langmests álits. (60% aðspurðra taldi þá besta). Lesendur kunna að spyrja: Hvernig stendur á að þetta unga fólk læturekki meira í sér heyra úr því það er beitt svona miklu harðræði? Svarið við spurningunni er tví- þætt: Smábarnaforeldrar eru að jafnaði ungir að árum. Þeir eru ekki í áhrifastöðum í þjóð- félaginu. Hve margir alþingismenn teljast til ungs barnafólks? Hve margir í borgarstjórn? Hve margir í stjórn dagvistar í Reykjavík? Og svo mætti áfram telja. Hópurinn er mjög sundurleitur og hefur því engan öflugan málsvara, svo sem verka- lýðshreyfinguna, sem gætir hagsmuna þeirra. Álit annarra (t.d. eldra fólks, sem ól upp sín börn við gjörólíkar aðstæður) í dagvistar- málurn og öðrum málum sem varða barna- tjölskyldur, vega miklu þyngra en vilji barna- fólksins sjálfs. Smábarnaforeldrarnir eru seinast spurðir álits. Skeytingarleysi gagn- vart barnafólki getur hins vegar orðið þjóð- inni dýrkeypt. AFLEIÐINGARNAR. Hér hafa verið skýrð- ar orsakir og afleiðingar lækkandi frjósemi. Vegna þess hve þjóðfélagsmótun er skamnit á veg komin er lækkandi frjósemi með öllu ótímabær hér á landi. Er fram líða stundir munu afleiðingarnar varpa dökkum skuggaa allt þjóðlífið. Þjóðskipulagið hefur breyst á aðeins fáum áratugum úr þjóðlélagi þar sem verulegt gagn var að börnum í þjóðfélag þar sem engu er líkara en börn séu jafnt vinnuveitendum. stjórnvöldum sem foreldrum til ama. Konur eru settar í þá erfiðu stöðu að verða að velja milli launavinnu og barneigna. Vegna skorts á heildarstefnu í barna- og fjölskyldumálum hafa óeðlilega miklar álög' ur verið settar á herðar ungs barnafólks- Viðhorf ráðamanna og þorra fólks eru þann- ig að ekki þykir við hæfi að hlúa sérstaklega að börnunt og ungu barnafólki. Opinbef dagvistun, og annað sem er börnunt og barn- eignum til hagsbóta, þykir of dvrt fyr,r skattborgarana. Kostnaðinum er því vísað ■ vaxandi mæli á foreldrana. Sífellt tleira ung1 fólk telur hins vegar að barneignir seu keyptar of dýru verði. Þar við situr. Islendingar geta snúið þessari háskalegu þróun við með því að marka stefnu í barna' og tjölskyldumálum, þar sem barneignirerU aftur gerðar aðlaðandi. Það er að storka °r' lögunum að virða hagsmuni barna og barna fjölskyldna að vettugi. Nálúsarháttur í galC barna hefnir sín fyrr eða síðar. • Baldur Kristjánsson 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.