Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 62
atvinnuöryggi. Eflaust væru samt ýmsir fúsir til að fara í líklegt þingsæti sem ekki vilja fara í prófkjörsbaráttu. Petta er sameiginlegur vandi allra ís- lenskra stjórnmálaflokka. Hnignun Alþýðu- bandalagsforystunnar á hins vegar einnig rætur í vaxandi aðskilnaði flokksins frá sam- félaginu. Núverandi formaður Alþýðu- bandalagsins á þarna stóran hlut að máli. Svavar Gestsson var t.d. sérstakur talsmaður þess árið 1979 að Álíheiður Ingadóttir, sem þá var aðeins 28 ára gömul og nær alls óreynd í stjórnmálum, tæki sæti Svövu Jakobsdóttur í þriðja sæti listans í Reykjavík. Einnig segir það sína sögu, að Svavar skuli sitja enn sem formaður þrátt fýrir tap í þrennum kosningum í röð, einna mest í Reykjavík þar sem hann hefur skipað efsta sætiðsíðan 1978. Að mati formanns flokksins á Alþýðu- bandalagið að vera flokkur af leninískri gerð, sem verður að verjast spillandi áhrifum umhverfisins. Innan flokksins á að ala upp flokksfólk með sósíalísku fræðslustarfi. Síðan er hugmyndin sú, að „flokkurinn skipuleggi kerfisbundið flokksliðið til starfa í öllum félagsmálahreyfingum, sem eiga eitt- hvað skylt við málstað okkar: verkalýðs- félögin eru þar auðvitað ofarlega á blaði, en einnig samvinnuhreyfingin og margskonar samtök önnur.“ (Svavar Gestsson: Skýrsla til Varmalandsnefndar, bls. 50). Flokkurinn á semsagt að sjá samfélaginu fyrir forystu- fólki en væntanlega alls ekki að leiða „utan- garðsfólk" til forystu. Samkvæmt hinni leninísku hefð er það heldur ekki megin- hlutverk flokksforystunnar að ná upp kosningafylgi, heldur að varðveita sósíalism- ann og forystusveit verkalýðsins, flokkinn. LANDSFUNDURINN. í byrjun næsta mánaðar verður haldinn landsfundur Al- þýðubandalagsins. Þarna munu koma saman u.þ.b. 300 fulltrúar frá fimm tugum flokks- félaga víða á landinu. Hvað er líklegt að gerist á þeim fundi miðað við þá þróun sem lýst var hér á undan? Ekki fæ ég séð að landsfundarfulltrúar geti á nokkrum dögum gert það, sem Alþýðu- bandalaginu hefur mistekist árum saman: að smíða flokknum stefnu sem dregur til sín kjósendur. Þar að auki hefur tlokkurinn nú ákaflega lítið svigrúm til að marka sér afger- andi málefnastöðu í íslenskri pólitík. Nýir flokkar, Kvennalistinn og Borgaraflokkur- inn, gegna hvor með sínum hætti hlutverki ,,andófsafla“, berjast með „fólkinu" gegn ,,kerfinu“. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á umbætur innanfrá, er „ábyrgur“ ríkis- stjórnarflokkur; Framsóknarflokkurinn skírskotar til íslenskrar þjóðernishyggju, m.a. með harkalegum mótmælum gegn meintum afskiptum Bandaríkjamanna af okkar málum. Állir þessir flokkar róa því á hefðbundin mið Alþýðubandalagsins. I rauninni er kosning formanns flokksins hið eina sem á fundinum gerist og skiptir STJORNMAL verulegu máli. Þetta skal rökstutt nánar. Gengi stjórnmálaflokka ræðst mjög af þeirri ímynd sem foringjar þeirra skapa. Ástæðan er fyrst og femst sú, að stærsti hóp- ur kjósenda hefur ekki sterkar taugar til neins ákveðins stjórnmálaflokks. Fram- ganga flokksleiðtoga ræður miklu um af- stöðu þessa hóps í kosningum. En mikilvægi flokksforingja er einnig innávið; ekki síst er það formannsins hlutverk að beina athygli flokksfólks frá innanflokkserjum - besta ráð- ið gegn þeim er oftast að snúa sér að ein- hverju öðru, t.d. að halda 100 fundi um land allt. FULLTRÚARNIR. Hver verður svo for- maður Alþýðubandalagsins? Við skulum byrja á því að huga að þeim sem velja for- manninn, landsfundarfulltrúum. Undanfar- in ár hefur verið lítil endurnýjun í flokknum; margir hafa hætt þátttöku í starfinu en fáir komið í staðinn. Gamalgróið flokksfólk verður því í miklum meirihluta á landsfundi. Helstu forystumenn þessa hóps eru sjö af átta þingmönnum flokksins: Geir Gunnars- son, Skúli Alexandersson, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Gutt- ormsson, Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson. Reyndar er skipulag Alþýðubandalagsins víðast hvar lítið annað en fámennir hópar í nánum tengslum við þingmennina. Að vísu er oft rætt um „lýðræðiskynslóðina" í flokknum. Þessir einstaklingar eru mjög áberandi í fjölmiðlum; þeir hafa stuðning meðal kjósenda flokksins en litla rótfestu á landsfundinum. Alþýðubandalagið hefur síðasta áratug fyrst og fremst valið fólk til forystustarfa á grundvelli innra framgangskerfis. Engu að síður hefur flokkurinn innan sinna raða nokkra einstaklinga, sem uppfylla þær hæfniskröfur sem í samfélaginu eru almennt gerðar til forystufólks í stjórnmálum. Má þar nefna þau Kristínu Ólafsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson. Þau eru bæði mjög þekkt, koma vel fyrir í fjölmiðlum, hafa mikla reynslu af stjórnmálum og gætu hugsanlega aflað Alþýðubandalaginu fylgis. Engu að síður hygg ég, að útilokað sé að annað hvort þeirra, eða einhver af sama tagi, verði kjörið formaður Alþýðubandalagsins. Á landsfundinum mun ráða sá mælikvarði. sem þróast hefur í flokknum á undanförnum áratug og áður var lýst. Ekki mun koma til greina að velja einhvern, sem ógnað gæti völdum þingflokksins og jafnvel gert tilkall til ráðherrasætis, ef flokkurinn færi í ríkis- stjórn. Varla yrðu þá t.d. Hjörleifur, Ragnar og Svavar allir þrír ráðherrar aftur. FORMAÐURINN. Á landsfundinum hygg ég að talið verði eðlilegt, eins og Svavar Gestsson skrifaði í skýrslu sinni „að miða við það við skipun forystusveitar flokksins a næstu mánuðum að þar verði til flokksmiðja, sem þaldi saman um velferð flokksins númer eitt, hvað sem á dynur, þar sem menn taki höndúm saman um að taka hagsmuni flokks- ins fram yfir hagsmuni sjálfs sín eða annarra aðila. Til að ná því marki verður að endur- skipuleggja forystusveitina. Það þýðir það, að þeir sem merktir eru af innanflokksátök- um síðustu ára skipti um vettvang og okkur ber öllum að líta svo á að öll sæti trúnaðar- manna séu opin, um leið og við hljótum öll að taka þeim verkefnum sem flokkurinn vill setja okkur til á hvaða vettvangi sem þau kunna að vera.“ Á landsfundinum verður spilað eftir þeu11 leikreglum, sem valdakjarninn í Alþýðu' bandalaginu hefur mótað. Meginkrafa hans til flokksformannsins er að standa vörð um valdakerfið í flokknum. Ragnar Arnalds væri í lagi, en hann vill fremur skrifa leikrit og kvikmyndahandrit. í ljósi alls er að ofan greinir munu á lands- fundi Alþýðubandalagsins vakna raddir um- að ekki sé tímabært að skipta um formann ur því að ekki náist samstaða um arftaka Svavars. Valdakjarni flokksins mun verða fljótur til að taka undir þessar óskir. Þetta mun ganga eftir. • Svanur Kristjánsson TrioVing hótelskrár Erum þegar í notkun á eftirtöldum hótelum: Hótel Stefanía, Akureyri Hótel Keflavík, Keflavík Hótel Örk, Hverageröi Hótel Saga, Reykjavík Hótel Holliday Inn, Reykjavík 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.